Matseðill

Matseðill

Matseðill

Matseðill

Matseðill

Matseðill

Heimsókn höfundar Benjamíns dúfu

By Guðfinna Birgisdóttir | 16. apríl 2021

Í 6. bekk hafa nemendur lesið söguna um Benjamín dúfu, horft á kvikmyndina og skrifað ritgerð. Á dögunum heimsótti Friðrik Erlingsson, höfundur sögunnar, okkur og sagði skemmtilega frá því hvernig sagan varð til, persónunum og sögusviðinu og gerð myndarinnar. Þetta var óvænt og skemmtileg heimsókn sem við kunnum vel að meta.

Stærðfræðikeppnin Pangea

By Guðríður Einarsdóttir | 9. apríl 2021

Stærðfræðikeppnin Pangea hefur verið haldin á Íslandi á hverju ári síðan 2016. Allir nemendur í 8. og 9. bekk geta tekið þátt í fyrstu umferð keppninnar. Stigahæstu keppendur úr fyrstu umferð komast áfram í aðra umferð og ræðst í þeirri umferð hverjir komast alla leið í úrslit. 3783 nemendur í 8. og 9. bekk um …

Stærðfræðikeppnin Pangea Read More »

Skólastarf hefst aftur 6. apríl

By birgir | 31. mars 2021

Í dag, 31. mars gaf heilbrigðisráðherra út nýja reglugerð um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar.  Takmarkanir eru þær sömu og giltu frá byrjun janúar s.l. Skólastarf í Sunnulækjarskóla hefst því að nýju 6. apríl n.k. samkvæmt gildandi stundaskrá. Akstursáætlun skólabíls verður með óbreyttum hætti frá sama tíma.

Lokun skóla vegna sóttvarna

By birgir | 24. mars 2021

Eins og lesa má á heimasíðu Heilbrigðisráðuneytis er grunn-, framhalds-, tónlistar- og háskólum lokað frá og með 25. mars og þar til hefðbundið páskafrí tekur við. Starfsemi Sunnulækjarskóla fellur því niður fram yfir páskaleyfi. Unnið er að reglum um fyrirkomulag skólahalds að loknu páskaleyfi og verða þær upplýsingar sendar foreldrum um leið og þær liggja …

Lokun skóla vegna sóttvarna Read More »

Lotukerfið – Samstarfsverkefni 5., 7. og 10. b

By Guðfinna Birgisdóttir | 5. mars 2021

Síðustu vikurnar hafa nemendur í 10. bekk verið að vinna samstarfsverkefni með nemendum í 5. og 7. bekk. 10. bekkur er búinn að vera að læra um lotukerfið í náttúrufræði og fengu til liðs við sig nemendur í 5. og 7. bekk sem voru í myndmenntasmiðjum, til að búa til lotukerfis listaverk í náttúrufræðistofuna. Nemendur …

Lotukerfið – Samstarfsverkefni 5., 7. og 10. b Read More »