Uppeldi til ábyrgðar - Uppbygging sjálfsaga

Hugmyndafræði Uppbyggingar ábyrgðar og sjálfsaga byggist á því að einstaklingurinn geti tekið sjálfstæðar, siðferðilegar ákvarðanir varðandi eigin hegðun þegar hann er laus undan skömmum, hótunum, sektarkennd eða væntingum og loforðum um umbun og að hann fái tækifæri til að meta lífsgildi sín. Markmiðið er að styrkja einstaklinginn í að vera sá sem hann vill vera með hliðsjón af eigin sannfæringu frekar en að stjórnast út frá geðþótta annarra.


Í Sunnulækjarskóla er starfað eftir hugmyndafræðinni Uppeldi til ábyrgðar. Upphafsmaður þessarar nálgunar er Diane Gossen sem hefur starfsstöð í Kanada en starfar víða um heim. Þetta er agastefna sem leggur áherslu á að kenna sjálfstjórn og ýtir undir hæfni til að taka ábyrgð á eigin orðum og gerðum. Það skiptir máli að allir þekki hlutverk sitt og finni að þeir eru mikilvægir.
 

Mitt og þitt hlutverk............. 

Uppeldi til ábyrgðar stuðlar að jákvæðum samskiptum, hvetur til sjálfstæðrar hugsunar og þroskar jákvætt gildismat. Treyst er á hæfileikann til sjálfstjórnar og að hver og einn geti hugsað áður en hann framkvæmir og brugðist rétt við aðstæðum. Uppbygging sjálfsaga hvetur hvern og einn til að taka ábyrgð á eigin orðum og gerðum.  Aðferðin nýtist við bekkjarstjórnun þar sem allir fá að vaxa og njóta sín. Þetta er aðferð í samskiptum og aðferð við að ná jafnvægi og innri styrk eftir að hafa beitt samferðamenn sína rangindum eða lent upp á kant við þá. Leitast er við að ná samstöðu um lífsgildi til að hafa að leiðarljósi og fylgja þeim síðan eftir með fáum skýrum reglum. Spurt er bæði hvernig við viljum vera og hvað við þurfum að gera til að ná eigin markmiðum í sátt og samlyndi við samferðamenn. 

Lykilspurningar

Hvernig manneskja viltu vera?

Hvaða árangri viltu ná?

Ertu sátt/ur við það sem þú ert að gera?

Geturðu fundið betri leið?

 

Eflum frumkvæði og sjálfstæði.

Finnum börnum okkar verðug viðfangsefni.

Virðum hvert annað.

Hlustum – við erum ólík en öll jafn mikilvæg

Lærum að uppfylla þarfir okkar á jákvæðan hátt án þess að ganga á rétt anna:

Þarfahringurinn  Mynd

 

  • GLEÐI,ViNÁTTA,FRELSI eiga að vera leiðarljós í samskiptum í skólanum

Vefsíður:

www.Uppbygging.is

https://realrestitution.com

Gúð ráð:

https://uppbygging.is/namsefni-grunnskolar-yngra-stig/

Sáttmálar

Allir hópar í Sunnulækjarskóla gera sinn sáttmála. Þar velja nemendur lífsgildi sem einkenna starfið í hverjum hópi.
Hver er ég? Hvernig manneskja vil ég vera? Hvernig hópur viljum við vera? Hvað er mikilvægast í skólastarfinu/lífinu?

grunntharfir

Uppbyggingarstefnan er lífsgildismiðuð, þ.e. unnið er með ákveðin lífsgildi sem eiga sér stoð í ákv. þörfum sem við öll höfum, þeim reynum við að mæta, hvert og eitt okkar með þeim aðferðum sem við best kunnum.

Grunnþarfirnar eru fimm. Til að vera lífsglöð, hamingjusöm og andlega heil þurfum við reglulega að uppfylla þessar meðfæddu þarfir fyrir: Ást og umhyggju (hjartað), áhrifavald og stjórnun (stjarnan), frelsi og sjálfstæði (fiðrildi), gleði og ánægju (blaðra) og öryggi og lífsafkomu (húsið).

Hegðun okkar ræðst af því hvaða þörfum við viljum mæta. Stundum veljum við ranga leið og brjótum þá á þörfum annarra. Uppbyggingarstefnan hjálpar okkur til að finna rétta leið.

Helstu einkenni mismunandi þarfa:

  • Umhyggja: fjölskylda og vinir mikilvægir, félagsvera og vill tilheyra hópi.
  • Gleði: jákvæðni, hjálpsemi, vill hafa gaman og elskar leiki.
  • Áhrif/stjórn: sjálfstraust, gott skipulag,   sjálfsagi, þolir illa að gera mistök.
  • Frelsi: mikil hreyfiþörf, listrænir hæfileikar, sveigjanleiki og vill hafa val.