Sérdeild Suðurlands

Sérdeild Suðurlands, Setrið Sunnulækjarskóla, er deild í Sunnulækjarskóla en sérstakur deildarstjóri ber ábyrgð á faglegu skólastarfi hennar. Deildin veitir nemendum með sérþarfir í Árborg, Árnesþingi og Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu fjölbreytt nám sem tekur mið af þörfum þeirra og stöðu, í samvinnu við heimaskóla. Deildin sinnir einnig ráðgjafarhlutverki og leiðir þverfagleg stuðningsteymi nemenda. Hlutverk sérdeildar Suðurlands er að veita nemendum með sérþarfir á Suðurlandi , fjölbreytt nám í hvetjandi námsumhverfi sem tekur mið af þörfum þeirra og stöðu, í samvinnu við heimaskóla.

Áhersla er lögð á að nemendur geti þroskað persónuleika sinn, hæfileika og sköpunargáfu, ásamt andlegri og líkamlegri getu og verið félagslega virkir þátttakendur í skólasamfélaginu þar sem byggt er á styrkleikum þeirra.