Foreldrafélag

Foreldrafélag Sunnulækjarskóla var stofnað 1. febrúar 2005

Við Sunnulækjarskóla er starfrækt foreldrafélag. Í stjórn foreldrafélagsins sitja fimm aðalmenn og tveir varamenn. Aðalfundur er haldinn að hausti ár hvert. Lög foreldrafélagsins og frekari upplýsingar má finna á heimasíðu skólans og einnig viljum við benda á facebook síðu félagsins.

Hlutverk foreldra er að gæta hagsmuna barna sinna, eiga gott samstarf við skólann og taka þátt í námi barnanna. Mikilvægt er að foreldrar upplýsi starfsmenn skólans um atriði sem geta haft áhrif á líðan barnsins í skólanum.

Á hverju skólári eru skipaðir tveir bekkjartenglar Í hverjum bekk.  Starf þeirra snýst um að vera tengiliðir foreldra hvers árgangs og skipuleggja viðburði fyrir árganginn.

Stjórn foreldrafélags Sunnulækjarskóla 2023-2024

 

 

Héðinn Þór Gunnarsson formaður hedinnthor@gmail.com
Dagný Hróbjartsdóttir ritari dagnyhrobjartsdottir@gmail.com
Valdimar Þór Svavarsson gjaldkeri valdimar@fyrstaskrefid.is
Arnar Páll Gíslason meðstjórnandi arnarpall@gmail.com
Hákon Garðar Þorvaldsson meðstjórnandi hakon.thorvalds@gmail.com
Jónas Elí Bjarnason meðstjórnandi /varaformaður jonas.bjarnason@gmail.com
Unnur Guðmundsdóttir meðstjórnandi unnurgu@btnet.is