Matseðill

Matseðill

Matseðill

Matseðill

Matseðill

Matseðill

Aðalfundur FÁS, foreldrasamtaka á Suðurlandi

By birgir | 28. nóvember 2011



  • Aðalfundur FÁS, foreldrasamtaka á Suðurlandi verður haldinn í Bókasafninu, Brautarholti á Skeiðum í kvöld 28. nóvember kl.20:30

    Dagskrá

    Venjuleg aðalfundarstörf.

  • Kjósa þarf 5 manna stjórn.

  • Formenn foreldrafélaga leggja fram ársskýrslur 2010.

  • Önnur mál.


Kaffiveitingar og allir foreldrar/forráðamenn velkomnir

Mætum vel

Stjórn FÁS


Vinaheimsóknir í Sunnulækjarskóla

By birgir | 25. nóvember 2011


Í Sunnulækjarskóla eru skipulögð vinatengsl milli yngri og eldri nemenda.  Í vetur notuðum við dag gegn einelti til að hefja það verkefni.  Þessa dagana eru vinabekkirnir að gera margt skemmtilegt til að gleðja vini sína.

Nemendur í 7. bekk buðu vinum sínum í 2. bekk í heimsókn í heimilisfræðitíma og buðu upp á vöfflur með sultu og rjóma og kakó. 

Vinirinir glöddust saman og áttu skemmtilega stund.

Opinn forvarnafundur í Fjallasal

By birgir | 16. nóvember 2011


Miðvikudaginn 23. nóvember verður foreldrafundur kl. 20:00 í Sunnulækjarskóla. Þar verður sérstaklega rætt um skaðsemi og kostnað munn- og neftóbaksneyslu.

Hallur Halldórsson tannlæknir mætir á fundinn og fjallar um skaðsemi slíkrar neyslu fyrir tennur og tannhold og gerir grein fyrir viðgerðarkostnaði.

Á fundinum verður einnig farið í helstu forvarnarmálin sem brenna á okkur og foreldrum gefinn kostur á að koma með ábendingar og spurningar til forvarnarhóps Árborgar.

Þá er netfréttabréf forvarnarhóps sveitarfélgasins komið út og má nálgast hér.

Hár og förðun er valgrein í 9. bekk

By birgir | 14. nóvember 2011


Þær Ragna og Kristín frá Snyrtistofunni Evu komu til okkar í kennslustund og kenndu okkur ýmislegt varðandi snyrtifræði, umhirðu húðar og förðun.

Við þökkum þeim kærlega fyrir komuna.

Þemavinna með bílinn í 2. bekk

By birgir | 11. nóvember 2011

Nemendur í 2. bekk eru að vinna með bílinn í skemmtilegu þemaverkefni .