Stóra upplestarkeppnin

Þann 13.mars sl. tóku allir nemendur í 7.bekk í Sunnulækjarskóla þátt í Stóru Upplestarkeppninni. Undirbúningur hefur staðið yfir frá því á Degi íslenskrar tungu sem var þann 16.nóvember sl. Nemendur lásu valinn texta úr bókinni um Benjamín dúfu og eitt sérvalið ljóð líka.  Allir stóðu sig með stakri prýði og lögðu mikinn metnað í framsögn sína. Átta nemendur voru síðan valdir til að taka þátt í næstu innanhússlotu. Innanhússkeppnin  fór svo fram þriðjudaginn 18.mars. Þar var 6.bekkingum einnig boðið að koma og fylgjast með keppninni. Þrír voru valdir og einn varamaður  til að fara áfram í lokakeppnina sem haldin verður hátíðleg í Þorlákshöfn þann 3.apríl nk.

Hér má sjá myndir af nemendum í upplestrarkeppninni ásamt kennurum.

CIMG0427 CIMG0429