Hólar

IMG_2352

Frístundaheimilið Hólar við Sunnulækjaskóla hefur starfað síðan 15. febrúar 2008 og er ætluð börnum í 1.- 4. bekk.

 

Frístundaheimilið Hólar við Sunnulækjaskóla hefur starfað síðan 15. febrúar 2008 og er ætluð börnum í 1.- 4.

Starfsemi skólavistunnar Sunnulækjarskóla er byggð á markvissri vinnu í leik og félagsþroska. Áherslu er lögð á að umhverfið sé þægilegt og ánægjulegt og að börnum líði vel um leið og ímyndunarafl þeirra er örvað, leikgleðinni viðhaldið og félagsandinn studdur. Rammar eru skýrir, möguleikar fjölbreyttir og hin félagslega námsskrá einstaklingsmiðuð.

Starfsemi er í nánu samstarfi við starfsfólk skólans, foreldra, æsku – og íþróttafélög og Tónlistarskóla Árnesinga. Samstarf sem skapar umhverfi sem tryggir börnunum spennandi og öruggan hversdag að kennslu lokinni.

Fyrstu ár grunnskólans eru mikilvæg mótunarár í félagslegum þroska barna, grundvölurinn er lagður að ýmsum persónueinkennum og vináttubönd myndast, sem jafnvel endast alla ævi.

Sjálfsmyndin er að þroskast og persónuleikinn mótast í samspili við félagana. Góð andleg líðan og jafnvægi í jafnaldrahópnum er auk þess grundvöllur að farsælu skólastarfi og velheppnaðri skólagöngu.

Hlökkum til að sjá ykkur
Kær kveðja,
frá starfsmönnum Hóla

Forstöðumaður Hóla er Elísabet Hlíðdal

Símanúmer

Símanúmer: 480 5413 / 480 5450

1. bekkur: 844 8215
2. bekkur: 894 5450
3.-4. bekkur: 843 8214