Náms- og starfsráðgjöf

Jóhanna Einarsdóttir
johannae@sunnulaek.is
8:00 - 16:00 virka daga

Náms- og starfsráðgjafi Sunnulækjarskóla er Jóhanna Einarsdóttir.

Hlutverk námsráðgjafans er að standa vörð um velferð allra nemenda. Hann er trúnaðarmaður og talsmaður nemenda. Hann er bundinn þagnarskyldu um einkamál þeirra.

Námsráðgjafi býður upp á fræðslu í stærri og smærri hópum sem vinna að einstökum verkefnum, til dæmis vegna náms- og starfsvals, námstækni, sjálfsstyrkingu og samskiptavanda. Nemendur geta leitað til námsráðgjafa í frímínútum eða eftir skóla. Einnig geta þeir komið á kennslutíma en þurfa þá leyfi kennara. Foreldrar geta líka leitað til námsráðgjafa vegna barna sinna.

Meginmarkmið náms- og starfsráðgjafar er að:

 • Efla vitund einstaklinga um eigin hæfileika, viðhorf og áhuga - þannig að þeir getið notið sín í námi og starfi.
 • Ráðgjöfinni er ætlað að auðvelda einstaklingum að átta sig á styrkleikum, færni og áhuga - til að auðvelda þeim að ákveða stefnu í námi og starfi.
 • Náms- og starfsráðgjöf á að vera allt í senn, fyrirbyggjandi, græðandi, fræðandi og þroskandi.
 • Hlutverk náms- og starfsráðgjafar snýr að velferð nemenda, ekki einungis með framtíðarðarplön þeirra í huga heldur einnig, líðan, stuðla að aukinni sjálfsþekkingu, uppbyggingu sjálfsmyndar og bættum samskiptum.

Helstu þættir sem snúa að verkefnum náms- og starfsráðgjafa

Náms- og starfsfræðsla

Skólaárið 2020-2021 er náms- og starfsfræðsla í 10. bekk kennd í Kvikusmiðjunni „Nám og störf“.

Áhersla er á að nemendur:

 • kynnist þeim möguleikum sem þeim standa til boða er varðar nám og störf
 • geri raunhæfar áætlanir um náms- og starfsval
 • skoði námsaðferðir sínar/námstækni og hvernig þeir geta styrkt sig sem námsmenn
 • þekki áhugasvið sitt, hæfileika, gildi og styrkleika
 • þjálfist í að setja sér markmið og horfi til framtíðar
 • efli færni sína við ákvarðanatöku sem byggir á sjálfsþekkingu og sjálfstæði

Námstækni

Námstækni er bætt skipulag í námi og allir geta nýtt sér ef áhugi er fyrir hendi.

Bættar námsaðferðir/námstækni getur stuðlað að:

 • skipulagðari vinnubrögðum
 • tímasparnaði
 • minni námskvíða
 • auknum námsárangri

Persónuleg ráðgjöf

 • Persónuleg ráðgjöf felst í að veita nemendum og forramönnum ýmiskonar aðstoð og stuðning svo nemendur nái settu marki í námi sínu og skólagangan nýtist sem best.
 • Persónuleg vandamál geta haft þau áhrif á nemandann að þau hamli honum í námi. Þau geta verið af ýmsum toga, s.s. námsleg, félagsleg, tilfinningaleg og tengd samskiptum.
 • Náms- og starfsráðgjafi aðstoðar nemendur að leita lausna og veitir þeim stuðning og eftirfylgni.

Námskeið sem náms- og starfsráðgjafi býður upp á í 5-8. bekk:

- vellíðan í átt að bættum samskiptum

 • Markmiðið með námskeiðinu snýr að velferð nemenda:
  • stuðla að jákvæðum samskiptum
  • styrkja sjálfsmyndina
  • auka vellíðan og sjálfsþekkingu
 • Sterk sjálfsmynd og góð sjálfsþekking stuðlar vellíðan og getur bætt félagsleg samskipti
 • Námskeiðið Blómstrandi ungmenni byggir á:
  • verkfærakistu KVAN - Höfundur: Vanda Sigurgeirsdóttir
  • Hugarfrelsi - Höfundar: Hrafnhildur Sigurðardóttir og Unnur Arna Jónsdóttir
  • jákvæðri sálfræði
 • Á námskeiðinu er lögð áhersla á virðingu og traust – að vera góð manneskja
 • Nemendur meta líðan sína í upphafi og lok námskeiðs á hamingjukvarða í vinnubók
 • Námskeiðið er í 70 mínútur í senn í sex skipti
  • á hverju námskeiði eru 5-6 þátttakendur
  • foreldrar/forráðamenn fá tölvupóst með upplýsingum eftir hverja kennslustund.

Sjálfstyrkingarnámskeið

 • Markmiðið með sjálfstyrkingarnámskeiðinu er að efla einstaklinginn og auka vellíðan
 • Sjálfstyrking er fólgin í því að þátttakendur læri betur á tilfinningar sínar og fái  þjálfun í því að tengja þær andlegri og líkamlegri líðan í  gegnum slökun
 • Bestu forvarnir eru að læra á sjálfa/n sig tilfinningar og líðan til að geta brugðist rétt við aðstæðum og umhverfi
 • Námskeiðið byggir á aðferðum:
  • Baujunnar (baujan.is) Höfundur: Guðbjörg Thóroddsen
  • Hugarfrelsis (hugarfrelsi.is) Höfundar: Hrafnhildur Sigurðardóttir og Unnur Arna Jónsdóttir
 • Námskeiðið er einu sinni í viku í sex vikur, tvær kennslustundir í senn
  • þátttakendur eru fjórir til fimm á hverju námskeiði
  • foreldrar/forráðamenn fá tölvupóst sendan með upplýsingum eftir hverja  kennslustund.