Félagsmiðstöðin Zelsíuz

img_7728

Austurvegi 2B | 800 Selfoss
480 1951

Umsjónarmaður: Guðmunda Bergsdóttir
gudmunda.bergs@arborg.is
símanúmer: 480-1952

Sveitarfélagið Árborg starfrækir félagsmiðstöðina Zelsíuz sem hefur verið starfrækt síðan árið 1980. Í Zelsíuz er boðið upp á uppbyggilegt frístundasstarf fyrir 10 - 16 ára börn og unglinga í frítíma þeirra. Áhersla er lögð á að ná til þeirra barna og unglinga sem þarfnast félagslegs stuðnings og að bjóða upp á fjölbreytileg viðfangsefni. Unnið er í klúbbum, sértæku hópastarfi, opnu starfi og loks stendur félagsmiðstöðin fyrir stórum sem smáum viðburðum.

Hlutverk félagsmiðstöðvarinnar er tvíþætt. Annars vegar að bjóða börnum og unglingum á aldrinum 10 -16 ára upp á frístundastarf sem hefur forvarnar-, uppeldis og menntunargildi og tekur mið af aldri þeirra og þroska. Hins vegar að bjóða upp á aðstöðu til afþreyingar og samveru með jafnöldrum í öruggu umhverfi undir handleiðslu starfsmanna. Áhersla er lögð á að virkja börn og unglinga til virkrar þátttöku og framkvæmda í starfinu, einkum þau sem þurfa sérstaka hvatningu og stuðning vegna félagslegra aðstæðna.

Markmið félagsmiðstöðvarinnar er að ná til allra nemenda á mið- og unglingastigi grunnskólanna og gefa þeim tækifæri á að stunda skapandi og þroskandi félagsstarf í heilbrigðu umhverfi á jafnréttisgrundvelli. Leitast er við að mæta hverjum einstakling á hans forsendum og veita honum tækifæri til að njóta sín í félagsstarfinu. Félagsmiðstöðin er vettvangur þar sem börn og unglingar fá tækifæri til að sýna frumkvæði, axla ábyrgð og sýna sjálfstæði í vinnubrögðum. Starfið einkennist af gagnkvæmri virðingu, jákvæðum samskiptum og ungmennalýðræði.

Félagsmiðstöðin Zelsíuz heldur úti fjölbreyttri dagskrá í samstarfi við Z-ráðið sem tekur mið af áhugamálum unglinganna hverju sinni. Félagsmiðstöðin kappkostar að stuðla að jákvæðum og þroskandi samskiptum meðal barna og unglinga og örva félagsþroska þeirra og lýðræðisvitund. Félagsmiðstöðin Zelsíuz vinnur einnig markvisst að forvarnarmálum og valdeflingu en starfsmenn hennar notast við aðferðafræði reynslunáms

Starfsemi

Starfseminni er skipt upp í starf fyrir miðstigið (5.-7.bekkur) og starf fyrir unglingastigið (8.-10.bekkur).

Miðdeildarstarf:
Mánudagur kl. 17:00 - 18:30 í Sunnulækjarskóla
Þriðjudagur kl. 17:00 - 18:30 á Stokkseyri
Miðvikudagur kl.17:00 -18:30 í Vallaskóla
Fimmtudagur kl.17:00 - 18:30 í Stekkjaskóla
Einu sinni í mánuði eru 7.bekkjarkvöld í Zelsíuz fyrir 7.bekk úr Sunnulækjarskóla, Vallaskóla og BES

Unglingastarf:
Mánudagur kl. 19:30 - 22:00
Þriðjudagur kl. 19:30 - 22:00 (Stokkseyri)
Miðvikudagur kl. 19:30 - 22:00
Fimmtudagur kl. 19:30 - 21:30 Hinsegin opnun
Annan hvern föstudagur kl. 19:30 - 22:00
Lokað er um helgar nema um sérauglýsta viðburði er að ræða.