Mat á skólastarfi

Mat á skólastarfi er tvenns konar, innra mat og ytra mat. Munurinn á innra og ytra mati hefur með stöðu matsaðila að gera. Séu þeir starfsmenn í skólanum eða kannanir lagðar fyrir að ósk skólans er talað um innra mat. Séu matsaðilar utanaðkomandi, t.d. opinberir aðilar er talað um ytra mat. Í báðum tilfellum getur matið beinst að stjórnun, starfsfólki, nemendum og foreldrum þar sem ýmist er rætt við fólk, gerðar athuganir í kennslustundum eða lagðar fyrir kannanir.  

Matsteymi innra mats

Við skólann starfar matsteymi sem ber ábyrgð á framkvæmd, úrvinnslu og kynningu innra mati samkvæmt matsáætlun. 

Í matsteymi sitja: 

  • Skólastjóri
  • Sérkennari /þroskaþjálfi
  • Kennari
  • Námsráðgjafi
  • Fulltrúi foreldrafélagsins 

Framkvæmd innra matsins er á ábyrgð matsteymi skólans hverju sinni og felur í sér eftirfarandi þætti. 

  1. Skipulagning matsins.
  2. Gagnaöflun samkvæmt áætlunum.
  3. Greining gagna, mat lagt á niðurstöður.
  4. Niðurstöður teknar saman og kynntar hagaðilum skólans.
  5. Umbótaáætlun gerð og kynnt fyrir hagaðilum skólans.  

Viðfangsefni til mats út frá stefnu og markmiðum

Leiðarljós Sunnulækjarskóla
Sunnulækjarskóli er skóli sem lærir. Skólinn er samfélag þar sem allir vinna saman að því að læra, þroskast og taka framförum.  Við viljum byggja upp sterkt lærdómssamfélag nemenda og starfsmanna og leggjum áherslu á metnaðarfullt skólastarf þar sem virðing og traust ríkir.  Góð samvinna starfsfólks, nemenda, foreldra og annarra samstarfsaðila skólans er mjög mikilvæg. 

Nemendur eru settir í öndvegi og við viljum rækta með þeim áræði, þrek og þor til að takast á við þau fjölmörgu og fjölbreyttu verkefni sem bíða þeirra á lífsleiðinni. Við viljum að nemendum og starfsfólki líði vel í skólanum og gangi glaðir til starfa. 

Einkunnarorð skólans eru gleði, vinátta og frelsi.  

Viðfangsefni til mats
Samkvæmt viðmiðum um innra mat eiga skólar að velja sér viðfangsefni út frá stefnu og markmiðum. Innra mat Sunnulækjarskóla leggur megin áherslu á : 

  • Faglega kennsluhætti 
  • Faglega stjórnun 
  • Líðan nemenda 
  • Líðan stafsmanna 
  • Árangur í námi 
  • Ánægju foreldra 

Þessir matsþættir endurspegla leiðarljós skólans og eru því í öndvegi þegar unnið eru úr niðurstöðum matsverkefna. 

Umbótaáætlun og viðmið um árangur
Viðmið um árangur eru mismunandi. Eldra mat gefur upplýsingar um viðmið sem getur þurft að bæta og er þá haft til viðmiðunar. Landsmeðaltöl veita upplýsingar um viðunandi árangur á jafningjagrunni. Sérstakar aðstæður geta skapast sem breyta viðmiðum og þarf að taka tilliti til eins og COVID og heimakennsla. Umbótaáætlun tekur mið af þessum viðmiðum um árangur og er kynnt hagaðilum líkt og fram kemur í matsáætlun. 

Úrvinnsla og eftirfylgni
Stefnumótun og áherslur hvers skólaárs byggja á niðurstöðum innra mats. Teymis- og bekkjarsáttmálar taka mið af niðurstöðum kannana og áherslum sem þarf að vinna með. Námskeið og fræðsla á vegum foreldrafélagsins, skólaþjónustunnar og stjórnenda er fengin inn í skólann til að mæta úrbótum á niðurstöðum hverju sinni. Námskeið og fræðsla getur verið fyrir starfsfólk, nemendur eða foreldra eftir því sem þurfa þykir.