Mat á skólastarfi

Sjálfsmat

Sjálfsmat Sunnulækjarskóla byggir á tveimur meginþáttum, annars vegar á þeim lögum og reglugerðum sem grunnskólum landsins er ætlað að starfa eftir og mætti kalla ytri ramma og hins vegar á eigin stefnu og markmiðum í skólastarfinu eða innri viðmið.

Skýrsla um sjálfsmat skólans og niðurstöður þess, ásamt þróunaráætlun verður samin árlega og kynnt fyrir starfsmönnum skólans, skólanefnd og foreldrum.

Við matsvinnuna verða ýmis gögn lögð til grundvallar, m.a. kannanir frá aðilum utan skólans, kannanir sem skólinn hefur forgöngu um að gera, styrk- og veikleikagreining meðal starfsmanna skólans ásamt mati á árangri nemenda t.d. í samræmdum prófum. Þær ytri og innri kannanir sem liggja til grundvallar sjálfsmati Sunnulækjarskóla eru þessar:

Ytri kannanir

2005 „Hér eru allir að hjálpa öllum“. Rannsóknar- og matsskýrsla um fyrsta starfsár Sunnulækjarskóla. Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands.
2008 Starfsmannakönnun – starfsánægja í Sunnulækjarskóla. Samband íslenskra sveitarfélaga.
2008 Foreldrakönnun. (Foreldrar nemenda í 7. – 10. bekk). Samband íslenskra sveitarfélaga.
2008 Nemendakönnun. (Nemendur í 7. – 10. bekk). Samband íslenskra sveitarfélaga.
2009 Starfsmannakönnun – starfsánægja í Sunnulækjarskóla. Samband íslenskra sveitarfélaga.
2009 Foreldrakönnun. (Foreldrar nemenda í 7. – 10. bekk). Samband íslenskra sveitarfélaga.
2009 Nemendakönnun. (Nemendur í 7. – 10. bekk). Samband íslenskra sveitarfélaga.
2011 Úttekt Mennta- og menningarmálaráðuneytisins á starfsemi Sunnulækjarskóla
2012 Viðhorf foreldra til grunnskóla í Árborg, Skýrsla um Sunnulækjarskóla og samanburður milli skóla.
2020 Ytra mat Menntamálastofnunar

Innri kannanir

2005 Viðhorfakönnun meðal foreldra nemenda við Sunnulækjarskóla.
2006 Mat um einstaklingsmiðað nám („stoðir“) frá Menntasviði Reykjavíkurborgar.
2007 Mat um einstaklingsmiðað nám („stoðir“) frá Menntasviði Reykjavíkurborgar.
2007 Viðhorfakönnun meðal foreldra nemenda við Sunnulækjarskóla.
2008 – 2009 Nemendakönnun meðal nemenda í 6. – 8. bekk – Skólapúlsinn.
2009 Rafræn viðhorfakönnun meðal foreldra nemenda við Sunnulækjarskóla.
2009 – 2010 Nemendakönnun meðal nemenda í 6. – 9. bekk – Skólapúlsinn.
2010 Rafræn viðhorfakönnun meðal starfsmanna Sunnulækjasrskóla
2011 – 2013 Nemendakönnun meðal nemenda í 6. – 10. bekk – Skólapúlsinn.
2012 Rafræn viðhorfakönnun meðal foreldra nemenda við Sunnulækjarskóla.
2012 – 2013 Rafræn viðhorfakönnun meðal foreldra – Skólapúlsinn.
2012 – 2013 Rafræn viðhorfakönun meðal starfsmanna – Skólapúlsinn.

Próf og mat á árangri nemenda

Samræmd könnunarpróf í 4., 7. og 10. bekk.