Skólareglur Sunnulækjarskóla

Hegðun

Við fáum ávallt eitt tækifæri til að bæta okkur í tíma ef kennari er ekki ánægður með hegðun okkar. Við leitum lausna til að laga það sem út af bregður og látum kennara vita hver leiðin er.

Símar og tónlistarspilarar

Við fáum ávallt eitt tækifæri til að bæta okkur í tíma ef kennari er ekki ánægður með hegðun okkar. Við leitum lausna til að laga það sem út af bregður og látum kennara vita hver leiðin er.

Útiföt

Við notum fatahengið í skólanum til að geyma útifötin okkar. Ef við gleymum að fara úr útiskóm eða úlpum fáum við tækifæri til að fara með fötin okkar í fatahengið.

Gosdrykkir, nammi og tyggjó

Við mætum ekki með gosdrykki, nammi eða tyggjó í skólann okkar. Það á við um kennslustundir og frímínútur, hvort sem við erum inni í skólanum eða úti á skólalóðinni.

Við höfum öll ólíkar þarfir og lausn við vanda sem hentar einum er ekki endilega sú sama og hentar öðrum.

Viðbragðsáætlun ef útaf bregður

1. Skref   Nemandi fær tækifæri til að bæta sig og finna lausn á vandanum. Mikilvægt er að nemandi geri sér grein fyrir hlutverki sínu í skólanum.

2. Skref   Ef vandinn er enn til staðar gerir kennari nemanda grein fyrir því að skráning verði gerð í Mentor til að gera foreldrum viðvart. Eftir atvikum ræðir kennari við nemanda í lok tíma um hugsanlega lausn.

3. Skref   Leysist vandamálið ekki í annarri tilraun er næsta skref að ganga til fundar með stjórnendum. Farið er yfir málið og nemanda leiðbeint til að finna ásættanlega lausn. Niðurstöður eru skráðar í Mentor. Nemandi mætir ekki í næsta tíma fyrr en hann hefur fundið farsæla lausn og hitt þá aðila sem tengjast málinu.

4. Skref   Ef ekki tekst að leysa málið hjá stjórnendum er boðað til fundar með foreldrum og þeim er málið varðar. Á þessu stigi er líklegt að nemandi þurfi að skrifa undir samning sem gefur til kynna hvernig unnið verði úr málum næstu daga.

Ófrávíkjanlegar grundvallarreglur

Skýr mörk ­- Hegðun sem ógnar öryggi er óheimil

  • Líkamlegt eða andlegt ofbeldi
  • Barefli og önnur vopn
  • Ávana- eða fíkniefni, þar með talið áfengi og tóbak
  • Ögranir, óvirðing eða hótanir
  • Skemmdarverk
  • Áhættuhegðun
  • Þjófnaður

Hvað gerist ef ófrávíkjanlegar grundvallarreglur eru brotnar? Ef ófrávíkjanlegar reglur eru brotnar er farið beint í 4. lið skólareglna. Nemanda er vísað til stjórnenda sem hafa samband heim og boða til fundar. Nemandi mætir ekki aftur í kennslustund fyrr en fundað hefur verið um málið með foreldrum og lausn fundin.

Leggjum áherslu á gott upplýsingaflæði varðandi aðdraganda mála, úrvinnslu þeirra og lausna. Munum að í einstaklingsmiðuðum skóla er líklegt að til séu einstaklingsmiðaðar viðbragðsáætlanir fyrir nemendur. Þær ber að kynna vel fyrir starfsfólki skólans og þeim nemendum sem þær eiga við.

Ástundunareinkunn og skráning í Mentor

Verklagsreglur vegna ástundunar og hegðunar nemenda

Einkunn 9 í ástundun Umsjónarkennari gerir nemanda grein fyrir stöðunni.
Einkunn 7-8 í ástundun Umsjónarkennari ræðir við nemandann og vekur athygli foreldra á stöðunni, með tölvupósti.
Einkunn 5-6 í ástundun Umsjónarkennari boðar og heldur fund með nemanda og foreldri. Umsjónarkennari kynnir stjórnendum málið.
Einkunn 3-4 í ástundun Stjórnandi boðar nemanda og foreldri til fundar ásamt umsjónarkennara. Stjórnandi leggur málið fyrir nemendaverndarráð til kynningar og umfjöllunar.
Einkunn 1-2 í ástundun Skólastjóri boðar nemanda og foreldri til fundar.Leitað eftir aðstoð hjá sérfræðingum utan skóla enda hafa úrræði innan skólans ekki dugað til úrbóta.

 

  • Nemendur í unglingadeild (8.-10. bekk) byrja með skólasóknareinkunnina 10 við upphaf hverrar annar og engar skráningar í Mentor (fyrir utan skráningar í dagbók).
  • Á tveggja vikna fresti birta umsjónarkennarar nemendum sínum stöðu þeirra þannig að hver og einn geti nákvæmlega fylgst með skólasóknareinkunn sinni og skráningarstöðu.
  • Á viku fresti er foreldrum sent yfirlit um ástundun og hegðun nemenda.
  • Allir nemendur geta sótt um hækkun skólasóknareinkunnar einu sinni á önn. Skólasóknareinkunn hækkar um 0,5 fyrir hverja viku sem skólasókn er óaðfinnanleg. Það sama gildir um neikvæðar skráningar.
  • Þeir nemendur sem sækja um hækkun gera það skriflega hjá umsjónarkennara sínum á þar til gerðum umsóknareyðublöðum.
  • Ávallt skal unnið í anda uppbyggingarstefnunnar með það í huga að bæta hegðun nemanda, ábyrgð og áhuga á menntun og miða að því að styrkja sjálfsmynd hans.