Sérdeild Sunnulækjarskóla
Hlutverk sérdeildar Sunnulækjarskóla, Setursins er að veita nemendum með sérþarfir á Suðurlandi , fjölbreytt nám í hvetjandi námsumhverfi sem tekur mið af þörfum þeirra og stöðu, í samvinnu við heimaskóla.
Setrið er deild í Sunnulækjarskóla en sérstakur deildarstjóri ber ábyrgð á faglegu skólastarfi hennar. Deildin veitir nemendum með sérþarfir fjölbreytt nám sem tekur mið af þörfum þeirra og stöðu, Deildin sinnir einnig ráðgjafarhlutverki og á fulltrúa í stuðningsteymi nemenda.
Áhersla er lögð á að nemendur geti þroskað persónuleika sinn, hæfileika og sköpunargáfu, ásamt andlegri og líkamlegri getu og verið félagslega virkir þátttakendur í skólasamfélaginu þar sem byggt er á styrkleikum þeirra.
Þjónustusamningur:
1. Samkvæmt þjónustusamningi og með vísan til 42. gr. grunnskólalaga nr. 91/ 2008 og IV. kafla reglugerðar um stuðning við nemendur með sérþarfir í grunnskóla nr. 585/ 2010 sbr. breytingu nr. 148/ 2015 , rekur Sveitarfélagið Árborg sérdeild sem veitir nemendum með sérþarfir á Suðurlandi, fjölbreytt nám í hvetjandi námsumhverfi sem tekur mið af þörfum þeirra og stöðu, í samvinnu við heimaskóla. Nafn deildarinnar er Sérdeild Suðurlands, Setrið Sunnulækjarskóla.
2. Í 2.gr. reglugerðar um stuðning við nemendur með sérþarfir í grunnskólum nr. 585/ 2010 sbr. breytingu nr.148/ 2015 kemur fram að nemendur með sérþarfir teljast þeir sem eiga erfitt með nám sökum sértækra námsörðugleika, tilfinningalegra eða félagslegra erfiðleika og/ eða fötlunar, sbr. 2. gr. laga um málefni fatlaðs fólks nr. 59/ 1992 með síðari breytingum , langveikir nemendur, nemendur með þroskaröskun, geðraskanir og aðrir nemendur með heilsutengdar sérþarfir.
Stjórnun:
3. Sérdeild Suðurlands, Setrið Sunnulækjarskóla, er deild í Sunnulækjarskóla en sérstakur deildarstjóri ber ábyrgð á faglegu skólastarfi hennar. Skólastjóri Sunnulækjarskóla hefur umsjón með ráðningu deildarstjóra við sérdeildina og ráðningu annarra starfsmanna í samráði við hann.
4. Deildarstjóri sérdeildar skal hafa kennsluréttindi og menntun á sviði fötlunar og margbreytileika ásamt reynslu í kennslu og þjálfun nemenda með sérþarfir.
5. Við Sérdeild Suðurlands starfar fagráð sem skipað er Skólastjóra Sunnulækjarskóla (formaður) , deildarstjóra sérdeildar, sérfræðingi frá Skólaþjónustu Árborgar, sérfræðingi frá Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla - og Vestur -Skaftafellssýslu og sérfræðingi frá Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings. Fagráð hefur faglegt eftirlitshlutverk með starfi deildarinnar og fjallar um allar umsóknir sem berast til sérdeildar. Fagráð getur kallað til utanaðkomandi sérfræðinga í einstökum málum sbr. 4.gr starfsreglna fagráðs.
Skólaþjónusta:
6. Nemendur sem stunda nám í Sérdeild Suðurlands skulu hafa aðgang að skóla þjónustu sem tilheyrir þeirra heimaskóla skv. 4. gr. reglugerðar um sérfræðiþjónustu sveitarfélaga nr. 584/ 2010. Skólaþjónusta sem snýr að þjónustu kennsluráðgjafa, sálfræðinga, talmeinafræðinga og iðjuþjálfa. Komi til þess að nauðsynlegt teljist að sérfræðingur í skólaþjónustu Árborgar sinni þjónustu við nemendur í sérdeildinni sem eiga lögheimili utan Árborgar, er það gert með sérstöku samkomulagi á milli skólaþjónusta.
7. Starfsfólk Sérdeildar Suðurlands hefur aðgang að ráðgjöf frá skólaþjónustu Árborgar samkvæmt 40. gr. laga um grunnskóla nr. 91/ 2008 sbr. breytingu nr. 76/ 2016, 1. gr.
Markmið og hlutverk:
8. Hlutverk sérdeildar er að veita nemendum með sérþarfir á Suðurlandi , fjölbreytt nám í hvetjandi námsumhverfi sem tekur mið af þörfum þeirra og stöðu, í samvinnu við heimaskóla skv. 3., 4. og 8.gr. reglugerðar um stuðning við nemendur með sérþarfir nr. 585/ 2010 sbr. breytingu nr.148/ 2015 . Áhersla er lögð á að nemendur geti þroskað persónuleika sinn, hæfileika og sköpunargáfu, ásamt andlegri og líkamlegri getu og verið félagslega virkir þátttakendur í skólasamfélaginu þar sem byggt er á styrkleikum þeirra. Veita skal nemendum jöfn tækifæri til náms í samræmi við alþjóðlega samning a um réttindi barna og fatlaðs fólks. Tryggja aðgengi að viðeigandi tækjabúnað i, aðlöguðum námsgögnum og samskiptamáta, s.s. táknmáli, blindraletri , til að stuðla að sem bestri menntun, sjálfsstyrkingu og félagsþroska.
9. Sérdeild Suðurlands veitir jafnframt kennslufræðilega ráðgjöf til starfsfólks skóla og foreldra á Suðurlandi vegna nemenda með sérþarfir sem stunda nám í sínum heimaskólum, skv. 16. gr. reglugerðar um stuðning við nemendur með sérþarfir nr. 585/ 2010 sbr. 148/ 20 15. Komi til umfangsmeiri ráðgjafar í formi íhlutunar á kennsluháttum, þátttöku við uppsetningu á kennsluskipulagi og stuðning við teymisvinnu, skulu greiðslur fara samkvæmt 7. gr. þjónustusamnings Sveitarfélagsins Árborgar við Félags - og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur -Skaftafellssýslu og Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings.
10. Sérdeild Suðurland starfar eftir aðlagaðri skólanámskrá og starfsáætlun um innra skipulag skólastarfs skv. 29. gr. laga um grunnskóla nr. 91/ 2008. Árlegur starfstími fylgir skóladagatali Sunnulækjarskóla. Í námskrá deildarinnar eru hæfniviðmið, í hverju greinasviði aðalnámskrár , þrepaskipt í færniþrep. Samfélags- og náttúrugreinar eru aðlagaðar í samþætt nám undir heitinu SÁTT – félagsfærni og Þemanám þar sem tekið er mið af grunnþáttum menntunar . Hæfniviðmið í lykilhæfni fléttast inn í öll greinasvið en standa einnig sjálfstætt í samþættri námsgrein undir heitinu Lykilhæfni. Í aðlagaðri námskrá deildarinnar er jafnframt gerð grein fyrir þeim gildum sem starf deildarinnar byggist á, kennslufræðilegri stefnu, kennsluháttum og áherslum í námsmati, skv. 14. gr. reglugerðar um stuðning við nemendur með sérþarfir í grunnskólum nr. 585/ 2010 sbr. breytingu nr. 148/ 2015.
11. Í samræmi við 4.gr. reglugerðar um stuðning við nemendur með sérþarfir nr. 585/ 2010 sbr. breytingu nr.148/ 2015 er nemendum gefin kostur á því að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Í upphafi skólaárs fara nemendur í nemendaviðtal þar sem þeim gefst kostur á að leggja mat á styrkleika sína og áhugasvið. Nemendur fá einnig tækifæri til að tjá sig um hvað þeir vilji leggja rækt við á skólaárinu og hvernig þeim finnst best að læra. Upplýsingar úr viðtalinu er skráðar inn í þjónustuáætlun nemandans. Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks gerir kröfu um að allir hafi jafnan rétt til að fullþroska hæfileika sí na til að geta lifað sjálfstæðu lífi út frá eigin verðleikum. Réttur til menntunar telst til grundvallarmannréttinda til að sérhver manneskja geti notið þeirra lífsgæða að þroska eigið sjálf til fullnustu.
Starfshættir:
12. Móttökuáætlun skal gerð , í samræmi við 9.gr. reglugerðar um stuðning við nemendur með sérþarfir í grunnskólum nr. 585/ 2010 sbr. breytingu nr.148/ 2015 , fyrir nemendur sem eru að hefja skólagöngu eða að byrja nám við deildina . Í slíkri áætlun skal m.a. gera grein fyrir samstarfi innan skólans um skipulag kennslunnar, aðbúnaði, aðstöðu, notkun hjálpartækja, skipulagi einstaklingsnámskrár, kennsluháttum og námsmati, hlutverki umsjónarkennara, sérkennara og annarra fagaðila innan skólans og samstarfi við foreldra. Tilgreina skal áform skólans um stuðning við nemendur til félagslegrar þátttöku og virkni í skólasamfélaginu, svo sem í félagslífi og tómstundastarfi skólans. Í slíkri áætlun skal einnig gera grein fyrir samstarfi við aðra aðila utan skólans. Móttökuáætlun skal unnin af fulltrúum í teymi nemandans og í samstarfi við fagfólk í leik - eða grunnskóla sem nemandinn er að flytjast frá.
13. Vinna skal áætlun um stuðning í námi og kennslu skv. 10. gr. reglugerðar um stuðning við nemendur með sérþarfir nr. 585/ 2010 sbr. breytingu nr.148/ 2015 . Slík teymisáætlun er unnin af fagfólki deildarinnar og heimaskóla nemandans í teymisvinnu með nemendum, foreldrum, sérfræðingum í skóla -, félags - og heilbrigðisþjónustu. Í teymisáætlun skal skrá fulltrúa í teymi nemandans og festa niður fundaskipulag skólaársins. Gera skal grein fyrir þörf fyrir aðlögun í námi hvað varðar námsaðstöðu, námsgögn og vinnustýringu. Áætlunin skal grundvölluð á upplýsingum um heildaraðstæður nemenda og mati á stöðu þeirra í námi. Ennfremur skal áætlunin taka til annarrar þjónustu við fatlaða nemendur. Á teymisfundum skal meta hvernig aðlögunin gengur og hvað hindrar þátttöku. Teymisáætlunin skal undirrituð af fulltrúum í teyminu sem upplýst sam þykki fyrir aðlögun á skólastarfi.
14. Gera skal rökstudda einstaklingsnámskrá fyrir hvern nemanda, skv. 11.gr. reglugerðar um stuðning við nemendur með sérþarfir nr. 585/ 2010 sbr. breytingu nr.148/ 2015 . Einstaklingsnámskrá skal byggð á þrepaskiptum markmið um í námskrá deildarinnar, vera unnin í takt við áherslur í teymisáætlun og í samstarfi við fagfólk í heimaskóla nemandans. Einstaklingsnámskrá nemenda inniheldur námsmarkmið í námsgreinum þar sem þörf er á aðlögun , útskýringu á kennsluskipulag i ásamt upp lýsingum um námsgögn og námsefni. Stöðu nemenda í námi skal endurskoða með reglulegu námsmati í samstarfi fagfólks í heimaskóla og í sérdeild.
15. Gera skal einstaklingsbundna tilfærsluáætlun fyrir nemendur vegna fyrirhugaðs náms í framhaldsskóla , s kv. 17. gr. reglugerðar um stuðning við nemendur með sérþarfir nr. 585/ 2010 sbr. breytingu nr.148/ 2015 . Í áætluninni skulu vera upplýsingar um skólagöngu nemandans, námslega stöðu, þörf fyrir aðlögun í námi og námsaðstæðum og áform hans um frekara nám og þátttöku í atvinnulífi. Tilfærsluáætlun skal unnin af fulltrúum í teymi nemandans og í samstarfi við framhaldsskólann sem nemandinn stefnir á að stunda nám við.
Um starfsreglur:
16. Starfsreglur þessar eru endurskoðuð útgáfa af starfsreglum sem í gildi hafa verið frá 20. maí 2014 . Þær hafa verið endurskoðaðar með hliðsjón af núgildandi lögum og reglugerðum. Starfsreglurnar eru settar skv. 2. gr. þjónustusamnings Sveitarfélagsins Árborgar við Félags- og skólaþjónustu.
Reglur um innritun og útskrift nemenda úr sérdeild Sunnulækjarskóla.
1. gr.
Lagagrundvöllur.
Í reglum þessum er kveðið á um innritun og útskrift nemenda í sérdeild Sunnulækjarskóla. Reglurnar eru settar á grundvelli 20. gr. reglugerðar nr. 585/ 2010 og reglugerðar nr. 148/ 2015, um stuðning við nemendur með sérþarfir í grunnskóla. Sérdeild Sunnulækjarskóla er skilgreind sem 2. og 3. stigs úrræði skv. lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna nr. 86/ 2021.
2. gr.
Markmið.
Markmiðið með reglum um innritun og útskrift úr sérdeild Sunnulækjarskóla er að tryggja vandaða málsmeðferð og gæta jafnræðis við innritunar- og útskriftarferli.
3. gr.
Inntökuskilyrði.
Sérdeild Sunnulækjarskóla er fyrir nemendur í 1.- 10. bekk sem hafa fengið greiningu hjá viður- kenndum greiningaraðilum þar sem mat á umfangi stuðningsþarfa (SIS-C) staðfestir stuðningsþörf. Í undantekningartilvikum er hægt að heimila inntöku nemenda sem eru í greiningarferli hjá viðurkenndum greiningaraðilum og hafa ekki fengið staðfest SIS -C mat. Nemendur sem sækja um nám við sérdeild Sunnulækjarskóla stunda fullt nám við deildina í samræmi við viðmiðunarstundaskrá og eru skráðir nemendur við Sunnulækjarskóla.
4. gr.
Umsóknarferli.
Forsjáraðilar í samvinnu við þjónustuteymi samkvæmt lögum nr. 38/ 2018 eða s tuðningsteymi samkvæmt lögum nr. 86/ 2021 ef þjónusta barns er samþætt, geta sótt um nám í sérdeild Sunnulækjarskóla fyrir börn sem uppfylla inntökuskilyrði. Umsókn byggir á forsendum þjónustuáætlunar eða stuðningsáætlunar. Tekið er við umsóknum allt skólaárið og er það hlutverk skólastjórnenda að skila þeim til skóla - þjónustu Sveitarfélagsins Árborgar með rafrænum og öruggum hætti. Greiningargögn, skýrslur og þjónustuáætlun eða stuðningsáætlun nemenda skulu fylgja með umsókninni. Fyrir nemendur sem ekki hafa lögheimili í Sveitarfélaginu Árborg er umsókn um námsvist í sérdeild Sunnulækjarskóla jafngild umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags. Skal greiðsla fyrir námsvist fylgja gjaldskrá sérdeildar Sunnulækjarskóla sem endurskoðuð er árlega.
5. gr.
Fagráð.
Við sérdeildina starfar fagráð sem skipað er skólastjóra Sunnulækjarskóla, deildarstjóra sér deildar Sunnulækjarskóla og sérfræðingi skólaþjónustu Sveitarfélagsins Árborgar. Fagráð hefur fag legt eftirlits hlutverk með starfi sérdeildarinnar og fjallar um allar umsóknir sem berast. Fagráð sérdeildar fer yfir umsóknir, metur þær og kynnir sér umsækjendur og aðstæður þeirra í viðkomandi skóla. Allar athuganir fagráðs skulu gerðar í samráði við þjónustuteymi eða stuðnings- teymi og með samþykki forsjáraðila. Fagráð gætir ávallt jafnræðissjónarmiða við mat umsókna og forgangsraðar út frá stuðningsþörf nemenda. Fagráð áskilur sér allt að fjórum vikum til að yfirfara og meta umsóknir og skila af sér tillögum að afgreiðslu umsóknar til skólastjóra. Fagráð getur óskað eftir ráðgjöf frá utanaðkomandi sérfræðingum við mat á umsóknum.
6. gr.
Mat á umsóknum.
Við mat á umsóknum skal tekið mið af:
a. Fyrirliggjandi greiningu á fötlun nemandans frá viðurkenndum greiningaraðilum.
b. Mati á stuðningsþörf (SIS -C) frá Ráðgjafar- og greiningarstöð.
c. Mati á náms - og félagslegri stöðu nemandans og líðan.
d. Óskum forsjáraðila og nemanda að teknu tilliti til aldurs og þroska.
e. Mati á heildrænni stuðningsþörf sem kemur fram í þjónustuáætlun eða stuðningsáætlun og réttindum í samræmi við lög um grunnskóla
nr. 91/2008, reglugerð um stuðning við nemendur með sérþarfir í grunnskóla nr. 585/ 2010, sbr. reglugerð nr. 148/ 2015 og laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/ 2018.
7. gr.
Afgreiðsla umsókna.
Skólastjóri Sunnulækjarskóla á grundvelli tillagna fagráðs sérdeildar Sunnulækjarskóla tekur ákvörðun um samþykki eða synjun umsóknar á grundvelli fyrirliggjandi gagna og deildarstjóri sér- deildarinnar í umboði skólastjóra Sunnulækjarskóla tilkynnir forsjáraðilum um niðurstöðuna skriflega. Eftir að umsókn hefur verið samþykkt hefst undirbúningur móttöku barns í samráði við forsjáraðila og þjónustuteymi eða stuðningsteymi sé það til staðar. Sé ekki unnt að verða við umsókn tilkynnir skólastjóri um fyrirhugaða synjun í bréfi til forsjáraðila og skal ítarlegur rökstuðningur fylgja. Gefa skal foreldrum kost á að tjá sig um fyrirhugaða synjun áður en endanleg ákvörðun er tekin. Verði umsókn synjað endanlega eftir mat á athugasemdum frá forsjáraðilum skal skólastjóri tilkynna forsjáraðilum það skriflega og upplýsa þá um kærurétt skv. 47. gr. laga um grunnskóla nr. 91/ 2008. Sé umsókn synjað vegna aðstæðna í deildinni skal forsjár- aðilum gefinn kostur á að halda umsókn inni til umfjöllunar síðar.
8. gr.
Útskrift úr sérdeild í almennt skólastarf grunnskóla.
a. Telji nemandi, forsjáraðilar eða fagfólk sérdeildar að nemandi fái betur notið náms og kennslu við hæfi í almennu skólastarfi skal þjónustuteymi eða stuðningsteymi nemandans meta, í sam - vinnu við fagfólk og fagráð sérdeildar, hvort nemandinn skuli útskrifast úr sérdeildinni í almennt skólastarf með stuðningi. Nám í sérdeild er val forsjáraðila svo þeir geta ávallt óskað eftir útskrift úr sérdeild.
b. Taki þjónustuteymi eða stuðningsteymi nemandans ákvörðun um að nemandi færist yfir í almennt skólastarf meðan á grunnskólagöngu stendur skal gerð ný áætlun um lok náms við sérdeildina og aðlögun í nýjan skóla, sem tekur mið af gildandi þjónustuáætlun eða stuðningsáætlun.
c. Aðlögun að almennu skólastarfi er unnin í samvinnu við nemanda og forsjáraðila, þjónustuteymi eða stuðningsteymi hans, umsjónarkennara og aðra fagaðila frá viðkomandi grunnskóla og skólaþjónustu Sveitarfélagsins Árborgar sem koma að námi og skólagöngu nemandans. Í þjónustu áætlun eða stuðningsáætlun er tekið tillit til heildaraðstæðna nemandans og áætlun um aðlögun í almennt skólastarf.
d. Verði ágreiningur um útskrift nemanda úr sérdeild í almennt skólastarf tekur skólastjóri Sunnulækjarskóla endanlega ákvörðun sbr. 21. gr. reglugerðar um stuðning við nemendur með sérþarfir í grunnskólum nr. 585/ 2010. Skal ákvörðun tekin með hliðsjón af áliti nemanda, forsjáraðila og fagfólks með heildarhagsmuni nemandans að leiðarljósi. Ávallt skal reyna til þrautar að ná samkomulagi milli nemanda, forsjáraðila, skóla og fagfólks. Forsjáraðilum nemanda skal gefinn kostur á að koma á framfæri sjónarmiðum sínum og andmælum áður en ákvörðun er tekin um að flytja nemanda yfir í almennt skólastarf. Sé ákvörðun tekin um að flytja nemanda yfir í almennt skólastarf skal skólastjóri tilkynna það í bréfi til foreldra. Ákvörðun skal vera rökstudd og forsjár- aðilar upplýstir um kærurétt skv. 47. gr. laga um grunnskóla nr. 91/ 2008.
9. gr.
Útskrift að loknu grunnskólanámi.
Hefja skal gerð tilfærsluáætlun ar um skólaskil í 9. bekk í samræmi 17. gr. reglugerðar nr. 585/ 2010. Að mótun og gerð áætlunarinnar koma nemandi, forsjáraðilar, þjónustuteymi eða stuðn- ingsteymi nemanda, starfsfólk sérdeildar og aðrir fagaðilar sem koma að námi og skólagöngu nemandans. Í áætluninni skal taka tillit til heildaraðstæðna nemandans og skulu koma fram upplýsingar um skólagöngu hans, náms- og félagslega stöðu, einstaklingsnámskrá, áform hans um frekara nám og áhugamál. Í áætluninni skal koma fram hvernig vali á framhaldsnámi/ skóla er háttað, kynningum á þeim möguleikum sem fyrir hendi eru og aðlögun í nýjan skóla.
10. gr.
Útskrift vegna flutnings úr sveitarfélaginu.
Flytji nemandi úr Sveitarfélaginu Árborg skal gera áætlun um lok náms í sérdeildinni og aðlögun í það skólaúrræði sem tekur við. Að mótun og gerð áætlunar koma nemandi, forsjáraðilar, þjónustu- teymi eða stuðningsteymi hans, starfsfólk sérdeildarinnar, nýr umsjónarkennari og aðrir fagaðilar sem koma að námi og skólagöngu nemandans. Í áætluninni skal taka tillit til heildaraðstæðna nemandans og skulu m.a. koma fram upplýsingar um náms- og félagslega stöðu nemandans, einstaklingsnámskrá, virkni og líðan. Reglurnar taka gildi við staðfestingu mennta- og barnamálaráðuneytis.
Mennta- og barnamálaráðuneytinu, 11. desember 2023.
Útgáfudagur: 29. desember 2023