Læsisstefna

Læsisstefna skólans byggir á læsisstefnu sveitarfélagsins Árborgar (sjá tengil á heimasíðu skólans). Margir komu að gerð hennar og var hún unnin í anda hugmyndafræði lærdómssamfélagsins. Læsi er einn af grunnþáttum menntunar sem felur í sér lestur, talað mál, ritun og hlustun. Nauðsynlegt er að viðhalda og þróa lestrarfærni alla skólagönguna. Einnig þurfa áherslur í námi og kennslu að leggja grunn að ánægjulegri upplifun af lestri.

Okkar leið í íslenskukennslunni köllum við Uppsprettuna. Við tökum aðferðir og hugmyndafræði úr Byrjendalæsi og Vörðum og vegvísum m.a. til að byggja upp góða og heildstæða kennslu. Á hverju skólaári eru LOGOS skimanir í 3.,6. og 9. bekk auk þess er unnið með Lesfimi í öllum árgöngum skólans.