Sérkennarar

Hlutverk og starf sérkennara er að annast sérkennslu fyrir nemendur sem þess þurfa samkvæmt megin markmiðum aðalnámskrá grunnskóla með hliðsjón af þörfum og þroska nemenda. Jafnframt að fylgjast með velferð nemenda, hlúa að þeim andlega og líkamlega í samræmi við eðli og þarfir hvers og eins svo að þau fái notið sín sem einstaklinga. Sérkennarar skólans vinna í náinni samvinnu við kennarateymin. Þar fá þeir upplýsingar um viðfangsefnin sem framundan eru og mæta þörfum skjólstæðinga sinna í takt við starfið í árgöngunum. Sérkennarar koma að mestu leyti að kennslu nemenda með sértæka námsörðugleika.

Helstu verkefni eru meðal annars:

 • Vinnur í nánu samstarfi við umsjónarkennarateymin.
 • Stuðningur við nemendur í öllum námsgreinum.
 • Sér um nám nemenda sem víkja verulega frá og þurfa einstaklingsnámskrá.
 • útbýr einstaklingsnámskrá - hæfniviðmið í Mentor út frá hæfni nemandans.
 • Sér um Logos skimun allra nemenda undir lesfimiviðmiði 1 í 3. 6. og 9. bekk fyrir og eftir átak.
 • Heldur utanum um lestrarspretti sem fara fram heima og í skóla í samvinnu við umsjónarkennara.
 • Reynt er eftir fremsta megni að hafa stuðning sérkennara inni á svæðum og forðast er að taka nemendur út af svæði nema þurfa  þyki.
 • Aðlögun námsefnis og námsefnisgerð.
 • Samráð við foreldra- teymisfundir vegna nemenda.
 • Teymisvinna og samvinna með kennurum.
 • Ráðgjöf til samstarfsfólks.
 • Samvinna með stoðþjónustu og deildarstjórum.

Einstaklingsnámsskrár - Einstaklingsnámskrá er námskrá gerð fyrir nemanda sem víkur frá Aðalnámskrá grunnskóla í einni eða fleiri námsgreinum. Til grundvallar henni liggur greining, sem staðfestir þroskafrávik eða annars konar frávik. Gera skal rökstudda
einstaklingsnámskrá fyrir hvern nemanda, skv. 11.gr. reglugerðar um nemendur með sérþarfir. Einstaklingsnámskrá skal byggð á hæfniviðmiðum í skólanámsskrá og vera unnin í takt við áherslur
í teymisáætlun og í samstarfi. Einstaklingsnámskrá nemenda inniheldur námsmarkmið í
námsgreinum þar sem þörf er á aðlögun, útskýringu á kennsluskipulagi ásamt upplýsingum um
námsgögn og námsefni. Stöðu nemenda í námi skal endurskoða með reglulegu námsmati í samstarfi fagfólks sem koma að námi nemandans.