Skákmót fyrir krakka á grunnskólaaldri laugardaginn 23. nóvember

Skákmót fyrir krakka á grunnskólaaldri verður haldið á Hótel Selfossi laugardaginn 23. Nóv. (á morgun). Áætlaður mótstími er frá 10:30-12:30 Mótið er opið öllum krökkum á grunnskólaaldri. Veitt verða verðlaun fyrir þrjá aldursflokka; 16 ára og yngri, 12 ára og yngri, og 9 ára og yngri. Tefldar verða 7 umferðir, umhusunartími er 7 mínútur á skák. …

Skákmót fyrir krakka á grunnskólaaldri laugardaginn 23. nóvember Read More »

Nýtt vefumsjónarkerfi

Um helgina tókum við nýtt vefumsjónarkerfi í notkun. Vera má að einhverjir minni háttar hnökrar eigi eftir að koma í ljós á næstunni og biðjumst við velvirðingar á þeim. Eins væri gott ef okkur væru sendar ábendingar um það sem aflaga fer svo við getum lagfært það jafn óðum. Ábendingar má senda á netfangið sunnulaekjarskoli@sunnulaek.is …

Nýtt vefumsjónarkerfi Read More »

Heimsókn höfundar Benjamíns dúfu

Í 6. bekk hafa nemendur lesið söguna um Benjamín dúfu, horft á kvikmyndina og skrifað ritgerð. Á dögunum heimsótti Friðrik Erlingsson, höfundur sögunnar, okkur og sagði skemmtilega frá því hvernig sagan varð til, persónunum og sögusviðinu og gerð myndarinnar. Þetta var óvænt og skemmtileg heimsókn sem við kunnum vel að meta.

Skólastarf hefst aftur 6. apríl

Í dag, 31. mars gaf heilbrigðisráðherra út nýja reglugerð um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar.  Takmarkanir eru þær sömu og giltu frá byrjun janúar s.l. Skólastarf í Sunnulækjarskóla hefst því að nýju 6. apríl n.k. samkvæmt gildandi stundaskrá. Akstursáætlun skólabíls verður með óbreyttum hætti frá sama tíma.

Lokun skóla vegna sóttvarna

Eins og lesa má á heimasíðu Heilbrigðisráðuneytis er grunn-, framhalds-, tónlistar- og háskólum lokað frá og með 25. mars og þar til hefðbundið páskafrí tekur við. Starfsemi Sunnulækjarskóla fellur því niður fram yfir páskaleyfi. Unnið er að reglum um fyrirkomulag skólahalds að loknu páskaleyfi og verða þær upplýsingar sendar foreldrum um leið og þær liggja …

Lokun skóla vegna sóttvarna Read More »

Lotukerfið – Samstarfsverkefni 5., 7. og 10. b

Síðustu vikurnar hafa nemendur í 10. bekk verið að vinna samstarfsverkefni með nemendum í 5. og 7. bekk. 10. bekkur er búinn að vera að læra um lotukerfið í náttúrufræði og fengu til liðs við sig nemendur í 5. og 7. bekk sem voru í myndmenntasmiðjum, til að búa til lotukerfis listaverk í náttúrufræðistofuna. Nemendur …

Lotukerfið – Samstarfsverkefni 5., 7. og 10. b Read More »

Skákkennsla í Fischersetri

Sunnudaginn 14. feb. nk. kl. 11:00 hefst skáknámsskeið fyrir grunnskólabörn í Fischersetri.  Námsskeiðið er haldið í samstarfi við Sveitarfélagið Árborg, Skákskóla Íslands og Skákfélag Selfoss og nágrennis. Helgi Ólafsson, stórmeistari og skólastjóri Skákskóla Íslands hefur yfirumsjón með kennslunni. Þetta verða 8 skipti eða einu sinni í viku og þá á sunnudögum frá 11:00 – 12:30 …

Skákkennsla í Fischersetri Read More »

Starfsdagur og foreldraviðtöl 4. og 5. febrúar

Fimmtudagurinn 4. febrúar og föstudagurinn 5. febrúar eru starfsdagur og foreldradagur í Sunnulækjarskóla samkvæmt skóladagatali. Foreldraviðtölin eru tileinkuð námslegri stöðu, sjálfsmati gagnvart námi og líðan nemenda. Öll kennsla fellur niður og vegna smitvarna munu viðtölin fara fram rafrænt í gegnum forritið Teams á sama hátt og síðast. Í viðhengjunum eru nánari upplýsingar um viðtölin og …

Starfsdagur og foreldraviðtöl 4. og 5. febrúar Read More »

Skólastarf í Sunnulækjarskóla á nýju ári

Þann 21. desember s.l. gaf heilbrigðisráðherra út nýja reglugerð um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar. Gildistími þeirrar reglugerðar er frá og með 1. janúar 2021 og til og með 28. febrúar 2021. Í 4. grein þeirrar reglugerðar er fjallað um takmarkanir á starfi grunnskóla. Greinin gerir ráð fyrir talsverðum tilslökunum frá því sem verið hefur …

Skólastarf í Sunnulækjarskóla á nýju ári Read More »