Bókasafn

Bókasafn I
Bókasafn II

Samkvæmt lögum um grunnskóla eiga allir nemendur að hafa aðgang að skólasafni. Eitt af meginverkefnum skólasafns er að stuðla að lestri og læsi. Skólasafnið hefur lestraránægju nemenda að leiðarljósi og vill stuðla að auknum áhuga á lestri með lestrarhvetjandi umhverfi og starfi.  Hér gegnir gott og fjölbreytt úrval bóka lykilhlutverki. Skólasafnið leggur sig einnig fram um að efla samstarf við kennara skólans og annað fagfólk og stefnir á að vera virkur þátttakandi í öllu skólastarfi.

Bókasafn skólans er opið á skólatíma alla virka daga. Allir nemendur skólans mega fá bækur að láni með sér heim.  Forráðamenn bera ábyrgð á bókum sem nemendur fá að láni og mikilvægt að þeir aðstoði börnin við að fara vel með þær og skila á réttum tíma.

Safnstjóri er Hrönn Sigurðardóttir Erludóttir og hefur hún umsjón með safninu og útlánum bóka.