Heilsuvernd skólabarna
Meginmarkmið skólaheilsugæslu er að stuðla að því að börn fái að vaxa, þroskast og stunda nám sitt við bestu andlegu, líkamlegu og félagslegu skilyrði sem völ er á.
Heilsuvernd skólabarna er framhald af ung- og smábarnavernd. Skólahjúkrunarfræðingar vinna í náinni samvinnu við foreldra/forráðamenn, skólastjórnendur, kennara og aðra sem koma að málefnum nemenda með velferð nemenda að leiðarljósi. Farið er með allar upplýsingar sem trúnaðarmál.
Skólahjúkrunarfræðingar í Sunnulækjarskóla eru Þorbjörg Anna Steinarsdóttir. Skrifstofa skólahjúkrunar er í vesturenda skólans á 2. hæð.
Viðvera skólahjúkrunarfræðings í skólanum er sem hér segir:
· mánudagur kl. 8:00 - 15:00
· þriðjudagur kl. 8:00 - 15:00
· miðvikudagur kl. 8:00 - 15:00
· fimmtudagur kl. 8:00 - 16:00
Beinn sími: 480-5423
Netfang: sunnulaekjarskoli@hsu.is
Ólíkt öðru starfsfólki skólans eru skólahjúkrunarfræðingar starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og þeir geta því verið kallaðir þangað fyrirvaralaust.
- 1. bekkur: Sjónpróf, hæðarmæling og þyngdarmæling ásamt viðtali um lífsstíl og líðan.
- 4. bekkur: Sjónpróf, hæðarmæling og þyngdarmæling ásamt viðtali um lífsstíl og líðan
- 7. bekkur: Sjónpróf, hæðarmæling og þyngdarmæling ásamt viðtali um lífsstíl og líðan.
Bólusett gegn mislingum, rauðum hundum og hettusótt (MMR - ein sprauta) og gegn mannapapillomaveiru (Gardasil-9 - tvær sprautur með 6 mánaða millibili). - 9. bekkur: Sjónpróf, hæðarmæling og þyngdarmæling ásamt viðtali um lífsstíl og líðan. Bólusett gegn mænusótt, barnaveiki, kíghósta og stífkrampa (Boostrix Polio - ein sprauta).