Rafræn leyfisbeiðni í gegnum Minn Mentor

15. gr. ... Sæki foreldrar skólaskylds barns um tímabundna undanþágu þess frá
skólasókn í einstökum námsgreinum eða að öllu leyti er skólastjóra heimilt að veita slíka
undanþágu telji hann til þess gildar ástæður. Foreldrar skulu þá sjá til þess að
nemandinn vinni upp það sem hann kann að missa úr námi meðan á undanþágu stendur.

1. Aðstandendur þurfa að vera skráðir inn á Minn Mentor í gegnum vefinn
eða Appið til að sækja um leyfi.

2. Opnið ástundunarflísina:

3. Veljið ,,Umsóknir um leyfi“ og smellið á hnappinn, Óska eftir leyfi:

4. Fyllið út formið sem birtist (athugið ekki er nauðsynlegt að fylla út tími
frá/til)

 

Hér er einnig hægt að nálgast umsóknareyðublað í pdf formi