Námskrá Sérdeildar Suðurlands
Íslenska | · Íslenskunámið leggur grunninn að færni nemandans til tjáskipta og til að afla sér upplýsinga.
· Námið fléttast inn í allar kennslustundir skóladagsins þar sem áhersla er lögð á að nemendur nái góðu valdi á að tjá sig um sínar þarfir og langanir með ólíkum leiðum og miðlum, eflist í læsi á umhverfi sitt og nái tökum á lestrartækni og ritun. · Hæfniviðmiðin eru flokkuð í fimm stigskipt þrep. · Efnistökin í íslensku taka mið af áhugasviði nemenda ásamt því að efnisþættir í samfélags- og náttúrugreinum eru markvisst samþættir við íslenskunámið. |
Tímafjöldi | Efnisþáttur | Kennsluaðferðir og skipulag | Námsgögn: Aðlögun í námi |
Samvera
Kl. 8.10 – 8.30 2,5 kennslustund |
Talað mál, hlustun, áhorf
Lestur og bókmenntir |
Umræður og spurningar.
Í samveru fá nemendur tækifæri til að æfa sig í skipulögðum samræðum í litlum hóp. |
Tímavakar og myndræn spjöld með vinnuferli.
Dagasögur hjá yngri nemendum. |
Áætlun
Kl. 8.30 – 9.30 7, 5 kennslustundir |
Lestur og bókmenntir
Ritun Málfræði |
Verkefnavinna á einstaklingsborðum
Í áætlunartímum er lögð áhersla á einstaklingsmiðaða vinnu nemenda að sínum hæfniviðmiðum. |
Áætlunarbækur af ýmsum gerðum.
Einstaklingsmiðað námsefni út frá hæfniviðmiðum. Aðgengi að tækni sem dregur úr hindrunum í námi: Foxit Reader, talgervill, kennsluforrit og öpp. |
Tækniþjálfun
6 kennslustundir |
Lestur og bókmenntir
Ritun
|
Stöðvavinna og leitarnám
Í tækniþjálfun er unnið með upplýsingalæsi og miðlun upplýsinga með tölvutæknina að leiðarljósi. |
Myndrænar vinnustýringar á renningum með fyrirmælum um verkefni í tölvum.
|
SÁTT og Þema 8 kennslustundir |
Talað mál, hlustun, áhorf
Lestur og bókmenntir
|
Skapandi verkefni, þrautalausnir, tjáning, leitarnám, verkefnavinna
Í Sátt og þema er unnið í litlum hópum. |
Einstaklingsmiðuð nálgun í stýringum til að styðja við virkni nemenda.
Unnið með fróðleik í máli og myndum.
|
Lykilhæfni
Kl. 13.00 – 13.40 5 kennslustundir |
Tjáning og miðlun Skapandi og gagnrýnin hugsun
Sjálfstæði og samvinna Nýting miðla og upplýsinga Ábyrgð og mat á eigin námi |
Sjálfstæð verkefnavinna
Í lykilhæfni fá nemendur tækifæri til að velja sér viðfangsefni eftir sínu áhugasviði. |
Valblað með fjölbreyttum verkefnum.
Tímaseðlar með myndrænum leiðbeiningum skref fyrir skref.
|
Námsmat: | Mat á hæfniviðmiðum í námsgrein og lykilhæfni | |||
1.önn | 2.önn | |||
Matsaðferðir | Námsmatsaðferðir:
Leiðsagnarmat á verkefnasafni Kannanir: munn- og skriflegar Skimunarpróf í lestri Sjálfsmat Raunfærnimat |
Námsmatsaðferðir:
Leiðsagnarmat á verkefnasafni Kannanir: munn- og skriflegar Skimunarpróf í lestri Sjálfsmat Raunfærnimat |
||
Vitnisburður | Leiðsagnarmat
Lýsandi endurgjöf á framvindu náms út frá hæfniviðmiðum í einstaklingsnámskrá og verkefnasafni. |
Vitnisburðarbók:
Mat á hæfniviðmiðum í einstaklingsnámskrá Umsögn um þekkingu, leikni og hæfni Niðurstöður sjálfsmats Mat á lykilhæfni |
||
Matsviðmið | ***
Hefur náð góðri færni og getur nýtt af öryggi. |
**
Hefur tileinkað sér færni að hluta en dagamunur er á því hvernig færni er nýtt. |
*
Hefur þörf fyrir áframhaldandi þjálfun í færni og tækifæri til að nýta hana. |
|
Íslenska: frumstig | |||
Þekking | Leikni | Hæfni | |
Að nemandi fái tækifæri til að átta sig á hvernig hægt er að hafa áhrif á umhverfið. | Að nemandi öðlist leikni í að gefa merki sem hægt er að lesa í. | Að nemandi geti nýtt hæfni sína til að auka vellíðan og öryggistilfinningu. | |
Efnisþættir | Hæfniviðmið | ||
Boðskipti
Hljóðamyndun og náttúruleg tákn
|
Sýni tilburði til boðskipta með hljóðamyndun, hreyfingum, svipbrigðum | ||
Bregðist við spjalli með hljóðamyndun eða látbragði | |||
Geti litið í átt og horft á hlut sem gefur frá sér hljóð | |||
Noti hljóð eða hljóðamyndun til tjáningar (ómarkviss) | |||
Tjái vilja sinn með hljóðamyndun eða látbragði | |||
Hermi eftir hljóðum | |||
Skynji og upplifi eftirvæntingu/áhuga | |||
Gefi merki með svipbrigðum og hljóðum hvort halda á áfram í leik/verkefni | |||
Svarar eigin nafni, t.d. með því að líta upp þegar nafn er nefnt. | |||
Bregðist við boðskiptatákni kennslustundar (hlutur=athöfn) með náttúrulegum táknum | |||
Sýni viðbrögð við stökum orðum, táknum eða merkjum með náttúrulegum táknum | |||
Sýni viðbrögð við einfaldri spurningu með með náttúrulegum táknum | |||
Boðskipti
Hlustun og skilningur |
Sýni umhverfishljóðum athygli/áhuga | ||
Sýni hlutum/fólki athygli/áhuga | |||
Sýni tónlist áhuga | |||
Sýni hljóðsögu áhuga | |||
Geti tekið þátt í samspili með kennara | |||
Sýni skilning á boðskiptatákni kennslustundar (hlutur=mynd= athöfn) | |||
Tengi hlutatákn við skólaverkefni/athafnir daglegs lífs | |||
Tengi ákveðna hreyfingu/verkefni við tónlist | |||
Fer eftir einföldum fyrirmælum, með vísbendingum. | |||
Geti tjáð val á milli viðfangsefna með náttúrulegum táknum | |||
Íslenska - forþjálfun | |||
Þekking | Leikni | Hæfni | |
Að nemandi afli sér þekkingar á hugtökum, táknum, myndum í umhverfinu og sem tengjast daglegu lífi. | Að nemandi öðlist leikni í að tjá sig um þarfir sínar og áhugamál með aðstoð mynda, tákna, hljóða, orða. | Að nemandi geti nýtt hæfni sína á hagnýtan hátt í daglegu lífi til að mæta grunnþörfum sínum og upplifa vellíðan. | |
Efnisþáttur | Hæfniviðmið | ||
Talað mál,
hlustun, áhorf |
Geti nýtt sér óhefðbundnar tjáskiptaleiðir til tjáskipta: Bliss, TMT, PECS, | ||
Geti tengt mynd/táknmynd við t.d. mat/atafnir/leikfang | |||
Geti látið óskir sínar í ljós með því að rétta fram mynd/táknmynd | |||
Geti látið óskir sínar í ljós með því að benda á mynd/táknmynd | |||
Geti aðgreint mynd/táknmynd úr möppu/renningi til tjáskipta (með því að rétta) | |||
Geti aðgreint mynd/táknmynd úr möppu/renningi til tjáskipta (með því að benda) | |||
Geti myndað setningu með mynd/táknmynd til tjáskipta | |||
Geti svarað spurningu með mynd/táknmynd til tjáskipta | |||
Geti sýnt og upplifað eftirvæntingu með svipbrigðum | |||
Geti svarar eigin nafni, t.d. með því að líta upp þegar nafn þess er nefnt | |||
Geti farið eftir einföldum fyrirmælum, með vísbendingum | |||
Geti bent á hlut, persónu og eða atburð | |||
Geti brugðist við einfaldri spurningu með hljóðum eða látbragði | |||
Geti náð athygli annarra með því að líta á, teygja sig í, gefa frá sér hljóð eða benda á hlut/persónu | |||
Geti notað samhljóða og sérhljóða sambönd sem líkjast því orði sem verið er að reyna að segja | |||
Geti litið í átt að og horft á hlut sem gefur frá sér hljóð | |||
Geti snúið sér í átt að og horft á manneskju sem er að tala | |||
Geti nýtt sér látbragð eða hljóð til að mótmæla athöfnum eða hlutum/fólki | |||
Geti vinkað eða notað aðra hreyfingu til að heilsa/kveðja aðra | |||
Geti brosað þegar það heyrir eða sér fullorðinn sem það þekkir | |||
Geti átt frumkvæði að því að heilsa og/eða kveðja þá sem það þekkir | |||
Geti haft ofan af fyrir sjálfum sér í leik | |||
Geti skipts á í samspili við aðra (hlusta, tala, fylgjast með) | |||
Geti sagt til um grunnþarfir sínar (svengd, þorsta, salerni) | |||
Geti sagt til um nafn og aldur | |||
Njóti þess að hlusta á sögur/hljóðefni | |||
Lestur og bókmenntir | Átti sig á umhverfishljóðum | ||
Átti sig á dagagestum | |||
Geti tengt dagagest við hlut í sögu | |||
Geti raðað dagagestum í rétta röð | |||
Geti tengt dagagesti við vikudag | |||
Geti raðað myndum úr sögu í atburðaröð (Dagasögur og annað efni) | |||
Geti tekið þátt í söng | |||
Læri söngtexta með dagagestum og þemalögum | |||
Ritun | Geti hreyft hönd frá úlnlið í notkun skriffæra | ||
Geti haldið á skriffæri | |||
Geti krassað á blað | |||
Geti krotað (sikk-sakk mynstur) | |||
Geti sporað eftir línu | |||
Geti sporað bókstafi | |||
Geti límt mynd/límmiða á línu, punktaröð, innan í ramma | |||
Geti haldið á skærum og klippt frjálst | |||
Teikni krossa með báðum höndum í einu (samhæfing) | |||
Íslenska - þrep 1 | |||
Þekking | Leikni | Hæfni | |
Að nemandi afli sér þekkingar á bókstöfum og hljóðum þeirra, þekki algengar orðmyndir og þekki til ævintýra. | Að nemandi öðlist leikni í að þekkja orðmyndir og að tengja saman hljóð stafa svo úr verði lesið og skrifað orð. | Að nemandi geti nýtt hæfni sína á hagnýtan hátt til að lesa til skilnings t.d. stundatöfluna og orðmyndir ásamt því að geta skrifað bókstafi sjálfstætt eftir hljóðum þeirra. | |
Efnisþáttur | Hæfniviðmið | ||
Talað mál, hlustun, áhorf |
Geti hlustað á fyrirmæli og fylgt þeim eftir | ||
Geti hlustað af athygli og áhuga á hljóðsögur og fróðleiksefni | |||
Geti tekið þátt í skipulögðum og frjálsum samræðum | |||
Þekki hugtök og orð sem tengjast tíma og athöfnum daglegs lífs | |||
Geti sagt eigin afmælisdag | |||
Geti farið eftir myndrænni stýringu s.s. stundatöflu | |||
Lestur og bókmenntir | Þekki lesáttina | ||
Þekki einstaka stafi og hljóð | |||
Geri greinarmun á litlum og stórum stöfum (aðgreina) | |||
Geti parað saman stóran og lítinn staf (sameina) | |||
Geti myndað öll hljóð og heiti bókstafa | |||
Geti tengt staf við táknmynd (fyrsta hljóð) | |||
Geti sundurgreint hljóð bókstafa: fremst, aftast og í miðju (hljóðgreining) | |||
Geti tengt saman hljóð bókstafa svo úr verði orð (hljóðtenging) | |||
Geti gert skil á algengum orðmyndum ( og, á, í, þetta, er, ekki, já, nei) | |||
Geti skoðað mynd og parað við rétt orð | |||
Geti lesið orð og parað við rétta mynd | |||
Geti lesið í atburðarás úr myndum og endursagt | |||
Geti svarað einföldum spurningum eftir upplestur | |||
Ritun | Teikni einföld form og táknmyndir | ||
Geti litað innan lína | |||
Geti teiknað einföld form og táknmyndir | |||
Geti teiknað persónu (Óli prik) | |||
Teikni sjálfsmynd | |||
Geti klippt eftir línu | |||
Geti dregið til stafs | |||
Þekki skriftaráttina | |||
Geti sporað fyrsta staf í nafni | |||
Geti skrifað fyrsta staf í nafni | |||
Geti sporað nafnið sitt | |||
Geti skrifað nafnið sitt | |||
Geti sporað orð | |||
Geti skrifað orð eftir forskrift | |||
Geti skrifað bókstafi eftir hljóðum þeirra | |||
Geti skrfað skrifað orð eftir hljóðun | |||
Geti búið til setningu úr 2-4 orðmyndum (raða orðum) | |||
Málfræði | Þjálfi minni: sjónrænt, heyrnrænt og raðminni | ||
Geti leikið sér með orð og merkingu | |||
Geti rímað og klappað samstöfur | |||
Geti gert greinamun á bókstöfum, hljóðum, orðum og málsgreinum | |||
Átti sig á mismunandi lengd orða (raða stöfum í orð eftir fyrirmynd) | |||
Átti sig á hugtakinu setning (röðun orða – Ég má fá... Ég heiti...) | |||
Íslenska - þrep 2 | |||
Þekking | Leikni | Hæfni | |
Að nemandi afli sér þekkingar í gegnum ólíka miðla (hljóð, mynd, ritað) og öðlist þekkingu á eiginleikum ritmáls. | Að nemandi öðlist leikni í að lesa lengri orð og skrifa orð með því að hljóða sig áfram. | Að nemandi geti nýtt hæfni sína á hagnýtan hátt til að afla sér gagnlegra upplýsinga og geti miðlað með mynd- og ritmáli. | |
Efnisþáttur | Hæfniviðmið | ||
Talað mál, hlustun, áhorf |
Geti hlustað og horft með athygli á upplestur, leikið efni, ljóð og söngva og greint frá upplifun sinni | ||
Geti nýtt orðaforða til að skilja samhengi og til tjáningar | |||
Geti tekið þátt í samræðum og rökræðum samkvæmt reglum | |||
Geti tjáð sig skýrt og greinilega | |||
Geti sagt frá atburðum í tímaröð | |||
Geti nýtt hljóðefni til fróðleiks og verkefnavinnu (hljóðsögur, talgervill) | |||
Geti nýtt sér og endursagt efni á rafrænu formi | |||
Lestur og bókmenntir | Þekki algengar orðmyndir, skilti og tákn í umhverfinu | ||
Geti lesið skrifaðan tíma á stundatöflu og auglýsingum og nýtt sér | |||
Geti lesið stuttar setningar með myndum ( orð + mynd) | |||
Geti lesið stuttar setningar og tengt við mynd | |||
Geti lesið léttan myndatexta lipurlega | |||
Geti lesið léttan texta lipurlega (án samhljóðasambanda ) | |||
Lesi orð með tvöföldum samhljóða og samhljóðasambönd | |||
Geti náð tökum á lestrartækni þannig að lestur verði lipur og skýr | |||
Geti valið sér lesefni/hljóðefni eftir áhuga og þörf | |||
Sýni skilning á innihaldi texta með því að merkja við rétta mynd | |||
Geti svarað einföldum spurningum út frá texta | |||
Sýni skilning á innihaldi lestexta með endursögn | |||
Geti nýtt orðaforða til að skilja texta | |||
Geti ráðið í merkingu orðs út frá samhengi | |||
Ritun | Geti teiknað samhverfar tröppur með báðum höndum i einu (samhæfing) | ||
Geti dregið rétt til stafs (þriggja fingra grip) | |||
Geti fylgt línu | |||
Geti skrifað orð skýrt og læsilega | |||
Geti skrifað 4-6 orða setningar | |||
Geti haft bil á milli orða | |||
Geti skrifað eftir forskrift í tölvu (finna stafi á lyklaborði) | |||
Geti ritað persónuupplýsingar t.d. nafn, heimilisfang, kennitölu og símanúmer | |||
Geti vandað frágang | |||
Málfræði | Geti leikið sér með orð og merkingu þeirra (búa til ný orð með stafakubbum) | ||
Geti sundurgreint og sameinað orðhluta í samsettum orðum (með stafakubbum) | |||
Geti greint helstu greinarmerkin- s.s. punkt, kommu og spurningarmerki | |||
Geti greint upphaf og endi málsgreinar þ.e. stór stafur og punktur | |||
Íslenska - þrep 3 | |||
Þekking | Leikni | Hæfni | |
Að nemandi afli sér þekkingar á reglum í ritmáli og geti nýtt í munnlegri og skriflegri frásögn. | Að nemandi öðlist leikni í að skrifa texta frá eigin brjósti og lesa sér til gagns. | Að nemandi geti nýtt hæfni sína á hagnýtan hátt t.d. við yndislestur, lestur fróðleiks á netinu eða í dagblöðum og til að tjá sig í rituðu máli. | |
Efnisþáttur | Hæfniviðmið: | ||
Talað mál, hlustun, áhorf |
Geti hlustað, tekið eftir og nýtt sér upplýsingar í töluðu máli til fróðleiks og skemmtunar | ||
Geti hlustað af athygli og beitt þekkingu sinni og reynslu til að meðtaka upplýsingarnar | |||
Geti notið myndefnis, upplestrar, leikins efnis og tónlistar og gert grein fyrir skoðun sinni | |||
Geti sagt frá eftirminnilegum atburði og lýst ákveðnu fyrirbæri | |||
Geti tjáð eigin skoðanir og tilfinningar og haldið athygli áheyrenda | |||
Geti tjáð sig með fjölbreyttum orðaforða | |||
Geti nýtt sér fjölmiðla, svo sem útvarp, sjónvarp, kvikmyndir og rafrænt efni til fróðleiks | |||
Geti svarað spurningum úr efni bæði munnlega og skriflega | |||
Geti endursagt aðalatriði úr efni sem hlustað hefur verið á eða lesið | |||
Geti lagt mat á upplýsingar og sagt frá afstöðu sinni og skoðun | |||
Lestur og bókmenntir | Geti lesið texta við hæfi með góðum hraða og af skilningi | ||
Geti lesið sér til ánægju og fróðleiks og sagt frá áhrifum sem texti hefur á hann | |||
Geti aflað upplýsinga úr bókum og fjölbreyttu rafrænu efni | |||
Geti greint og fjallað um aðalatriði í texta | |||
Geti lagt mat á gildi og trúverðugleika upplýsinga og túlkað þær | |||
Geti tengt þekkingu sína og reynslu við lesefni í því skyni að ná merkingu þess | |||
Geti unnið úr upplýsingum og nýtt við lausn verkefna | |||
Geti lesið úr táknmyndum og myndrænu efni, t.d. skýringarmyndum, kortum og myndritum | |||
Geti valið bók eða annað lesefni og lesið sér til ánægju. | |||
Ritun | Geti skrifað eftir upplestri | ||
Geti skrifað texta út frá mynd með atburðarás þ.e. upphaf, meginmál og endi | |||
Geti samið texta frá eigin brjósti, svo sem sögu, frásögn, ljóð eða skilaboð | |||
Geti svarað spurningum skriflega | |||
Geti fyllt persónuupplýsingar t.d. nafn, heimilisfang, kennitölu, símanúmer, netfang inn á eyðublað | |||
Málfræði | Geti raðað í rétta stafrófsröð og gert sér grein fyrir notagildi þess við leit og skipulag | ||
Geti nýtt sér helstu greinamerki í ritun | |||
Geri sér grein fyrir einkennum nafnorða (kyn, tala, greinir, fallbeyging, sérnöfn/samnöfn) | |||
Geti fundið nafnorð í texta | |||
Geri sér grein fyrir einkennum lýsingarorða (stigbreyting, fallbeyging) | |||
Geti fundið lýsingarorð í texta | |||
Geri sér grein fyrir einkennum sagnorða (hjálparorðið að) | |||
Geti fundið sagnorð í texta | |||
Geti leyst krossgátur, orðagátur, þrautir og fleira | |||
Stærðfræði | · Stærðfræðinámið leggur grunninn að færni nemandans til að skilja eiginleika hluta og samhengi þeirra við daglegt líf.
· Verkefni stærðfræðinnar eru að finna, skapa, tjá og útskýra hvers kyns regluleika, lögmál, kerfi og mynstur. Hún er þannig ein af mikilvægum leiðum mannsins til að skapa merkingu og skilja náttúru og samfélag. · Fyrsta stærðfræðireynsla barna er tengd við daglegt líf, leiki, spil og önnur áhugamál. · Leiðirnar í stærðfræðináminu eru því sem mest samofnar reynsluheimi nemandans og stærðfræðilegum úrlausnarefnum sem tengjast daglegu lífi ásamt beinni þjálfun í reikningsaðgerðum. · Hæfniviðmiðin eru flokkuð í fimm stigskipt þrep. |
Tímafjöldi | Efnisþáttur | Kennsluaðferðir og skipulag | Námsgögn: Aðlögun í námi |
Áætlun
Kl. 8.30 – 9.30 7,5 kennslustundir |
Tölur og reikningur
Algebra Rúmfræði og mælingar Tölfræði og líkindi |
Verkefnavinna á einstaklingsborðum
Í áætlunartímum er lögð áhersla á einstaklingsmiðaða vinnu nemenda að sínum hæfniviðmiðum. |
Áætlunarbækur af ýmsum gerðum.
Einstaklingsmiðað námsefni út frá hæfniviðmiðum. Aðgengi að tækni sem dregur úr hindrunum í námi: Foxit Reader, talgervill |
Tækniþjálfun
6 kennslustundir |
Að geta spurt og svarað með stærðfræði
Að kunna að fara með tungumál og verkfræði stærðfræðinnar Vinnubrögð og beiting stærðfræðinnar Rúmfræði og mælingar Tölfræði og líkindi |
Stöðvavinna og leitarnám
Í tækniþjálfun er unnið með grunnskilning á peningum, klukku og mælingum.
|
Verklegar æfingar ásamt verkefnablöðum. Numicon kubbar.
|
Lykilhæfni
Kl. 13.00 – 13.40 4 kennslustundir |
Tjáning og miðlun Skapandi og gagnrýnin hugsun
Sjálfstæði og samvinna Nýting miðla og upplýsinga Ábyrgð og mat á eigin námi |
Sjálfstæð verkefnavinna
Í lykilhæfni fá nemendur tækifæri til að velja sér viðfangsefni eftir sínu áhugasviði. |
Valblað með fjölbreyttum verkefnum sem reyna á ígrundun og stærðfræðileg úrlausnarefni.
Tímaseðlar með myndrænum leiðbeiningum skref fyrir skref.
|
Námsmat: | Mat á hæfniviðmiðum í námsgrein og lykilhæfni | |||
1.önn | 2.önn | |||
Matsaðferðir | Námsmatsaðferðir:
Leiðsagnarmat á verkefnasafni Kannanir: munn- og skriflegar Sjálfsmat Raunfærnimat |
Námsmatsaðferðir:
Leiðsagnarmat á verkefnasafni Kannanir: munn- og skriflegar Sjálfsmat Raunfærnimat |
||
Vitnisburður | Leiðsagnarmat
Lýsandi endurgjöf á framvindu náms út frá hæfniviðmiðum í einstaklingsnámskrá og verkefnasafni. |
Vitnisburðarbók:
Mat á hæfniviðmiðum í einstaklingsnámskrá Umsögn um þekkingu, leikni og hæfni
|
||
Matsviðmið | ***
Hefur náð góðri færni og getur nýtt af öryggi. |
**
Hefur tileinkað sér færni að hluta en dagamunur er á því hvernig færni er nýtt. |
*
Hefur þörf fyrir áframhaldandi þjálfun í færni og tækifæri til að nýta hana. |
|
Stærðfræði - Frumstig | |||
Þekking | Leikni | Hæfni | |
Að nemandi fái tækifæri til að átta sig á samspili sínu við umhverfið. | Að nemandi öðlist leikni í að átta sig á áreitum í umhverfinu. | Að nemandi geti nýtt hæfni sína til að njóta sín í daglegu lífi. | |
Efnisþættir | Hæfniviðmið | ||
Rökhugsun | Sýni viðbrögð þegar persóna eða hlutur hverfur úr augsýn | ||
Átti sig á orsakasamhengi – ég geri og eitthvað gerist | |||
Skynji athafnaröð og dagsrútínu – átti sig á hvað kemur næst | |||
Skynji og sýni viðbrögð við tónlist á tónbekk | |||
Kynnist hlutum sem eru ólíkir að eiginleikum | |||
Sýni sjónáreiti áhuga s.s óróum, sjónörvunarspjöldum og leikföngum | |||
Þekki aftur kunnuglega hluti | |||
Geti rannsakað hluti án þess að setja hendur/hluti í munn | |||
Kynnist því að gera til skiptis | |||
Geti endurtekið athafnir sem hafa borið árangur | |||
Geti hermt eftir athöfnum annarra | |||
Geti notað leikföng á ólíkan hátt (rúlla, raða, toga, ýta) | |||
Geti leitað að hlutum sem eru faldir | |||
Geti notað rofa /snertiskjá/höfuðrofa | |||
Geti notað einföld leikjaforrit til afþreyingar (staldrað við ákveðin tíma, haldið athygli) | |||
Geti beðið á milli aðgerða (rofi/snertiskjá) | |||
Geti tekið upp einn hluti í einu og sett á ákveðinn stað | |||
Geti flett harðspjalda bók með myndum/áþreifanlegum hlutum | |||
Forþrep | ||||
Þekking | Leikni | Hæfni | ||
Að nemandi afli sér þekkingar á hugtökum sem snerta daglegt líf og reynsluheim. | Að nemandi öðlist leikni í að vinna með stærðfræðileg hugtök sem tengjast daglegu lífi og reynsluheim. | Að nemandi geti nýtt hæfni sína í leik og starfi. | ||
Efnisþáttur | Hæfniviðmið | |||
Hugtakaskilningur | Venslahugtök: | Röðunarhugtök: | ||
Kynnist mismunandi stærð hluta (stór/lítill) | Kynnist röðunarhugtökum (fyrst/svo), (á undan, á eftir) | |||
Kynnist mismunandi lengd hluta (langt/stutt) | Formhugtök: | |||
Kynnist mismunandi hæð hluta (hátt/lágt) | Kynnist formhugtökunum hringur, þríhyrningur,
ferhyrningur, kubbur, teningur, kúla |
|||
Kynnist þykkt hluta (þykkkur/þunnur) | ||||
Kynnist fjölda (margir/fáir) | Tímaskilningur: | |||
Kynnist þyngd ( þungt/létt) | Kynnist tímahugtökunum dagur, nótt, í dag, í gær, á morgun, núna, á eftir | |||
Kynnist magn (mikið /lítið) | ||||
Rökhugsun |
Orsakaskilningur | |||
Sýni viðbrögð þegar persóna eða hlutur hverfur úr augnsýn | ||||
Átti sig á orsakasamhengi - ég geri og eitthvað gerist | ||||
Geri sér grein fyrir því hvernig dagurinn líður út frá athöfnum (skóladagurinn, frá morgni til kvölds) | ||||
Pörun: | ||||
Pari saman hluti sem heyra saman á einn eða annan hátt | ||||
Geti parað saman hlut og hlut | ||||
Geti parað saman mynd og mynd | ||||
Geti parað saman hlut og mynd af hlut sem tengjast t.d. blóm og vasi | ||||
Hluti eða myndir af hlutum með sömu eiginleika s.s. stærð, lögun, lit | ||||
Hluti eða myndir af hlutum sem eru andstæður | ||||
Flokkun: | ||||
Geti flokkað hluti og myndir eftir notkun og tilgangi s.s; farartæki, leikföng og mat | ||||
Geti flokkað hluti og myndir eftir eiginleikum (stærð, lögun, lit, áferð ofl.) | ||||
Flokki hluti og myndir eftir tveimur eða fleiri eiginleikum | ||||
Geti borið saman tvo hluti eftir eiginleikum og sagt til um hvor hluturinn er stærri, lengri, breiðari | ||||
Röðun | ||||
Geti raðað hlutum og myndum eftir eiginleikum | ||||
Geti raðað hlutum í mynstur eftir fyrirmynd | ||||
Geti búið til raðir eftir ákveðnu mynstri (stærð, lögun, lit) | ||||
Geti raðað eftir uppröðuðum mynstrum (perla/pinna) | ||||
Getur fundið út reglu sem ákveðin röð byggist á | ||||
Geti staðsett hluti rétt í ákveðinni röð | ||||
Tölur og reikningur | Geti parað saman eins tölustafi ( 1 - 10) | |||
Geti flokkað tölustafi eftir lögun | ||||
Geti raðað tölustöfum í röð eftir fyrirmynd | ||||
Kynnist fyrir hvaða fjölda hver tölustafur stendur ( 1 - 10) | ||||
1. þrep | |||||
Þekking | Leikni | Hæfni | |||
Að nemandi afli sér þekkingar í grunnþáttum stærðfræðinnar og kynnist peningum. | Að nemandi öðlist leikni í að þekkja tölutákn og reikna einföld dæmi. | Að nemandi geti nýtt hæfni sína með notkun á um hentugum verkfærum við úrlausn verkefna. | |||
Efnisþáttur | Hæfniviðmið | ||||
Hugtakaskilningur | Venslahugtök: | Röðunarhugtök: | |||
Átti sig á mismunandi stærð hluta (stærstur/minnstur) | Átti sig á röðun (fyrstur, síðastur, í miðjunni) | ||||
Átti sig á mismunandi lengd hluta (lengri/styttri) | Formhugtök: | ||||
Átti sig á mismunandi hæð hluta (hærri/lægri) | Átti sig á mismunandi formum (hringur, þríhyrningur, ferhyrningur, kubbur, teningur, kúla) | ||||
Átti sig á þykkt hluta (Þynnstur/breiður, mjór/sver) | |||||
Átti sig á fjölda (margir/fáir) | Staðsetningarhugtök: | ||||
Átti sig á þyngd ( þungt/létt) | Átti sig á staðsetningarhugtökum (fyrir ofan, fyrir
neðan, fyrir framan, fyrir aftan, yfir, undir) |
||||
Átti sig á magn (mikið /lítið) | |||||
Tungumál stærðfræðinnar og verklag | Að geta spurt og svarað með stærðfræði: | Geti leyst stærðfræðiþrautir með áþreifanlegum hlutum | |||
Að kunna að fara með tungumál og
verkfræði stærðfræðinnar: |
Geti nýtt sér hentug verkfæri við lausn verkefna t.d.
hlutbundin gögn, talnalínu, vasareikni og tölvur |
||||
Vinnubrögð og beiting stærðfræðinnar: | Geti unnið sjálfstætt og í hóp að lausnum stærðfræðiverkefna | ||||
Tölur og reikningur | Tölur og tugakerfi: | ||||
Geti talið upphátt upp í 10 | |||||
Geti talið upphátt upp í 20 | |||||
Geti skrifað og þekki tölutákn upp í 10 | |||||
Geti skrifað og þekki tölutákn upp í 20 | |||||
Geti parað saman fjölda við tölustaf upp í 10 | |||||
Geti parað saman fjölda við tölustaf upp í 20 | |||||
Geti raðað í rétta röð og fyllt í eyður á talnalínu 0-10 | |||||
Geti raðað í rétta röð og fyllt í eyður á talnalínu 11-20 | |||||
Samlagning og frádráttur: | |||||
Geti reiknað einföld samlagningardæmi 0-10 með hjálpargögnum | |||||
Geti reiknað einföld frádráttardæmi 0-10 með hjálpargögnum | |||||
Geti reiknað einföld samlagningardæmi 11-20 með hjálpargögnum | |||||
Geti reiknað einföld frádráttardæmi 11-20 með hjálpargögnum | |||||
Geti reiknað einföld samlagningardæmi 0-10 án hjálpargagna | |||||
Geti reiknað einföld frádráttardæmi 0-10 án hjálpargagna | |||||
Geti reiknað einföld samlagningardæmi 11-20 án hjálpargagna | |||||
Geti reiknað einföld frádráttardæmi 11-20 án hjálpargagna | |||||
Geti áttað sig á hugtökunum bæta við, leggja saman, samtals, taka af, draga frá og afgangs | |||||
Geti áttað sig á merkjunum +, - , = og nýtt sér vasareikni | |||||
Tíminn: | |||||
Þekki vikudagana og röð þeirra | |||||
Geti áttað sig á heila tímanum á skífuklukku/tölvuúri | |||||
Peningar: | |||||
Geti flokkað seðla og myntir eftir útliti | |||||
Rúmfræði og mælingar | Geti notað hugtök úr rúmfræði, til að tala um hluti og fyrirbrigði í daglegu lífi s.s. form, stærðir og staðs.) | ||||
Geti unnið með mælikvarða og lögun | |||||
Tölfræði og líkindi | Geti talið og flokkað hluti/myndir með sömu eiginleika s.s. lit, lögun, stærð ofl. | ||||
Geti talið og flokkað hluti/myndir sem eru andstæður | |||||
2. þrep | |||||
Þekking | Leikni | Hæfni | |||
Að nemandi afli sér frekari þekkingar í talnaskilningi, peningum, mælingum og tímaskilningi. | Að nemandi öðlist leikni í að reikna einföld dæmi án hjálpargagna. | Að nemandi geti nýtt hæfni sína á hagnýtan hátt í daglegu lífi t.d . með peninga og áttað sig á tímanum. | |||
Efnisþáttur | Hæfniviðmið | ||||
Hugtakaskilningur | Venslahugtök: | Röðunarhugtök: | |||
Þekki ólíka stærð hluta (stærri en, minni en og jafnstór) | Þekki ólík röðunarhugtök og geti nýtt (fyrsti, annar, síðastur, í miðjunni, næstur á undan, næstur á eftir, fyrir framan, fyrir aftan ) | ||||
Þekki ólíka lengd hluta (jafnlangur, lengstur, styttri en) | |||||
Þekki ólíka hæð hluta (hár, lægstur) | |||||
Þekki ólíka þykkt hluta (þykkur, þröngur, víður, grannur) | Formhugtök: | ||||
Þekki fjölda (flestir, fáir, fleiri en færri en, jafn margir) | Þekki heiti ólíkra forma (hringur, þríhyrningur, ferhyrningur, kubbur, teningur, kúla) | ||||
Þekki þyngd ( þungt/létt) | |||||
Þekki magn (mikið, minnst, jafn mikið, lítið, mest, engin) | |||||
Tungumál stærðfræðinnar og verklag | Að geta spurt og svarað með stærðfræði: | Geti nýtt eigin reynsluheim við lausn stærðfræðiþrauta | |||
Að kunna að fara með tungumál og
verkfræði stærðfræðinnar: |
Geti nýtt sér einföld stærðfræðitákn og tengt þau við daglegt líf | ||||
Vinnubrögð og beiting stærðfræðinnar: | Geti undirbúið og flutt kynningar á eigin vinnu í stærðfræði | ||||
Tölur og reikningur
|
Tölur og tugakerfi: | ||||
Geti talið upp í 50, 100 | |||||
Geti skrifað og þekki tölutákn upp í 50,100 | |||||
Geti parað saman fjölda við tölustaf upp í 50,100 | |||||
Geti raðað í rétta röð og fyllt í eyður á talnalínu 0-100 | |||||
Geti raðað tölum í rétt sæti í talnahús | |||||
Skilji hugtökin tugur og eining | |||||
Samlagning og frádráttur: | |||||
Geti reiknað einföld samlagningardæmi 0-50 með hjálpargögnum | |||||
Geti reiknað einföld frádráttardæmi 0-50 með hjálpargögnum | |||||
Geti reiknað einföld samlagningardæmi 0-50 án hjálpargagna | |||||
Geti reiknað einföld frádráttardæmi 0-50 án hjálpargagna | |||||
Geti reiknað samlagningardæmi með tveggja stafa tölu án þess að geyma | |||||
Geti reiknað frádráttardæmi með tveggja stafa tölu án þess að taka til láns | |||||
Geti geymt í einföldum samlagningardæmum | |||||
Geti tekið til láns í einföldum frádráttardæmum | |||||
Geti nýtt sér vasareikni í samlagningu og frádrætti | |||||
Margföldun og deiling: | |||||
Geti áttað sig á margföldun | |||||
Geti áttað sig á deilingu | |||||
Geti leyst einföld margföldunardæmi með hjálpargögnum | |||||
Geti leyst einföld margföldunardæmi án hjálpargagna | |||||
Geti leyst einföld deilingardæmi með hjálpargögnum | |||||
Geti leyst einföld deilingardæmi án hjálpargagna | |||||
Geti nýtt sér margföldunartöflu og önnur hjálpargögn | |||||
Námundun: | |||||
Geti námundað að næsta tug | |||||
Brot og hlutföll: | |||||
Geti notað einföld brot og hlutföll á myndrænu formi | |||||
2.þrep | |||||
Tíminn: | |||||
Geti áttað sig á heila tímanum á skífuklukku/tölvuúri | |||||
Geti áttað sig á hálfa tímanum á skífuklukku/tölvuúri | |||||
Geti nýtt klukku/úr í daglegu lífi | |||||
Þekki mánuði ársins og röð þeirra | |||||
Þekki árstíðirnar og geti tengt við mánuði ársins | |||||
Sýni skilning á tímahugtökum í daglegu lífi | |||||
Peningar: | |||||
Geti bent á umbeðna mynt | |||||
Geti bent á umbeðin seðil | |||||
Geti talið umbeðna mynt | |||||
Geti talið umbeðna seðla | |||||
Rúmfræði og mælingar |
Geti mælt ólíka mælieiginleika, s.s. lengd, flöt, rými, þyngd, tíma og hitastig með viðeigandi mælitæki | ||||
Geti mælt í mm og cm á reglustiku | |||||
Átti sig á gr og kg með notkun á vog | |||||
Átti sig á dl og l með notkun á mæliglösum | |||||
Geti talið út stærð flatar á myndrænu formi | |||||
Þekki rétt horn, hvasst og gleitt horn | |||||
Tölfræði og líkindi | Geti safnað gögnum í umhverfi sínu og um eigið áhugasvið | ||||
Geti talið og flokkað hluti og skráð niður | |||||
Geti lesið úr niðurstöðum sínum og sett upp í einföld myndrit | |||||
Geti tekið þátt í umræðum um gagnasöfnun | |||||
3. þrep | ||||
Þekking | Leikni | Hæfni | ||
Að nemandi afli sér áframhaldandi þekkingar í grunnþáttum stærðfræðinnar og vinni með margföldun og deilingu. | Að nemandi öðlist leikni í að nýta sér þær aðgerðir sem hann kann og á við hverju sinni. | Að nemandi geti nýtt hæfni sína á hagnýtan hátt í daglegu lífi við lausn raunverulegra stærðfræði úrlausnaefna. | ||
Efnisþáttur | Hæfniviðmið | |||
Tungumál stærðfræðinnar og verklag | Að geta spurt og svarað með stærðfræði: | Geti rökrætt af innsæi um stærðfræðiverkefni sem tengjast eigin reynsluheimi | ||
Að kunna að fara með tungumál og
verkfræði stærðfræðinnar: |
Geti tjáð sig munnlega og skriflega um lausnir stærðfræðiverkefna | |||
Vinnubrögð og beiting stærðfræðinnar: | Geti unnið sjálfstætt og í hóp við að finna lausnir á viðfangsefnum sem tengjast umhverfi og kynnt niðurstöður sínar | |||
Tölur og reikningur
|
Tölur og tugakerfi: | |||
Geti talið og skrifað upp í 500, 1000, 10000 | ||||
Geti raðað í rétta röð og fyllt í eyður á talnalínu | ||||
Skilji hugtökin hundrað og þúsund | ||||
Geti raðað tölum í rétt sæti í talnahús | ||||
Samlagning og frádráttur: | ||||
Geti geymt í samlagningardæmum | ||||
Geti tekið til láns í frádráttardæmum | ||||
Geti sett upp dæmi með þriggja og fjögurra stafa tölu og raðað í rétt sæti | ||||
Geti sett upp samlagningar- og frádráttardæmi og raðað í rétt sæti | ||||
Geti notað vasareikni þegar við á | ||||
Þekkir helstu merki á vasareikni og geti nýtt sér hann | ||||
Viti hvaða aðferð á að beita við lausn dæma í samlagningu, frádrætti, deilingu og margföldun. | ||||
Margföldun og deiling: | ||||
Geti notað margföldun | ||||
Geti notað deilingu | ||||
Kunni margföldunartöfluna | ||||
Brot og hlutföll: | ||||
Geti reiknað einföld brot og hlutföll | ||||
Geti gefið dæmi um og sýnt hvernig einföld brot og hlutföll eru notuð í daglegu lífi | ||||
Námundun: | ||||
Geti námundað að næsta hundraði | ||||
Geti námundað að næsta þúsund | ||||
Peningar: | ||||
Geti skipt hærri upphæðum í minni | ||||
Geti áttað sig á ódýrasta og dýrasta hlutnum í verslun/verðlista | ||||
Geti talið saman myntir og seðla og gefið til baka | ||||
Klukka: | ||||
Geti lesið af nákvæmni af skífuklukku/tölvuúri | ||||
Geti lesið skrifaðan tíma t.d. á stundatöflu og auglýsingum | ||||
Reikningur: | ||||
Geti leyst viðfangsefni sem sprottin eru úr daglegu lífi og umhverfi, með hugarreikningi, vasareikni, tölvuforritum og/eða skriflegum útreikningum | ||||
Efnisþáttur | 3. þrep | |||
Rúmfræði og mælingar | Geti rannsakað og gert tilraunir með rúmfræði á einfaldan hátt með því að nota tölvur og hlutbundin gögn | |||
Geti speglað og hliðrað flatarmyndum við rannsóknir á mynstrum sem þekja flötinn | ||||
Geti borið saman niðurstöður mismunandi mælinga og túlkað niðurstöður sínar | ||||
Geti mælt í mm, cm og m | ||||
Geti notað gr og kg við mælingar | ||||
Geti notað dl og l við mælingar | ||||
Geti unnið með mælikvarða | ||||
Geti reiknað út stærð mismunandi forma (flatarmál) | ||||
Geti reiknað út stærð mismunandi forma (ummál) | ||||
Geti mælt horn | ||||
Tölfræði og líkindi
|
Geti lesið upplýsingar úr ýmsum myndum og kortum | |||
Geti lesið og búið til myndrit út frá upplýsingum (súlurit,línurit, kökurit) | ||||
Geti merkt inn í hnitakerfi | ||||
Geti tekið þátt í umræðum um tilviljanir og líkur, s.s. hvað er líklegt að muni gerast og hvað er tilviljunum háð | ||||
Algebra | Geti kannað, búið til og tjáð sig um reglur í talnamynstrum og öðrum mynstrum á fjölbreyttan hátt og spáð fyrir um framhald mynsturs, t.d. með því að nota líkön og hluti |
Lykilhæfni | · Lykilhæfni er sú hæfni sem snýr að nemandanum sjálfum og er ætlað að stuðla að alhliða þroska hans.
· Menntagildi lykilhæfni felst meðal annars í því að þroska sjálfsvitund og samskiptahæfni nemenda og búa þá undir virka þátttöku í lýðræðissamfélagi. · Lykilhæfnin snýr að hæfni í tjáningu og miðlun, skapandi og gagnrýninni hugsun, sjálfstæði og samvinnu, nýtingu miðla og upplýsinga og ábyrgð og mat á eigin námi. · Lykilhæfni tengist öllum námssviðum og styður vel við samþættingu námsgreina. · Lykilhæfnin er sett upp sem samþætt kennslustund í lok skóladags þar sem verklag miðar allt að því að efla og þjálfa lykilhæfni nemenda. |
Námsgrein | Efnisþættir | Kennsluaðferðir og skipulag | Námsgögn: Aðlögun í námi |
Lykilhæfni | Tjáning og miðlun
Skapandi og gagnrýnin hugsun Sjálfstæði og samvinna Nýting miðla og upplýsinga Ábyrgð og mat á eigin námi |
· Nemendur velja sér verkefni fyrir vikuna á valblaði.
· Nemendur vinna eftir tímaseðli, þau verkefni sem í boði eru hverju sinni. · Nemendur leggja mat á eigin frammistöðu og hópsins í lok tímans. |
· Tímaseðil gefur skýr fyrirmæli um vinnuferli.
· Fjölbreytt úrval námsgagna fyrir þau verkefni sem í boði eru hverju sinni s.s tölvur, i-pad, spil, púsl, bækur, tónlist, hundar, hestar, náttúran, stofnanir og ýmiskonar annar efniviður. |
Námsmat: | Mat á hæfniviðmiðum í námsgrein og lykilhæfni | |||
1.önn | 2.önn | |||
Matsaðferðir | Námsmatsaðferðir:
Sjálfsmat Jafningjamat |
Námsmatsaðferðir:
Sjálfsmat Jafningjamat |
||
Vitnisburður | Leiðsagnarmat
Lýsandi endurgjöf á framvindu náms út frá hæfniviðmiðum og verkefnasafni. |
Vitnisburðarbók:
Niðurstöður sjálfsmats Umsögn út frá hæfniviðmiðum |
||
Matsviðmið | ***
Hefur náð góðri færni og getur nýtt af öryggi. |
**
Hefur tileinkað sér færni að hluta en dagamunur er á því hvernig færni er nýtt. |
*
Hefur þörf fyrir áframhaldandi þjálfun í færni og tækifæri til að nýta hana. |
|
Lykilhæfni | |||
Þekking | Leikni | Hæfni | |
Að nemandi afli sér þekkingar á mæltu og rituðu máli og skapandi notkun þess. | Að nemandi öðlist leikni í að tjá hugsanir, tilifnningar og skoðanir með mæltu og rituðu máli. | Að nemandi geti nýtt hæfni sína til að taka þátt í samræðum og rökræðum og miðlað skoðunum sínum á viðeigandi hátt. | |
Efnisþáttur | Hæfniviðmið | ||
Tjáning og miðlun | Geti valið sér verkefni á valblaði | ||
Getið tjáð óskir um verkefni | |||
Geti sagt frá eigin viðfangsefnum | |||
Geti lagað tjáningu sína að þörfum viðmælanda | |||
Geti notað viðeigandi hugtök og orðaforða í takt við umfjöllunarefni | |||
Geti rætt á viðeigandi og skýran hátt um málefni | |||
Geti gert grein fyrir hugsunum, tilfinningum og skoðunum sínum á viðeigandi hátt | |||
Geti hlustað eftir upplýsingum og rökum í samræðum | |||
Geti rökstutt mál sitt | |||
Geti tekið tillit til ólíkra sjónarmiða | |||
Lykilhæfni | |||
Þekking | Leikni | Hæfni | |
Að nemandi afli sér þekkingar á mismunandi sjónahornum, gagnrýnni og skapandið hugsun. | Að nemandi öðlist leikni í að beita gagnrýnni og skapandi hugsun við úrlausn verkefna. | Að nemandi geti nýtt hæfni sína til að draga ályktanir út frá mismunandi sjónarhornum með gagnrýnni og skapandi hugsun. | |
Skapandi og gagnrýnin hugsun | Geti tekið þátt í að skipuleggja aðferðir til að leysa verkefni | ||
Geti spurt spurninga til að setja saman áætlun um úrlausn verkefna | |||
Geti tekið þátt í að skilgreina viðmið um árangur | |||
Átti sig á að hægt er að komast að fleiri en einni niðurstöður við úrlausn verkefna | |||
Geti lært af mistökum og nýtt á skapandi hátt | |||
Sýni áræðni þegar tekist er á við ný verkefni | |||
Geti leitað nýrra lausna | |||
Geti tekist á við breytingar á verkefnum | |||
Geti greint á milli staðreynda og skoðana | |||
Geti dregið eigin ályktanir og tekið upplýsta afstöðu til upplýsinga | |||
Geti tekið tillit til mismunandi sjónarhorna í úrlausn verkefna | |||
Lykilhæfni | |||
Þekking | Leikni | Hæfni | |
Að nemandi afli sér þekkingar á eigin styrkleikum og sjálfsmynd. | Að nemandi öðlist leikni í að vinna sjálfstæt, í samstarfi við aðra og undir leiðsögn. | Að nemandi geti nýtt hæfni sína til að taka virkan þátt í námi og félagsstarfi og sýni ábyrgð í verki. | |
Sjálfstæði og samvinna | Geti sýnt frumkvæði í að velja sér viðfangsefni til afþreyingar eftir áhugasviði | ||
Geti staðið við val sitt | |||
Getið náð í tímaseðil, gögn og farið á viðeigandi kennslusvæði | |||
Geti unnið eftir fyrirmælum á tímaseðli | |||
Geti borið ábyrgð á eigin verkefnum og vinnubrögðum | |||
Geti gert sér grein fyrir styrkleikum sínum | |||
Geti mótað skýra sjálfsmynd út frá styrkleikum sínum og virkri þátttöku | |||
Geti unnið með öðrum að skipulögðum verkefnum í námi og félagsstarfi | |||
Geti gert sér grein fyrir eigin hlutverki í samstarfi | |||
Geti tekið jákvæðan þátt í leik og starfi í skólasamfélaginu | |||
Geti tekið uppbyggilegri leiðsögn á jákvæðan hátt | |||
Lykilhæfni | |||
Þekking | Leikni | Hæfni | |
Að nemandi öðlist þekkingu á margvíslegum miðlum í þekkingarleit sinni. | Að nemandi öðlist leikni í að beita ólíkum miðlum við öflun og miðlun upplýsinga. | Að nemandi geti nýtt hæfni sína til að vinna á ábyrgan, skapandi og gagnrýninn hátt með upplýsingar. | |
Nýting miðla og upplýsinga | Geti nýtt sér upplýsingar af tímaseðli til að hefja verkefnið | ||
Geti nýtt sér upplýsingar af tímaseðli til að halda sér að verki | |||
Geti leitað sér upplýsinga með ólíkum miðlum | |||
Geti aflað sér gagnlegra upplýsinga með margvíslegum miðlum | |||
Geti notað miðla nokkuð sjálfstætt við nýsköpun, hugmyndavinnu og kynningu efnis | |||
Geti miðlað upplýsingum á skapandi hátt | |||
Sýni ábyrgð í meðferð og dreifingu upplýsinga | |||
Nýti samskiptamiðla af ábyrgð | |||
Lykilhæfni | |||
Þekking | Leikni | Hæfni | |
Að nemandi öðlist þekkingu á raunhæfum markmiðum í námi. | Að nemandi öðlist leikni í að leggja mat á eigin vinnubrögð og frammistöðu. | Að nemandi geti nýtt hæfni sína til að geta skipulagt og borið ábyrgð á eigin námi. | |
Ábyrgð og mat á eigin námi | Geri sér grein fyrir styrkleikum sínum og hvar hann getur gert betur í námi | ||
Geti borið ábyrgð á eigum sínum og skólagögnum | |||
Geti sett sér með aðstoð raunhæf markmið í námi og unnið eftir þeim | |||
Þekki og geti farið eftir hlutverki sínu sem nemandi | |||
Geti lagt mat á eigin frammistöðu | |||
Geti lagt mat á frammistöðu hópsins | |||
Geti tekið þátt í að skipuleggja eigið nám |
Félagsfærni | · SÁTT – félagsfærni fellur undir samfélagsgreinar með áherslu á hugar- og félagsheim.
· Hæfniviðmiðin eru flokkuð í efnisþætti og samþætt við grunnþætti menntunar. · Efnisþættirnir færni í athöfnum daglegs lífs, þátttaka í athöfnum daglegs lífs og félagsþroski eru viðaukar við greinasviðið. · Kennsluskipulag í SÁTT tímum tekur mið af samþættingu við grunnþættina sex. · Í SÁTT kennslustundum er námið skipulagt í takt við einstaklingsmiðaðar þarfir hvers nemanda og áhersla lögð á færnimiðaða þjálfun og kennslu. · Námið fléttast inn í aðrar námsgreinar yfir skóladaginn þar sem fjölmörg tækifæri gefast nemendum til að átta sig á sjálfum sér, mynda og þróa tengsl sín við aðra. · Færniþjálfun í athöfnum daglegs lífs er veigamikill þáttur í heildstæðu skólastarfi. |
Tímafjöldi | Efnisþáttur | Kennsluaðferðir og skipulag | Námsgögn: Aðlögun í námi |
Samvera
Kl. 8.10 – 8.30 2,5 kennslustund |
Samfélagsgreinar
Hugarheimur: Sjálfsmynd Félagsheimur: Samskipti |
Umræður og spurningar.
Í samveru fá nemendur tækifæri til að æfa sig í skipulögðum samræðum í litlum hóp. |
ART færni nýtt til að æfa hlustun og þátttöku í samræðum markvisst. |
Áætlun
Kl. 8.30 – 9.30 10 kennslustundir |
Samfélagsgreinar
Hugarheimur: Sjálfsmynd Félagsheimur: Samskipti |
Verkefnavinna á einstaklingsborðum:
Nemendur skipuleggja vinnu sína með áætlunarbókum eða myndrænum stýringum. |
Áætlunarbækur, myndrænar stýringar til að virkja nemendur til sjálfstæðis og virkni. |
Tækniþjálfun
Kl. 9.50 – 11.10 6 kennslustundir |
Samfélagsgreinar
Hugarheimur: Sjálfsmynd Félagsheimur: Samskipti |
Stöðvavinna:
Nemendur vinna verkefni í takt við sín námsmarkmið. Æfing í að fara eftir fyrirmælum, takast á við ný verkefni og fara á milli svæða. |
Sjónrænar vísbendingar um vinnusvæði. Skýrar verklýsingar sem styðja við virkni og skapa öryggi. |
SÁTT Kl. 11.20 – 12.40 6 kennslustundir |
Samfélagsgreinar
Hugarheimur: Sjálfsmynd Félagsheimur: Samskipti |
Kveikja: Hlusta á fróðleik, taka þátt í umræðum og vinna verkefni.
Sjálfstæð vinna: Nálgast verkefni í hillu og vinna sjálfstætt við sitt borð. Hópvinna: Vinna margvísleg verkefni sem reyna á samstarf og lausnamiðaða hugsun. |
Kveikja: Fróðleikur, umræður og verkefnavinna út frá markmiðum.
Sjálfstæð vinna: Verkleg verkefni í anda TEACCH sem þjálfa skipuleg og sjálfstæð vinnubrögð. Hópvinna: Námsgögnin byggjast á ART félagsfærniþjálfun, Uppeldi til ábyrgðar og CAT kassanum. |
Lykilhæfni
Kl. 13.00 – 13.40 4 kennslustundir |
Tjáning og miðlun
Skapandi og gagnrýnin hugsun Sjálfstæði og samvinna Nýting miðla og upplýsinga Ábyrgð og mat á eigin námi |
Sjálfstæð verkefnavinna
Í lykilhæfni fá nemendur tækifæri til að velja sér viðfangsefni eftir sínu áhugasviði. |
Valblað með fjölbreyttum verkefnum.
Tímaseðlar með myndrænum leiðbeiningum skref fyrir skref.
|
Færni í athöfnum daglegs lífs | Skóladagurinn | Sýnikennsla og færniþjálfun:
Þrepaskipt þjálfun sem fer fram í raunaðstæðum. |
Sjónrænar verkstýringar og merkingar í umhverfi sem gefa vísbendingar um næstu skref. |
Námsmat: | Mat á hæfniviðmiðum í námsgrein og lykilhæfni | |||
1.önn | 2.önn | |||
Matsaðferðir | Námsmatsaðferðir:
Leiðsagnarmat Sjálfsmat Raunfærnimat á ADL færni |
Námsmatsaðferðir:
Leiðsagnarmat Sjálfsmat Raunfærnimat á ADL færni |
||
Vitnisburður | Leiðsagnarmat
Lýsandi endurgjöf á framvindu náms út frá hæfniviðmiðum og verkefnasafni. Niðurstöður sjálfsmats og mat á lykilhæfni. |
Vitnisburðarbók:
Skráning á gátlista og umsögn Niðurstöður sjálfsmats Mat á lykilhæfni |
||
Matsviðmið | ***
Hefur náð góðri færni og getur nýtt af öryggi. |
**
Hefur tileinkað sér færni að hluta en dagamunur er á því hvernig færni er nýtt. |
*
Hefur þörf fyrir áframhaldandi þjálfun í færni og tækifæri til að nýta hana. |
|
Kveikja | Heilbrigði og velferð - Læsi | ||
Nemendur fara á milli stöðva. Á stöðinni kveikja fer fram kynning á viðfangsefnum. Námið fer fram í umræðuformi með aðstoð fróðleiks á upplýsingaspjöldum ásamt skriflegum verkefnum og tjáningu í máli og myndum. Námsefni er að mestu hannað og sett saman út frá námsmarkmiðum hvers nemanda. |
|||
Þekking | Leikni | Hæfni | |
Að nemandi afli sér þekkingar á ólíkum tilfinningum, skrifuðum og óskrifuðum reglum samfélagsins. | Að nemandi öðlist leikni í að skynja eigin tilfinningar og bregðast við þeim á viðeigandi hátt. | Að nemandi geti nýtt hæfni sína til að sýna ábyrgð gagnvart sjálfum sér og öðrum í samskiptum 0g í verki. | |
Efnisþáttur | Hæfniviðmið | ||
Hugarheimur:
Sjálfsmynd Tilfinningar Sjálfsvitund Siðgæðisvitund Tjáning |
Geti lýst tilfinningum svo sem gleði, sorg, reiði og áhrifum þeirra á hugsun og hegðun | ||
Geti sagt frá sjálfum sér (sjálfsskilningur, hver er ég, hvers vegna?) | |||
Geri sér grein fyrir þörf sinni fyrir næringu, hvíld, hreyfingu og hreinlæti | |||
Geti greint ytri og innri kveikjur og fundið leiðir til sjálfstjórnar (dempara) | |||
Geri greinarmun á viðeigandi og óviðeigandi hegðun/ hugsun (í takt við aldur) | |||
Þekki viðeigandi leiðir til að ná athygli | |||
Átti sig á daglegu skipulagi, röð athafna | |||
Átti sig á tilgangi á reglum í samfélaginu (skrifuðum/óskrifuðum) | |||
Geti beðið um hjálp og/eða leitað eftir henni | |||
Félagsheimur
Samskipti Félagsvitund Samfélagsreglur Vinátta |
Fái innsýn í verkfæri UTÁ og geti nýtt í daglegu lífi (þarfahring, mitt og þitt hlutverk, þríhorn) | ||
Átti sig á hvað er líkt og ólíkt með kynjunum (kyn, kynhneigð, ólík kynhlutverk) | |||
Geri greinarmun á kunningsskap, vináttu og ástarsambandi | |||
Geti nýtt sér félagsfærnisögur og ART færni til árangurs í samskiptum | |||
Geti bent á fyrirmyndir sem hafa mótandi áhrif | |||
Geti fundið leiðir til að takast á við óvæntar breytingar og/eða þrýsting frá félögum | |||
Geti sýnt ábyrgð í samskiptum við aðra | |||
Geti rætt um eigin athafnir og átti sig á afleiðingum þeirra | |||
Sýni nemendum og starfsfólki áhuga | |||
Sjálfstæð vinna | Sjálfbærni og sköpun | ||
Nemendur fara á milli stöðva. Á stöðinni Sjálfstæð vinna er áhersla lögð á sjálfstæða verkefnavinnu nemenda. Sérstök áhersla er lögð á verklag og færni nemenda í því að nálgast verkefni og vinna sjálfstætt í anda TEACCH vinnubragða. Námsgögn eru verkleg sem þarf að handfjatla og velta vöngum yfir.
|
|||
Þekking | Leikni | Hæfni | |
Að nemandi afli sér þekkingar á réttindum sínum og skyldum í samfélaginu. | Að nemandi öðlist leikni í að tileinka sér jákvæð lífsviðhorf og gildi gagnvart sjálfum sér og öðrum í samfélaginu. | Að nemandi geti nýtt hæfni sína til að leggja mat á ólíkar skoðanir og hafi hæfni til að bregðast við á ábyrgan hátt. | |
Efnisþáttur | Hæfniviðmið | ||
Hugarheimur
Sjálfsmynd Tilfinningar Sjálfsvitund Siðgæðisvitund Tjáning |
Átti sig á mikilvægi jákvæðra viðhorfa og lífsgilda fyrir sjálfan sig | ||
Sýni jákvætt viðhorf til verkefna | |||
Þekki og geti tileinkað sér hlutverk sitt í skólanum | |||
Geti lagt mat á eigin færni (styrk og veikleika) | |||
Geri sér grein fyrir jafngildi sínu og annarra manna (jafnrétti) | |||
Geti sett sér raunhæf markmið | |||
Tileinki sér skipuleg vinnubrögð á vinnusvæði (innra skipulag) | |||
Geti komið óskum sínum og skoðunum á framfæri | |||
Félagsheimur
Samskipti Félagsvitund Samfélagsreglur Vinátta
|
Átti sig á réttindum sínum og skyldum í nærsamfélaginu | ||
Geti fylgt fyrirmælum í skólastarfi | |||
Geti sýnt ábyrgð í samskiptum við aðra | |||
Getur borið ábyrgð á eigum sínum og annarra | |||
Geti hætt verki á tilsettum tíma með/án stuðnings ( stundaskrá, tímavakar, myndræn stýring, munnleg fyrirmæli) | |||
Geti fest hugann við úrlausn verkefna þrátt fyrir truflun á vinnusvæði | |||
Þekki til sáttmála Sameinuðu þjóðanna (Barnasáttmála og sáttmála um réttindi fatlaðs fólks) | |||
Geti metið og brugðist við ólíkum skoðunum og upplýsingum án fordóma | |||
Geti beðið einhvern um að leika | |||
Átti sig á hvernig hægt er að eignast traustan vin | |||
Hópvinna | Lýðræði og mannréttindi - Jafnrétti | ||
Nemendur fara á milli stöðva. Á stöðinni Hópvinna vinna nemendur margvísleg verkefni sem reyna á samstarf og lausnamiðaða hugsun. Námsgögnin byggjast á ART félagsfærniþjálfun, Uppeldi til ábyrgðar og CAT kassanum.
|
|
||
Þekking | Leikni | Hæfni | |
Að nemandi afli sér þekkingar á ólíkum aðstæðum fólks. | Að nemandi öðlist leikni í samskiptum í daglegu lífi. | Að nemandi geti nýtt hæfni sína til að setja sig í spor annarra og sýna öðrum umburðarlyndi. | |
Efnisþáttur | Hæfniviðmið | ||
Hugarheimur
Sjálfsmynd Tilfinningar Sjálfsvitund Siðgæðisvitund Tjáning |
Geti brugðist við eigin tilfinningum á viðeigandi hátt (tilfinningaborð, demparar) | ||
Geti tekist á við mótlæti (ekki í boði – nei - i ) | |||
Geti sýnt öðrum fyrirgefningu | |||
Sýni sjálfum sér virðingu (í orði og hegðun) | |||
Geti tekið ósigri í leik ( kunni að tapa) | |||
Sýni frumkvæði og áhuga í verkefnavali | |||
Geta staðið við sína ákvörðun | |||
Geti áttað sig á hvaða áreiti/samskipti/hegðun eru jákvæð og hver neikvæð | |||
Átti sig á því hvert á að leita þegar hætta steðjar að | |||
Geti tekið hrósi og hrósað öðrum | |||
Félagsheimur Samskipti Félagsvitund Samfélagsreglur Vinátta |
Átti sig á að fólk býr við ólíkar aðstæður (fötlun, fjölskylduform, húsnæði, búseta, trúarbrögð) | ||
Geti sett sig í spor annarra | |||
Sýni tillitssemi og umhyggju í leik og starfi | |||
Sýni öðrum hjálpsemi | |||
Skynji sig sem hluti af hóp (tengist öðrum nemendum) | |||
Geti hundsað truflun og/eða áreiti í umhverfinu | |||
Sýni frumkvæði í samskiptum og leiti eftir félagsskap | |||
Geti tekið þátt í samstarfi og samræðu í jafningjahópi | |||
Geti skipulagt leik og farið eftir ákveðnum reglum | |||
Samfélagsgreinar | ||||
Færni í athöfnum daglegs lífs | ||||
Þekking | Leikni | Hæfni | ||
Að nemandi afli sér þekkingar á skólaumhverfinu og fjölbreyttum hlutverkum sínum.
|
Að nemandi öðlist leikni í að fara á milli staða og takast á við ólíkar aðstæður. | Að nemandi geti nýtt hæfni sína til að vera sjálfstæður í skólaumhverfinu og virkur í kennslustundum. | ||
Efnisþáttur | Hæfniviðmið | |||
Við komu í skólann | Getur gengið/hjólað í skólann með stuðningi | Getur gengið/hjólað í skólann án stuðnings | ||
Kemur inn í skólann með stuðningi | Kemur inn í skólann án stuðnings | |||
Gengur að fatahengi með stuðningi | Gengur að fataklefa án stuðnings | |||
Byrjar að klæða sig úr útifötum með stuðningi | Byrjar að klæða sig úr útifötum án stuðnings | |||
Getur hengt upp og raðað útifötum með stuðningi | Getur hengt upp og raðað útifötum án stuðnings | |||
Ratar á sitt kennslusvæði með stuðningi | Ratar á sitt kennslusvæði án stuðnings | |||
Getur beðið eftir kennslustund með stuðningi | Getur beðið eftir kennslustund án stuðnings | |||
Tengir kennslustund við svæði með stuðningi | Tengir kennslustund við svæði án stuðnings | |||
Í kennslustund
|
Mætir á réttum tíma í kennslustund með stuðningi | Mætir á réttum tíma í kennslustund án stuðnings | ||
Getur fylgt skipulagi kennslustundar með stuðningi | Getur fylgt skipulagi kennslustundar án stuðnings | |||
Nýtir sjónrænt skipulag með stuðningi | Nýtir sjónrænt skipulag án stuðnings | |||
Getur byrjað að vinna með stuðningi | Getur byrjað að vinna án stuðnings | |||
Er virkur þátttakandi með stuðningi | Er virkur þátttakandi án stuðnings | |||
Geti unnið þrátt fyrir truflun með stuðningi | Geti unnið þrátt fyrir truflun án stuðnings | |||
Getur unnið einstaklingslega með stuðningi | Getur unnið einstaklingslega án stuðnings | |||
Getur unnið í hóp án þess að trufla með stuðningi | Getur unnið í hóp án þess að trufla án stuðnings | |||
Getur komið óskum á framfæri með stuðningi | Getur komið óskum á framfæri án stuðnings | |||
Getur tekist á við breytingar með stuðningi | Getur tekist á við breytingar án stuðnings | |||
Getur gengið frá námsgögnum með stuðningi | Getur gengið frá námsgögnum án stuðnings | |||
Getur hætt þegar kennslustund lýkur með stuðningi | Getur hætt þegar kennslustund lýkur án stuðnings | |||
Geti yfirgefið kennslusvæði án truflunar m.stuðn. | Geti yfirgefið kennslusvæði án truflunar án stuðn. | |||
Frímínútur | Geti klætt sig í skófatnað og útiföt með stuðningi | Geti klætt sig í skófatnað og útiföt án stuðnings | ||
Meti þörf fyrir réttan klæðnað með stuðningi | Meti þörf fyrir réttan klæðnað án stuðnings | |||
Getur farið í útifrímínútur með stuðningi | Getur farið í útifrímínútur án stuðnings | |||
Getur leikið sér í útifrímínútum með stuðningi | Getur leikið sér í útifrímínútum án stuðnings | |||
Geti óskað eftir því að fá að vera með í leik m.stuðn. | Geti óskað eftir því að fá að vera með í leik án stuðn. | |||
Geti fylgt reglum í frímínútum með stuðningi | Geti fylgt reglum í frímínútum án stuðnings | |||
Getur farið inn úr frímínútum með stuðningi | Getur farið inn úr frímínútum án stuðnings | |||
Getur dundað sér í innifrímínútum með stuðningi | Getur dundað sér í innifrímínútum án stuðnings | |||
Getur hætt í innifrímínútum með stuðningi | Getur hætt í innifrímínútum án stuðnings | |||
Nesti | Getur borðað nesti í frímínútum með stuðningi | Getur borðað nesti í frímínútum án stuðnings | ||
Getur þvegið sér um hendur/andlit með stuðningi | Getur þvegið sér um hendur/andlit án stuðnings | |||
Getur gengið frá með stuðningi (box í tösku,þurrka borð) | Getur gengið frá án stuðnings (box í tösku, þurrka borð) | |||
Persónulegt hreinlæti | Getur látið vita af þörf fyrir klósettferð með stuðningi | Getur látið vita af þörf fyrir klósettferð án stuðningi | ||
Getur farið á klósett með stuðningi | Getur farið á klósett án stuðnings | |||
Getur þvegið sér um hendur með stuðningi | Getur þvegið sér um hendur/andlit án stuðnings | |||
Hádegismatur | Geti borðað hádegismat í Setri með stuðningi | Geti borðað hádegismet í Setri án stuðnings | ||
Geti farið í matarröð í matsal með stuðningi | Geti farið í matarröð í matsal án stuðnings | |||
Geti haldið á disk á leið í sæti með stuðningi | Geti haldið á disk á leið í sæti án stuðnings | |||
Geti valið sér sæti í matsal með stuðningi | Geti valið sér sæti í matsal án stuðnings | |||
Geti borðað hádegismat í matsal með stuðningi | Geti borðað hádegismat í matsal án stuðnings | |||
Sýni góða borðsiði með stuðningi | Sýni góða borðsiði án stuðnings | |||
Geti borðað með hnífapörum með stuðningi | Geti borðað með hnífapörum án stuðnings | |||
Getur helt í glas með stuðningi | Geti helt í glas án stuðnings | |||
Getur gengið frá mataráhöldum með stuðningi | Getur gengið frá mataráhöldum án stuðnings | |||
Getur beðið eftir kennslustund með stuðningi | Getur beðið eftir kennslustund án stuðnings | |||
Við skólalok | Getur farið í fataklefa með stuðningi | Getur farið í fataklefa án stuðnings | ||
Getur byrjað að klæða sig í útiföt með stuðningi | Getur byrjað að klæða sig í útiföt með stuðningi | |||
Getur farið í skólavistun/frístund með stuðningi | Getur farið í skólavistun/frístund án stuðnings | |||
Geti farið í skólabíl með stuðningi | Geti farið í skólabíl án stuðnings | |||
Samfélagsgreinar – Frumstig | ||||
Þátttaka í athöfnum daglegs lífs | ||||
Þekking | Leikni | Hæfni | ||
Að nemandi fái tækifæri til að átta sig á skólaumhverfinu og öðlist þekkingu á hljóðum og áreitum sem eiga heima þar. | Að nemandi öðlist leikni í að skynja og bregðast við ólíkum aðstæðum | Að nemandi geti nýtt hæfni sína til að vera virkur þátttakandi í skólastarfinu. | ||
Efnisþáttur | Hæfniviðmið | Lýsing: | ||
Við komu í skólann | Sýni viðbrögð við komu í skólann | Nemandi snertur t.d. á öxl þegar boðið er góðan dag, gott er að nota tákn fyrir skólann. | ||
Sýni viðbrögð/tekur þátt þegar klætt er úr útifötum | Nemandi leiddur munnlega í gegnum athöfn og reynt að virkja hann til þátttöku. | |||
Í kennslustund
|
Bregðist við tákni fyrir kennslustund | Nemanda sýnt viðeigandi tákn fyrir kennslustund og sagt hvað sé í vændum | ||
Sé þátttakandi í kennslustund og sýni viðbrögð við því sem verið er að gera | Nemandi leiddur munnlega í gegnum kennslustundina og reynt að virkja hann til þátttöku. | |||
Uni sér í kennslustund innan um aðra nemendur | Auka þol gagnvart áreiti kennslustundar ef þörf er á. | |||
Geti nýtt viðeigandi hjálpartæki til sjálfstæðis t.d. hjólastól, göngugrind, stand | Nemandi fær tákn fyrir hjálpartæki og leiddur munnlega í gegnum það ferli að fara á milli tækja. | |||
Frímínútur | Fari í frímínútur með stuðningi | Nemanda sýnt tákn fyrir frímínútur. | ||
Sýni viðbrögð/tekur þátt þegar klætt er í/úr útifötum | Nemandi leiddur munnlega í gegnum athöfn og reynt að virkja hann til þátttöku. | |||
Læri að þekkja skólalóðina og kennileiti umhverfis skólans | Hlutatákn notuð sem kennileiti. | |||
Þjálfi göngu á mismunandi undirlagi og yfir hindranir | Nemandi fær stuðning eftir þörfum og fyrirmælum um leiðir. | |||
Persónulegt hreinlæti | Þekki tákn/merki á hurðum/veggjum skólans t.d. salerni | Nemandi fær tækifæri til að snerta hlut/merki og um leið og rætt er um hann. | ||
Fari inn á salerni með stuðningi og fær aðstoð þar eftir þörfum | Nemandi leiddur munnlega í gegnum það ferli, gott að nota tákn fyrir salerni. | |||
Bregðist við þegar hendur og andlit er þvegið | Nemandi leiddur munnlega í gegnum það ferli, snerting undirbúin. | |||
Geti tekið þátt í að þvo hendur | Nemandi leiddur munnlega í gegnum athöfn og reynt að virkja hann til þátttöku | |||
Hádegismatur | Sýni viðbrögð við mötun | Nemanda sýnt tákn fyrir mat og hann leiddur munnlega í gegnum það ferli | ||
Bregðist við tákni um sondugjöf | Nemanda sýnt tákn fyrir sondu og hann leiddur munnlega í gegnum það ferli | |||
Við skólalok | Skynji/sýni viðbrögð við skólalokum t.d. viðbrögð við skólabíl eða bílstjóra | Nemanda sagt að skólinn sé búinn og honum sýnt tákn fyrir skólabíl/skólavistun | ||
Sýni viðbrögð/tekur þátt þegar klætt er í útiföt | Nemandi leiddur munnlega í gegnum athöfn og reynt að virkja hann til þátttöku | |||
Samfélagsgreinar - Frumstig | ||
Þekking | Leikni | Hæfni |
Að nemandi fái tækifæri til að átta sig á skólaumhverfinu og öðlist þekkingu á hljóðum og áreitum sem eiga heima þar. | Að nemandi öðlist leikni í að skynja og bregðast við ólíkum aðstæðum | Að nemandi geti nýtt hæfni sína til að vera virkur þátttakandi í skólastarfinu. |
Efnisþættir | Hæfniviðmið |
Félagsþroski | Upplifi og fái örvun frá umhverfinu |
Auki úthald og þol til að vera innan um fólk | |
Njóti sín í félagsskap skólafélaga | |
Geti setið í hóp nemenda | |
Myndi tengsl við skólafélaga | |
Kynnist leikföngum sem veita ánægju og gleði | |
Kynnist ýmsum rýmum t.d. listasmiðja, anddyri, matsalur, íþróttahús, sundlaug | |
Kynnist og skynji náttúruna í félagskap | |
Njóti útiveru í góðum félagsskap | |
Geti dundað sér í markvissri vinnu/leik |
Skynnám | · Skynnámið leggur grunninn að færni nemandans til að skynja líkama sinn og átta sig á ólíkum áreitum í umhverfinu.
· Námið fléttast inn í allar kennslustundir skóladagsins þar sem áhersla er lögð á að nemendur fái tækifæri til að bregðast við og njóta á sínum forsendum. · Hæfniviðmiðin eru byggð á skynþroska þ.e. snertiskyn, sjónskyn, heyrnarskyn, lyktarskyn og bragðskyn. · Skynnámið er samþætt við boðskipti sem fellur undir hæfniviðmið í íslensku, rökhugsun sem fellur undir hæfniviðmið í stærðfræði, félagsþroska og þátttöku í athöfnum daglegs lífs sem falla undir hæfniviðmið í samfélagsgreinum. |
Tímafjöldi | Efnisþáttur | Kennsluaðferðir og skipulag | Námsgögn: Aðlögun í námi |
Samvera
Kl. 8.10 – 8.30 2,5 kennslustund |
Boðskipti
Heyrnarskyn Sjónskyn |
Umræður og spurningar.
Áhersla á hlustun og notalega samveru í tali, tónum og myndum. |
Samverukrókur með mildri birtu. Hljóðdiskur með dagasögum og myndir úr efni. |
Vinnustund
Kl. 8.30 – 9.30 7, 5 kennslustundir |
Boðskipti
Rökhugsun Heyrnarskyn Sjónskyn |
Einstaklingsmiðuð vinna:
Athafnaröð með sjónörvunarverkefnum, snertileikjum og tónlist. |
Sjónörvunarspjöld, ipadleikir, powerpoint sýningar. Leikföng með mismunandi áferð. |
Tækniþjálfun og Listasmiðja
Skynnám 6 kennslustundir |
Snertiskyn
Sjónskyn Heyrnarskyn Lyktarskyn Bragðskyn |
Athafnahringir:
Athafnahringir þar sem unnið er með skynfærin á markvissan hátt. |
Skynörvunarherbergi og skynörvunargögn af ýmsum toga.
List- og verkgreinastofur og efni til listsköpunar.
|
SÁTT – Þema Útikennsla - Lykilhæfni
12 kennslustundir |
Félagsfærni
Athafnir daglegs lífs |
Hringekja:
Þátttaka í litlum hópum við margvíslega iðju, úti og inni. Slökun, hvíld og næring. |
Samtal og nærvera í hópastarfi.
Umhverfi skólans í útikennslu. Lazy Boy, boltabað, tónbekkur í slökun.
|
Námsmat: | Mat á hæfniviðmiðum í námsgrein og lykilhæfni | |||
1.önn | 2.önn | |||
Matsaðferðir | Námsmatsaðferðir:
Upplýsingar í samskiptabók Verkefnasafn Ljósmyndir Myndbönd Skráning á gátlista |
Námsmatsaðferðir:
Upplýsingar í samskiptabók Verkefnasafn Ljósmyndir Myndbönd Skráning á gátlista |
||
Vitnisburður | Leiðsagnarmat:
Ljósmyndir og samtal út frá hæfniviðmiðum og námsgögnum. |
Vitnisburðarbók:
Mat á hæfniviðmiðum í einstaklingsnámskrá Ljósmyndir og umsögn. |
||
Matsviðmið | ***
Hefur náð góðri færni og getur nýtt af öryggi. |
**
Hefur tileinkað sér færni að hluta en dagamunur er á því hvernig færni er nýtt. |
*
Hefur þörf fyrir áframhaldandi þjálfun í færni og tækifæri til að nýta hana. |
|
Skynþroski | |||
Þekking | Leikni | Hæfni | |
Að nemandi fái tækifæri til að átta sig á sjálfum sér og umhverfinu með skynfærum. | Að nemandi öðlist leikni í að nýta skynfærin til að bregðast við umhverfinu. | Að nemandi geti nýtt hæfni sína til að upplifa vellíðan og öryggi. | |
Efnisþættir | Hæfniviðmið | ||
Snertiskyn | Efli tillfinningu og vitund á eigin líkama | ||
Skynji líkamann sem heild | |||
Nái slökun í líkamanum | |||
Upplifi öryggis- og vellíðunartilfinningu | |||
Sýni viðbrögð við snertingu | |||
Sýni viðbröðg við stýrðum hreyfingum ( upp, niður og til hliðar) | |||
Auki þol gagnvart skynáreiti | |||
Upplifi mismunandi áferð og eiginleika | |||
Sýni viðbrögð við mismunandi áferðum | |||
Sýni viðbrögð við mismunandi veðurfari | |||
Auki þol til útiveru í mismunandi veðri | |||
Sjónskyn | Efli og viðhaldi augnhreyfingum | ||
Sýni viðbrögð við mismunandi ljósáreiti | |||
Sýni viðbrögð við mismunandi mynstri/litum/formum | |||
Geti fest augun að sjónrænu áreiti s.s. ljósum, spjöldum, skjámynd | |||
Geti fest augun við fólk/hluti | |||
Þjálfi samhæfingu augna og handa | |||
Þjálfi augun í að fylgja eftir ljósi, upp, niður eða til hliðar | |||
Þjálfi úthald í sjónskynjun | |||
Bragðskyn | Efli og viðhaldi bragðskyni | ||
Sýni viðbrögð á munnsvæði | |||
Styrki munn og tunguhreyfingar | |||
Noti munninn til að kanna hluti (sjúga, naga, bíta) | |||
Fái tækifæri til að bragða á og smakka mismunandi mat | |||
Fái tækifæri til að finna áferð á mismunandi hlutum (brauð, kex) | |||
Sýni viðbrögð við mismunandi áferð matar | |||
Sýni viðbrögð við mismunandi bragði (súrt, sætt) | |||
Heyrnarskyn | Efli og viðhaldi skynjun á hljóðáreitum | ||
Upplifi gleði og ánægju í gegnum margvísleg hljóðáreiti | |||
Þjálfi hlustun á tónlist/sögur/hljóð | |||
Sýnir viðbrögð við mismunandi tónlist | |||
Sýni viðbrögð við hjóðáreitum í umhverfinu | |||
Geti greint á milli hljóðáreita í umhverfinu | |||
Auki þol gagnvart mismunandi hljóðáreitum | |||
Sýni viðbrögð við takti | |||
Þjálfi samhæfingu heyrnar við hreyfingar líkamans | |||
Geti staðsett hvaðan hljóð berst | |||
Sýni viðbrögð við ólíkum hljóðum frá leikföngum og hlutum | |||
Geti greint á milli ólíkra hljóða frá leikföngum og hlutum | |||
Tengi ákveðnar hreyfingar við tónlist | |||
Tengi hljóð við athöfn | |||
Lyktarskyn | Efla og viðhalda skynjun á lykt | ||
Upplifi mismunandi lykt | |||
Sýni viðbrögð við mismunandi lykt | |||
Tengi ákveðinn hlut við lykt |
List- og verkgreinar | · Námið í list-og verkgreinum fer fram í listasmiðju sem skiptist upp í 9 – 10 vikna lotur og valverkefni.
· Megintilgangur námsins er að nemendur kynnist fjölbreyttum vinnuaðferðum sem reyna á verkkunnáttu og sköpunarkraft. · Í list- og verkgreinum fá nemendur tækifæri til að efla ímyndunaraflið, vinna skipulega eftir sjónrænu vinnuferli, þjálfa ákvörðunartöku og finna hæfileikum sínum farveg. · Nemendur þroska með sér getuna til að tjá sig í gegnum sköpun og þjálfa um leið samspil hugar, hjarta og handa. · Efnistökin í list- og verkgreinum mótast út frá áhugasviði nemenda og þroskastöðu. · Hæfniviðmið eru sett fram fyrir hverja námsgrein sem kennd er í listasmiðju: myndmennt, heimilisfræði, hönnun og smíði, textílmennt · Jafnframt eru sameiginleg hæfniviðmið list- og verkgrena tilgreind. |
Námsgrein | Efnisþáttur | Kennsluaðferðir og skipulag | Námsgögn: Aðlögun í námi |
Myndmennt | Sjónlistir | Unnið með einföld verkefni þar sem nemendur fá stuðning í frjálsri og stýrðri sköpun. Litfræði og listasaga er kynnt í gegnum sögur, með myndum og umræðum. | Mismunandi tegundir af pappír, klassísk tónlist, trélitir, vatnslitir, tússlitir, prentað efni. |
Heimilisfræði | Matur og lífshættir
Matur og vinnubrögð Matur og umhverfi Matur og menning |
Kennari fer yfir uppskrift með nemendum áður en byrjað er á verkefni og tengir við heilbrigða lífshætti og næringu. Nemendur vinna ýmist einir eða tveir í hóp, mismunandi eftir verkefni hverju sinni. Lögð er áhersla á góða umgengni og framkomu. Áhersla lögð á borðsiði þegar borðað er saman. | Myndræn stýring kennslustundar á blaði.
Myndrænar uppskriftir frá kennara. |
Hönnun og smíði | Handverk
Hönnun og tækni Umhverfi |
Verkefni valin í útfrá áhugasviði og getu. Einstaklingsmiðuð kennsla með leiðsögn í notkun verkfæra sem hæfa getu og verkefnum. Áhersla lögð á varfærni í notkun verkfæra og véla, tillitsemi við aðra og umhverfi sitt. | Hugmynda leitað á netinu, kennari kemur með hugmyndir, síðan eru þær aðlagaðar aðstæðum með aðstoð nemenda.
Námsgögn eru öll þau verkfæri og áhöld sem smíðastofan hefur upp á að bjóða og kennari telur hvern og einn ráða við. |
Textílmennt | Handverk, aðferðir og tækni
Sköpun, hönnun og útfærsla Menning og umhverfi |
Sýnikennsla og verklegar æfingar, einstaklingsmiðuð aðstoð. Lögð er áhersla á góða umgengni, framkomu og samvinnu í kennslustofunni. | Ýmsar handverksbækur, fagtímarit, fjölritað efni frá kennara og námsefni af vef sem hentar verkefnavali hverju sinni. |
Námsmat: | Mat á hæfniviðmiðum í námsgrein og lykilhæfni | |||
1.önn | 2.önn | |||
Matsaðferðir | Námsmatsaðferðir:
Frammistöðumat |
Námsmatsaðferðir:
Frammistöðumat |
||
Vitnisburður | Leiðsagnarmat
Lýsandi endurgjöf á framvindu náms út frá hæfniviðmiðum og verkefnasafni. |
Vitnisburðarbók:
Umsögn út frá hæfniviðmiðum. |
||
Matsviðmið | ***
Hefur náð góðri færni og getur nýtt af öryggi. |
**
Hefur tileinkað sér færni að hluta en dagamunur er á því hvernig færni er nýtt. |
*
Hefur þörf fyrir áframhaldandi þjálfun í færni og tækifæri til að nýta hana. |
|
List- og verkgreinar – sameiginleg hæfniviðmið | |||
Þekking | Leikni | Hæfni | |
Að nemandi afli sér þekkingar á ólíkum aðferðum, efnum og verkfærum. | Að nemandi öðlist leikni í að skapa myndverk út frá vinnuferli. | Að nemandi geti nýtt hæfni sína til að tjá sig með listsköpun á hagnýtan hátt í daglegu lífi. | |
Efnisþáttur | Hæfniviðmið | ||
Menningarlæsi | Geti unnið eftir einföldu ferli frá hugmynd til afurðar ( sjónrænt) | ||
Geti nýtt leikni sína í einföldum verkefnum á hagnýtan hátt í daglegu lífi | |||
Geti unnið einföld verkefni í hópi | |||
Geti tjáð sig á einfaldan hátt um viðfangsefni sín | |||
Geti gengið frá eftir vinnu sína | |||
Sýni ábyrga og örugga umgengni | |||
Geti lagt mat á eigin verk | |||
Sýni skilning á vönduðum vinnubrögðum | |||
Myndmennt | |||
Þekking | Leikni | Hæfni | |
Að nemandi afli sér þekkingar á ólíkum aðferðum, efnum og verkfærum. | Að nemandi öðlist leikni í að skapa myndverk út frá vinnuferli. | Að nemandi geti nýtt hæfni sína til að tjá sig með listsköpun á hagnýtan hátt í daglegu lífi. | |
Efnisþáttur | Hæfniviðmið | ||
Sjónlistir | Þjálfist í að notamismunandi efni og verkfæri á skipulagðan hátt | ||
Þjálfist í að skapa myndverk með margvíslegum aðferðum | |||
Þjálfist í að tjá eigin reynsluheim, tilfinningar og skoðanir í sköpun | |||
Þjálfist í að vinna eftir vinnuferli, frá hugmynd að myndverki | |||
Þjálfist í að vinna út frá kveikju við eigin listsköpun | |||
Þjálfist í að segja frá eigin verki og annarra | |||
Þjálfist í að greina á milli ólíkra aðferða við gerð listaverka | |||
Þjálfist í að greina frá myndmáli í umhverfinu og samfélaginu | |||
Heimilisfræði | |||
Þekking | Leikni | Hæfni | |
Að nemandi afli sér þekkingar á áhöldum, matvælum og mælitækjum. | Að nemandi öðlist leikni í að fara eftir einföldum uppskriftum. | Að nemandi geti nýtt hæfni sína í matseld á hagnýtan hátt í daglegu lífi. | |
Efnisþáttur | Hæfniviðmið | ||
Matur og lífshættir | Kynnist heilbrigðum lífsháttum og tengslum þeirra við heilsufar | ||
Þjálfist í að velja hollan mat og gera sér grein fyrir áhrifum hans á líkama og líðan | |||
Þjálfist í að fara eftir sjónrænum leiðbeiningum um hreinlæti og þrif | |||
Matur og vinnubrögð | Þjálfist í að fara eftir einföldum uppskriftum og notað einföld mæli- og eldhúsáhöld með stuðningi af sjónrænum leiðbeiningum | ||
Þjálfist í að útbúa einfaldar og hollar máltíðir með með aðstoð/án aðstoðar | |||
Þjálfist í að þekkja helstu hættur sem fylgja vinnu í eldhúsi, við matargerð | |||
Þjálfist í að nýta ýmsa miðla til að afla upplýsinga um einfaldar uppskriftir | |||
Matur og umhverfi | Þjálfist í að þekkja mismunandi umbúðamerkingar | ||
Þjálfist í að leggja á borð | |||
Matur og menning | Kynnist þjóðlegum íslenskum hefðum í matargerð, venjum og siðum | ||
Þjálfist í að sýna góða borðsiði | |||
Hönnun og smíði | |||
Þekking | Leikni | Hæfni | |
Að nemandi afli sér þekkingar á ólíkum aðferðum, efnum og verkfærum. | Að nemandi öðlist leikni í að fara eftir einföldum teikningum/leiðbeiningum. | Að nemandi geti nýtt hæfni sína í handverki á hagnýtan hátt í daglegu lífi. | |
Efnisþáttur | Hæfniviðmið | ||
Handverk | Þjálfist í að nota helstu verkfæri og mælitæki á öruggan og réttan hátt | ||
Þjálfist í að velja verkfæri sem hæfa viðfangsefni og efni | |||
Hönnun og tækni | Þjálfist í að vinna verkefni eftir myndrænu ferli og aðstoð | ||
Þjálfist í að lesa úr og vinna eftir einföldum teikningum/leiðbeiningum | |||
Þjálfist í að útskýra eigin hugmyndir með einföldum skissum | |||
Umhverfi | Þjálfist í að beita líkamanum rétt við vinnu | ||
Kynnist hlífðarbúnaði og geti nýtt rétt | |||
Textílmennt | |||
Þekking | Leikni | Hæfni | |
Að nemandi afli sér þekkingar á ólíkum aðferðum, efnum og verkfærum. | Að nemandi öðlist leikni í að fara eftir einföldum uppskriftum. | Að nemandi geti nýtt hæfni sína í handverki á hagnýtan hátt í daglegu lífi. | |
Efnisþáttur | Hæfniviðmið | ||
Handverk, aðferðir og tækni | Kynnist og þjálfist í að beita grunnaðferðum og áhöldum
(s.s. sauma með nál, prjóna, hekla, sauma í vél) |
||
Þjálfist í að vinna eftir einföldum leiðbeiningum | |||
Þjálfist í að vinna með einfaldar uppskriftir | |||
Þjálfist í að vinna eftir myndrænu ferli, frá hugmynd til afurðar | |||
Þjálfist í að skreyta textílverkefni á fjölbreyttan hátt | |||
Menning og umhverfi | Þjálfist í að nota ný og endurunnin efni í textílvinnu |
Þemanám | · Þemanám fellur undir efnisþætti náttúrugreina og samfélagsgreina með áherslu á reynsluheim og félagsheim.
· Hæfniviðmið um verklag í náttúrugreinum er fléttað saman við grunnþætti menntunar og mynda ramma um kennsluskipulagið í þemanámi. · Hæfniviðmiðin eru flokkuð í samþætt viðfangsefni (þemu) sem byggja á efnisþáttum í náttúru- og samfélagsgreinum. · Á hverri önn er unnið með ákveðið þema sem fléttast inn í flestar kennslustundir skóladagsins með umræðum, lestri og fjölbreyttri verkefnagerð. · Í Þemanámi fá nemendur tækifæri til að kynnast viðfangsefnum sem tengjast fjölbreyttri náttúru, lífsskilyrðum á jörðinni, heilbrigði umhverfisins, sögu og menningu, fjölmenningarlegu samfélagi, tækni og vísindum. · Kennsluskipulag í Þema tímum tekur mið að því að nemendur fái tækifæri til þess að þjálfa félagsfærni sína með fjölbreyttum æfingum í samspili við aðra nemendur. · Nemendur fá tækifæri til að átta sig á eigin reynslu og hvernig þeir geti nýtt þekkingu sína á ábyrgan hátt í samfélaginu. |
Tímafjöldi | Efnisþáttur | Kennsluaðferðir og skipulag | Námsgögn: Aðlögun í námi |
Samvera og
Áætlun Kl. 8.10 – 9.30 10 kennslustund |
Reynsluheimur
Umhverfi, samfélag, saga, menning Félagsheimur Samskipti |
Umræður og spurningar:
Í samveru fá nemendur tækifæri til að æfa sig í skipulögðum samræðum í litlum hóp. Verkefnavinna á einstaklingsborðum: Lestrarefni gjarnan valið og búið til í samhengi við þema. |
Umræðuefni í tengslum við daglegt líf og þema hvers tímabils.
Lestrarspjöld og léttlestur
|
SÁTT
4 kennslustundir |
Lífsskilyrði manna.
Hugarheimur Sjálfsmynd Félagsheimur Samskipti |
Umræður og spurningar: Hlusta á fróðleik, taka þátt í umræðum og vinna verkefni sem tengjast viðfangsefninu lífsskilyrðum manna í náttúrugreinum. | Fróðleik miðlað með ýmsum miðlum, umræður og verkefnavinna út frá markmiðum. |
Þema 2 kennslustundir |
Að búa á jörðinni.
Lífsskilyrði manna. Náttúra Íslands. Heilbrigði umhverfisins. Samspil vísinda, tækni og þróunar í samfélaginu. Reynsluheimur Umhverfi, samfélag, saga, menning Félagsheimur Samskipti |
Skapandi verkefni, þrautalausnir, tjáning, leitarnám, verkefnavinna:
Í þemanámi er unnið í litlum hópum á stöðvum þar sem unnin eru fjölbreytt verkefni í tengslum við viðfangsefnin. |
Einstaklingsmiðuð nálgun í stýringum til að styðja við virkni nemenda.
Unnið með fróðleik í máli og myndum út frá námsmarkmiðum. Námsgögn: Bækur, internet, sérútbúin verkefni, tölvuverkefni og ýmiskonar efniviður til listsköpunnar. |
Lykilhæfni
4 kennslustundir |
Tjáning og miðlun
Skapandi og gagnrýnin hugsun Sjálfstæði og samvinna Nýting miðla og upplýsinga Ábyrgð og mat á eigin námi |
Sjálfstæð verkefnavinna:
Í lykilhæfni fá nemendur tækifæri til að velja sér viðfangsefni eftir sínu áhugasviði og í tengslum við þemanámið. |
Valblað með fjölbreyttum verkefnum.
Tímaseðlar með myndrænum leiðbeiningum skref fyrir skref.
|
Námsmat: | Mat á hæfniviðmiðum í námsgrein og lykilhæfni | |||
1.önn | 2.önn | |||
Matsaðferðir | Námsmatsaðferðir:
Mat á hæfniviðmiðum í einstaklingsnámskrá Sjálfsmat og jafningjamat |
Námsmatsaðferðir:
Mat á hæfniviðmiðum í einstaklingsnámskrá Sjálfsmat og jafningjamat |
||
Vitnisburður | Leiðsagnarmat
Lýsandi endurgjöf á framvindu náms út frá hæfniviðmiðum og verkefnasafni. |
Vitnisburðarbók:
Umsögn um hæfniviðmið |
||
Matsviðmið | ***
Hefur náð góðri færni og getur nýtt af öryggi. |
**
Hefur tileinkað sér hluta af færni og dagamunur er á því hvernig færni er nýtt. |
*
Hefur þörf fyrir áframhaldandi þjálfun í færni og tækifæri til að nýta hana. |
|
Þekking | Leikni | Hæfni |
Að nemandi afli sér þekkingar á lífsskilyrðum í heiminum, náttúruauðlindum á jörðinni og tækninýjungum. | Að nemandi öðlist leikni í að meta upplýsingar og vinna úr þeim á skipulegan hátt. | Að nemandi geti nýtt hæfni sína til að taka ábyrga afstöðu til samfélags- og umhverfismála. |
Náttúrugreinar
Hæfniviðmið um verklag skiptast í: |
Grunnþættir menntunar | |
Nýsköpun og hagnýtingu þekkingar | Læsi - Heilbrigði og velferð | |
· Komi auga á þarfir og vandamál í umhverfi sínu.
· Fái þjálfun í að vinna eftir verkferli nýsköpunar, þ.e. leitað að þörfum í daglegu umhverfi fólks, fundið lausn, hannað afurð. |
· Nýti sjónræn fyrirmæli til sjálfstæðis
· Geti aflað upplýsinga með ólíkum miðlum. · Njóti þess að læra um nýja hluti |
|
Gildi og hlutverk vísinda og tækni | ||
· Geti útskýrt hvernig tækni nýtist í daglegu lífi þeirra.
· Geti notað einföld hugtök úr náttúru vísindum í einföldum skýrslum. · Geri sér grein fyrir hvernig maðurinn er hluti af náttúrunni og lífsafkoma hans byggist á samspilinu við hana |
||
Geta til aðgerða | Sjálfbærni - Sköpun | |
· Þjálfist að taka frumkvæði við öflun upplýsinga.
· Þjálfist í að skoða tiltekið málefni frá ýmsum sjónarhornum. · Sýni virkni og láti sig varða nánasta umhverfi og lífsskilyrði lífvera í því. |
· Geti farið á viðeigandi vinnusvæði.
· Geti fylgt skipulagi kennslustundar. · Geti beðið um aðstoð. · Geti unnið einstaklingslega. · Geti unnið í hóp. |
|
Vinnubrögð og færni | ||
· Sýni áhuga á að afla sér upplýsinga er varða náttúruna.
· Þjálfist í að skrá og útskýra atburði og athuganir, s.s. með ljósmyndum, teikningum, eigin orðum (munn – og eða skriflega). · Þjálfist í að hlusta á og ræða hugmyndir annarra. |
||
Efling ábyrgðar á umhverfinu | Lýðræði og mannréttindi - Jafnrétti | |
· Tekið eftir og rætt atriði í umhverfinu sínu, sýnt félögum og náttúru alúð.
· Hafi skoðað og skráð dæmi um áhrif af gjörðum mannsins á náttúru og manngert umhverfi í heimabyggð. · Ræði eigin lífssýn og gildi, gert sér grein fyrir samspili náttúru og manns. · Tekið þátt í að skoða, greina og bæta eigið umhverfi og náttúru. |
· Er virkur þátttakandi
· Geti tekist á við breytingar |
Hæfniviðmið náttúrugreina
Viðfangsefni |
Reynsluheimur:
Hæfni nemenda til að skilja veruleikann |
Félagsheimur:
Hæfni nemenda til að mynda og þróa tengsl við aðra |
|||
Að búa á jörðinni:
· Geti tekið þátt í og sagt frá einföldum athugunum á jarðvegi, veðrun og rofi. · Kynnist helstu tegundum steina. · Geti fylgst með og skráð upplýsingar um veður í heimabyggð og í heiminum. · Geti lýst breytingum á náttúru eftir árstíðum og áhrifum þeirra á lífsskilyrði fólks. · Átti sig á tímamismun á milli landa. · Átti sig á hlutverki landakorta og notagildi þeirra. |
Heimabyggð:
· Geti sagt frá einkennum og sögu heimabyggðar. · Geti lýst nærumhverfi sínu í máli/myndum. · Geti sagt frá gerð og mótun íslensks samfélags fyrr og nú. · Kynnist lífsháttum fyrr á öldum. · Kynnist húsakostum, mataræði og heimilislífi. · Kynnist klæðaburði, siðum og venjum. · Þekki höfuðborg landsins. · Viti hvað forsetinn heitir og hvar hann býr. · Átti sig á að lönd heimsins tilheyra mismunandi heimsálfum. · Átti sig á tímamismun á milli landa. · Geti notað kort og gröf til að afla sér upplýsinga. |
Heimsálfur:
· Átti sig á ólíkum lífsskilyrðum í heiminum. · Átti sig á ólíkri menningu, siðum og venjum í heiminum. · Geti tengt saman land og fána þess. · Geti tengt kennileiti við heimsálfur/lönd. |
|||
Þema: Samþætting náttúru- og samfélagsgreina | |||||
Árstíðir | Útivist og náttúruskoðun | Veður og veðurathuganir | Heimabyggðin | ||
Heimsálfur | Fánar | Matur og menning | Fjöll, steinar og ár | ||
Heimsmarkmið SÞ | Íslenskir þjóðhættir | Húsakostur | Klæðnaður | ||
Hæfniviðmið náttúrugreina
Viðfangsefni |
Reynsluheimur:
hæfni nemenda til að skilja veruleikann |
Félagsheimur:
Hæfni nemenda til að mynda og þróa tengsl við aðra |
|||
Lífsskilyrði manna:
· Geti útskýrt á einfaldan hátt byggingu og starfsemi mannslíkamans. · Geti útskýrt mikilvægi hreyfingar, hreinlætis, hollrar fæðu og svefns. · Geti rætt um hvernig vatn er nýtt á heimilum og í umhverfinu. · Geti bent á skaðleg efni og hvernig ýmsir sjúkdómar og sýklar eru smitandi. · Geti útskýrt á einfaldan hátt hvernig barn verður til og þekki einkastaði líkamans. · Geti lýst breytingum sem verða við kynþroskaaldur. · Geri sér grein fyrir mikilvægi gagnkvæmrar virðingar í samskiptum kynjanna. · Geti útskýrt hvernig fóstur verður til og þroskast. · Geti útskýrt hvað felst í ábyrgri kynhegðun. |
Fjölskyldan:
· Þekki hugtakið ætt og átti sig á uppruna sínum, heimabyggð fjölskyldunnar. · Þekki helstu tengsl innan fjölskyldunnar og geri sér grein fyrir ólíkum fjölskyldugerðum. · Geri sér grein fyrir ólíkum hlutverkum fjölskyldumeðlima og mikilvægi jákvæðra samskipta. · Geti sagt frá sjálfum sér með hliðsjón af búsetu, uppruna, fjölskyldu, siðum og venjum. · Átti sig á að til eru önnur trúarbrögð, lífsviðhorf, siðir og venjur eftir menningarsvæðum. · Geti áttað sig á að trúar- og lífsviðhorf fólks birtast í mismunandi viðhorfum, siðum og venjum. · Geti bent á dæmi um lýðræðislega þætti í nærsamfélaginu. · Átti sig á gildi samhjálpar í samfélaginu. · Þekki hlutverk mikilvægra stofnana samfélagsins s.s. sjúkrahús, lögregla, félagsþjónusta, trúarstofnanir, líknarfélög, bankar. · Geti varast hættur á heimili sínu, skóla og í nágrenninu. · Geti lýst kostnaði vegna eigin neyslu og átti sig á ýmsum tilboðum sem hvetja til útgjalda og neyslu. |
Félagsfærni:
· Geri sér grein fyrir ólíkum hlutverkum í fjölskyldum. · Geri sér grein fyrir mikilvægi jákvæðra samskipta. · Geti sýnt ábyrgð í samskiptum. · Geri sér grein fyrir hlutverki líkamstjáningar í samskiptum. · Þekki muninn á einkarými og almannafæri og hvað er viðeigandi á hverjum stað. · Átti sig á hvar og hvernig má snerta aðra. · Átti sig á að jákvæð sjálfsmynd stuðlar að vellíðan. · Átti sig á réttindum sínum og skyldum í nærsamfélaginu. · Fái kynningu á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og sáttmála SÞ um réttindi fatlaðs fólks. · Þroski með sér tillitssemi og nærgætni gagnvart ólíkum siðum og venjum. · Geti rætt viðvangsefni sem snerta trú, lífsviðhorf og siðferði í samhengi við atburði daglegs lífs. |
|||
Þema: Samþætting náttúru- og samfélagsgreina | |||||
Mannslíkaminn | Heilsa og vellíðan | Skyndihjálp | Kynfræðsla | ||
Fjölskyldan | Réttindi og skyldur | Þjónustustofnanir | Siðir og venjur í daglegu lífi | ||
Hæfniviðmið náttúrugreina
Viðfangsefni |
Reynsluheimur:
hæfni nemenda til að skilja veruleikann |
Félagsheimur:
Hæfni nemenda til að mynda og þróa tengsl við aðra |
||
Náttúra Íslands:
· Upplifi tengsl við náttúruna og mikilvægi þess að ganga vel um umhverfið. · Þekki íslensku húsdýrin og afkvæmi þeirra. · Veiti fuglum, skordýrum og villtum dýrum athygli. · Kynnist helstu fuglum og þekki helstu einkenni þeirra. · Þekki helstu líkamsheiti fugla s.s. goggur, stél, vængir. · Þekki muninn á staðfuglum og farfuglum. · Þekki lífríkið í hafinu. ·Læri heiti nokkurra nytjafiska · Þekki heiti líkamshluta fiska s.s. sporður, uggar, roð og hreistur. · Þekki ýmsar sjávarlífverur aðrar en fiska s.s. seli, hveli, skeljar, kuðunga og krabba. · Veiti jurtum, blómum, trjám og steinum athygli. · Þekki heiti algengra plantna og trjáa. · Þekki helstu hluta á plöntu (rót, stöngul, laufblöð, blóm). · Kynnist ræktunaraðferðum. ·Geti sagt frá náttúruhamförum sem búast má við á Íslandi. |
Náttúruskilyrði:
· Geti áttað sig á hvernig loftslag hefur áhrif á gróður. · Geti sýnt skilning á mikilvægi þess að bera virðingu fyrir öllu lífi á jarðríki. |
Samfélagsreglur:
· Geti rætt um valin samfélagsleg og siðferðileg málefni. · Geti tjáð þekkingu sína og viðhorf með ýmsum hætti. · Geti rætt um eigin athafnir og afleiðingar þeirra. · Geti rætt reglur í samskiptum fólks og tekið þátt í að setja sameiginlegar leikreglur með öðrum.
|
||
Þema: Samþætting náttúru- og samfélagsgreina | ||||
Húsdýr | Villt dýr | Fuglar | Tré og plöntur | |
Lífríkið í hafinu | Orkugjafar | Náttúruhamfarir | Samfélagsreglur | |
Hæfniviðmið náttúrugreina
Viðfangsefni |
Reynsluheimur:
hæfni nemenda til að skilja veruleikann |
Félagsheimur:
Hæfni nemenda til að mynda og þróa tengsl við aðra |
||
Heilbrigði umhverfisins:
· Kynnist flokkun og endurvinnslu á sorpi. · Geti útskýrt tilgang flokkunar úrgangs. · Kynnist notkun og verndun manna á auðlindum. · Kynnist jörðinni og himinhnöttum í sólkerfinu. · Kynnist hvernig hreyfing jarðar hefur áhrif á dag og nótt, árstíðir. |
Sjálfbærni:
· Geti aflað sér og nýtt vitneskju um samfélagsmálefni í námsgögnum og miðlum. · Geti gert sér grein fyrir nýtingu og vernd auðlinda og umhverfis. · Átti sig á hvernig hver einstaklingur getur lagt sitt af mörkum til verndar. |
Lýðræði og gagnrýnin hugsun:
· Geti tekið þátt í lýðræðislegu samstarfi og samræðu. · Geti borið virðingu fyrir ólíkum skoðunum í orði og verki. · Geti áttað sig á gildi jafnréttis í daglegum samskiptum. |
||
Þema: Samþætting náttúru- og samfélagsgreina | ||||
Endurvinnsla og flokkun | Sjálfbærni | Auðlindir | Efni og eiginleikar | |
Atvinnulíf | Uppgræðslustarf | Himingeimurinn | Samfélagsleg ábyrgð | |
Hæfniviðmið náttúrugreina
Viðfangsefni |
Reynsluheimur:
hæfni nemenda til að skilja veruleikann |
Félagsheimur:
Hæfni nemenda til að mynda og þróa tengsl við aðra |
|||
Samspil vísinda, tækni og þróunar í samfélaginu
· Geti bent á algeng efni á heimilum og í samfélaginu, notkun þeirra og áhrif á heilsu manna og umhverfi. · Geti rætt hvernig uppfinningar hafa gert líf fólks auðveldara eða erfiðara, á heimilum og í ólíkum atvinnugreinum. · Geti lýst hvernig rafmagn verður til, eiginleikum segla og notkun þeirra. · Geti útskýrt mismunandi tegundir geislunar og hvernig þær eru notaðar í fjarskiptum og lækningum. · Geti gert grein fyrir hvernig holl fæða er samsett úr öllum flokkum fæðuhringsins og mikilvægi við geymsluaðferðir. · Geti gert grein fyrir næringargildi ólíkrar fæðu og hvers konar fæða er framleidd á Íslandi. |
Umhverfi og mannlíf
· Geti bent á dæmi um áhrif tækni og framkvæmda á mannlíf og umhverfi. · Geti fylgt ferli orsaka og afleiðinga af gerðum manna og bent á leiðir til úrbóta. |
Borgaralegar skyldur
· Geti tjáð þekkingu sína og viðhorf með ýmsum hætti. · Geti rætt um eigin athafnir og afleiðingar þeirra. · Geti sýnt sanngirni, sjálfstraust og virðingu í samskiptum og samvinnu við aðra. · Geti rökrætt um ólík málefni af samfélagslegum og siðferðilegum toga.
|
|||
Þema: Samþætting náttúru- og samfélagsgreina | |||||
Tækni og vísindi | Holl næring | Uppfinningar í sögunni | Nýsköpun | ||
Bílar | Flugvélar | Skip | Mótorhjól |
Upplýsinga – og tæknimennt | · Námssviðið upplýsinga- og tæknimennt felur í sér; miðlamennt, skólasafnsfræði, tölvunotkun og upplýsinga- og samskiptatækni.· Megintilgangur kennslu í upplýsinga- og tæknimennt er að efla upplýsinga- og miðlalæsi nemenda og hjálpa þeim að öðlast almenna, góða tæknifærni og tæknilæsi. · Tæknifærnin felur m.a. í sér getu til að nýta ýmis tæki, tæknibúnað og fjölbreyttar úrvinnsluleiðir. · Tæknilæsi felur í sér að nýta tækjabúnað til að afla sér þekkingar og miðla henni. · Upplýsingalæsi felur í sér hæfni í að afla, flokka og vinna úr upplýsingum á gagnrýninn og skapandi hátt. · Miðlalæsi felur í sér hæfni til að greina, ná í, meta og búa til miðlaskilaboð. · UT námið leggur grunninn að færni nemandans til að nýta tölvutæknina til gagns og ánægju í daglegu lífi, sem upplýsingagjafa, ritvinnslutæki og samskiptatæki. · Námið er hluti af samþættu námi í Tækniþjálfun en fléttast inn í flestar kennslustundir skóladagsins sem námsleið. · Hæfniviðmiðin eru flokkuð í fjögur stigskipt þrep. |
Tímafjöldi | Efnisþáttur | Kennsluaðferðir og skipulag | Námsgögn: Aðlögun í námi |
Áætlun
Kl. 8.30 – 9.30 7,5 kennslustundir |
Vinnulag og vinnubrögð Upplýsingaöflun og úrvinnsla | Verkefnavinna:
Aðgengi að tölvu og ipad í verkefnavinnu. |
Kennsluforrit, Foxit reader til verkefnagerðar, talgervill til upplýsingaöflunar. |
Tækniþjálfun
UT 6 kennslustundir |
Vinnulag og vinnubrögð Upplýsingaöflun og úrvinnsla
Tækni og búnaður Sköpun og miðlun |
Verklegar æfingar:
Þjálfa færni sína í margskonar kennsluforritum og vinna þar eftir myndrænu stýriblaði. Rannsóknarverkefni í gegnum vefrallý sem samþætt eru við efnistök í þemanámi. |
Ritvinnsluforrit og kennsluforrit.
Myndrænar stýringar, tímaseðlar og stýrispjöld. |
SÁTT
4 kennslustundir |
Siðferði og öryggismál | Leitarnám og umræður:
Skapandi tölvuvinnsla nýtt í hópverkefnum og umræðum um álitamál í samskiptum. |
Myndrænar stýringar.
Myndvinnsluforrit í tölvum/Ipad. Sögugerðar Öpp. |
Lykilhæfni
Kl. 13.00 – 13.40 4kennslustundir |
Tjáning og miðlun
Skapandi og gagnrýnin hugsun Sjálfstæði og samvinna Nýting miðla og upplýsinga Ábyrgð og mat á eigin námi |
Sjálfstæð verkefnavinna og klúbbar:
Í lykilhæfni fá nemendur tækifæri til að velja fjölbreytt verkefni s.s. í tölvu og ipad. |
Valblað með fjölbreyttum verkefnum sem
Tímaseðlar með myndrænum leiðbeiningum skref fyrir skref.
|
Námsmat: | Mat á hæfniviðmiðum í námsgrein og lykilhæfni | |||
1.önn | 2.önn | |||
Matsaðferðir | Námsmatsaðferðir:
Leiðsagnarmat á verkefnasafni Kannanir: Raunfærnimat
|
Námsmatsaðferðir:
Leiðsagnarmat á verkefnasafni Kannanir: Raunfærnimat
|
||
Vitnisburður | Leiðsagnarmat
Lýsandi endurgjöf á framvindu náms út frá hæfniviðmiðum í einstaklingsnámskrá og verkefnasafni. |
Vitnisburðarbók:
Mat á hæfniviðmiðum í einstaklingsnámskrá Umsögn á þekkingu, leikni, hæfni Mat á lykilhæfni |
||
Matsviðmið | ***
Hefur náð góðri færni og getur nýtt af öryggi. |
**
Hefur tileinkað sér færni að hluta en dagamunur er á því hvernig færni er nýtt. |
*
Hefur þörf fyrir áframhaldandi þjálfun í færni og tækifæri til að nýta hana. |
|
UT - Forþjálfun | |||
Þekking | Leikni | Hæfni | |
Að nemandi fái tækifæri til að afla sér þekkingar á tækjabúnaði og möguleikum þeirra til boðskipta. | Að nemandi öðlist leikni í að umgangast og nota tækjabúnað sem styður við lærdómsferlið. | Að nemandi geti nýtt hæfni sína til að nálgast upplýsingar á áhugaverðan hátt. | |
Efnisþáttur | Hæfniviðmið | ||
Vinnulag og vinnubrögð |
Geti opnað forrit/app eftir myndrænni vinnustýringu | ||
Geti valið á milli tveggja forrita/appa eftir myndrænni stýringu | |||
Geti beðið á milli aðgerða (rofi/snertiskjá) | |||
Upplýsingaöflun og úrvinnsla | Geti nýtt sér ipad/kennsluforrit til þjálfunar (form, hugtök, talning, litir, flokkun, röðun, frásögn) | ||
Noti ipad til tjáskipta | |||
Tækni og búnaður | Þjálfist í notkun á tölvumús eða rofa | ||
Geti notað rofa/snertiskjá | |||
Sköpun og miðlun | Geti nýtt sér tölvumús til sköpunar í Paint | ||
1. þrep | |||
Þekking | Leikni | Hæfni | |
Að nemandi fái tækifæri til að afla sér þekkingar á forritum og möguleikum þeirra til náms. | Að nemandi öðlist leikni í að umgangast og nota tækjabúnað sem styður við lærdómsferlið. | Að nemandi geti nýtt hæfni sína til að nálgast upplýsingar á áhugaverðan hátt. | |
Efnisþáttur | Hæfniviðmið | ||
Vinnulag og vinnubrögð |
Geti beitt undirstöðuatriðum í fingrasetningu (lyklaborð/Ipad) | ||
Geti skráð sig inn og út með nafni og lykilorði á sitt svæði | |||
Geti staldrað við ákveðið viðfangsefni í ákveðinn tíma í ipad/tölvu (setja tíma sem við á) | |||
Geti skrifað orð eftir fyrirmynd (t.d nafnið sitt og orðmyndir úr daglegu lífi) í ipad/tölvu | |||
Geti unnið sjálfstætt eftir myndrænni stýringu í ipad/tölvu | |||
Upplýsingaöflun og úrvinnsla |
Geti nýtt sér kennsluforrit til þjálfunar í ipad/tölvu (grunnþáttum í íslensku og stærðfræði) | ||
Geti ritað leitarorð eftir fyrirmynd | |||
Geti afritað myndir af neti og límt inn á eigið skjal | |||
Tækni og búnaður | Geti notað lyklaborð til að skrá sig inn og út á sitt svæði | ||
Geti notað heyrnartól við vinnu | |||
Sköpun og miðlun | Geti búið til myndasýningu í Power Point | ||
Geti notað Paint til að teikna myndir út frá grunnformum og litað fleti | |||
Siðferði og öryggismál | Fylgi reglum um ábyrga netnotkun | ||
2. þrep | |||
Þekking | Leikni | Hæfni | |
Að nemandi fái tækifæri til að afla sér þekkingar á forritum og möguleikum þeirra til náms. | Að nemandi öðlist leikni í að umgangast og nota tækjabúnað sem styður við lærdómsferlið. | Að nemandi geti nýtt hæfni sína til að nálgast upplýsingar á áhugaverðan hátt. | |
Efnisþáttur | Hæfniviðmið | ||
Vinnulag og vinnubrögð |
Þjálfi rétta fingrasetningu, fingur á heimalyklum | ||
Þekki helstu takka á lyklaborðinu s.s Enter, Space, Back og Shift. | |||
Geti nýtt sér broddstafi ( á, é, í, ó, ú , ý,) og helstu tákn ( @, /, (, ), !, ? ofl.) á lyklaborði | |||
Geti nýtt rafrænt námsefni á einföldu formi til stuðnings við vinnutækni og vinnulag | |||
Geti prentað út eigin verk | |||
Geti útbúið möppu á sínu svæði og vistað eigin verkefni | |||
Upplýsingaöflun og úrvinnsla | Geti notað tölvuna/ipad til ritunar, listsköpunar með fjölbreyttum forritum | ||
Geti leitað að stýrðum upplýsingum og nýtt við verkefnavinnu (vefleiðangur) | |||
Geti afritað texta og myndir af neti og límt inn á eigið skjal | |||
Tækni og búnaður | Geti notað stafræna myndavél/ ipad og sett inn í tölvu | ||
Gangi vel um tölvur og tæki sem þeim fylgja | |||
Sköpun og miðlun | Geti sett mynd (hús) inn í Paint og teiknað út frá henni (fjöll, fólk, faratæki) | ||
Geti búið til myndasýningu með texta í Power Point | |||
Siðferði og öryggismál | Fylgi reglum um ábyrga netnotkun og sé meðvitaður um hættur sem þar leynast | ||
3. þrep | |||
Þekking | Leikni | Hæfni | |
Að nemandi fái tækifæri til að afla sér þekkingar á forritum og möguleikum þeirra til náms. | Að nemandi öðlist leikni í að umgangast og nota tækjabúnað sem styður við lærdómsferlið. | Að nemandi geti nýtt hæfni sína til að nálgast upplýsingar á áhugaverðan hátt. | |
Efnisþáttur | Hæfniviðmið | ||
Vinnulag og vinnubrögð |
Geti beitt réttri fingrasetningu, nota báðar hendur á lyklaborði og fingur á heimalyklum | ||
Geti opnað tölvupóst | |||
Geti ritað skilaboð og upplýsingar í tölvupósti | |||
Geti sent tölvupóst án viðhengis | |||
Geti sent tölvupóst með viðhengi | |||
Geti nýtt sér mismunandi tæknibúnað á hagkvæman og fjölbreyttan hátt (Talgervill, Foxit Reader) | |||
Upplýsingaöflun og úrvinnsla | Geti ritað texta í Word (ca. 7-10 málsgreinar) | ||
Geti nýtt hugbúnað/forrit við framsetningu á einföldum tölulegum gögnum | |||
Geti leitað sjálfstætt að upplýsingum á netinu | |||
Geti unnið úr upplýsingum og nýtt við verkefnavinnu | |||
Geti nýtt hugbúnað/forrit við myndvinnslu, gerð stuttmynda og hljóð- og tónvinnslu | |||
Geti nýtt hugbúnað við einfalda vefsmíð | |||
Sköpun og miðlun | Geti notað hugbúnað/forrit við miðlun þekkingar á skapandi og skýran hátt | ||
Siðferði og öryggismál | Átti sig á þeirri siðferðislegu ábyrgð sem fylgir því að setja efni út á netið | ||
Virði reglur um notkun mynda og upptökur |
Skólaíþróttir
Kennsluskipulag |
||
Tímafjöldi: | Skipulag og samþætting: | Aðlögun í námi: |
Íþróttir 2x í viku (40 mín)
Sund 1x í viku (40 mín)
|
Unnið í hópum þar sem hver og einn nemandi fær þjálfun við sitt hæfi. Kennsla fer fram í sundlaug, íþróttasal, danssal og utandyra. | Tímaseðill, myndrænt form, stöðvar og leikir.
|
Grunnþættir menntunar | Kennsluaðferðir: Vegvísir að fjölbreyttum leiðum í námi |
|
Heilbrigði og velferð
Jafnrétti
Lýðræði og mannréttindi
Læsi
Sjálfbærni
Sköpun
|
Námsmat: Mat á hæfniviðmiðum í námsgrein | ||
1.önn | 2.önn | |
Námsmat |
Reglulegt mat á færniþáttum. |
Reglulegt mat á færniþáttum. |
Vitnisburður | Leiðsagnarmat
Lýsandi endurgjöf á framvindu náms út frá hæfniviðmiðum. |
Vitnisburðarbók:
Skrifleg umsögn út frá hæfniviðmiðum.
|
Sund |
Forþjálfun | |||
Þekking | Leikni | Hæfni | |
Að nemandi afli sér þekkingar á því að
líða vel í vatni
|
Að nemandi öðlist leikni í að framkvæma grunnæfingar í vatnsaðlögun | Að nemandi geti nýtt hæfni sína til að verða sjálfbjarga í vatni | |
Efnisþáttur | Hæfniviðmið Matsviðmið | ||
Líkamsvitund, leikni og afkastageta |
Njóti þess að vera í vatninu og líði vel | · Flot á kvið og baki
· Blása í vatn 10 x · Hoppa af bakka í laug · Ganga með andlit í kafi 3 m
· Ástundum · Líðan í sundkennslu
· Virkni
· Fara eftir fyrirmælum |
|
Geti gengið með andlitið í kafi | |||
Geti blásið í vatnið | |||
Öðlist leikni í að fljóta á bringu og/eða baki með eða án aðstoðar/hjálpartækja | |||
Hoppa af bakka í sundlaug | |||
Félagslegir þættir og samvinna | Upplifi gleði og ánægju að því að hreyfa sig í vatni | ||
Fari eftir leikreglum og fylgi fyrirmælum
|
|||
Hafi kynnst og tileinkað sér samskiptafærni eins og að hlusta, tjá skoðun sína, bíða og bregðast við | |||
Hafi tekið þátt í verkefnum sem krefjast félagslegra samskipta, s.s. að taka tilliti til annarra, aðstoða aðra og hvetja
|
|||
Hafi öðlist öryggistilfinningu í vatni | |||
Heilsa og efling þekkingar | Tileinki sér hreinlæti fyrir og eftir sundtíma | ||
Er fær um að hreyfa sig frjálst í vatni | |||
Taki þátt í ýmsum leikjum sem efla kraft, hraða viðbragð og líkamsþol í vatni | |||
Öryggis og skipulagsreglur | Geti gengið frá fötum á æskilegan hátt | ||
Læri að þvo sér og þurrka. | |||
Fari eftir reglum sem snúa að umgengni og hegðun á sundstöðum. | |||
Geti brugðist við fyrirmælum kennara. | |||
Dagskipulag | Efnisþáttur | Kennsluaðferðir | Námsgögn | Matsviðmið |
Í sundtíma í innilaug og útisvæði |
Vatnsaðlögun | Vatnsaðlögun, flotæfingar, köfunaræfingar, hoppa, leikir og frjáls aðlögun. | Korkur, kútur, núðlur, blöðkur, köfunarhringir og leikföng | +++= Getur
++= Er í framför += þarf þjálfun
|
Þrep 1 | |||
Þekking | Leikni | Hæfni | |
Að nemandi afli sér þekkingar á öryggi og grunnhreyfingum í vatni | Að nemandi öðlist leikni í að framkvæma grunnatriði í helstu sundaðferðum | Að nemandi geti nýtt hæfni sína í að bjarga sér sjálfur og tileinki sér reglur sundstaða
|
|
Efnisþáttur | Hæfniviðmið | Matsviðmið | |
Líkamsvitund, leikni og afkastageta
|
Geti spyrnt sér frá bakka og rennt sér með höfuðið í kafi 2,5 metra eða lengra | · Marglyttuflot
· Hoppa í laug af bakka · Spyrna frá bakka með andlit í kafi og renna 2,5 m eða lengra með andlit í kafi · 10. m bringusund með/eða án hjálpartækja · 10. m skólabaksund með/eða án hjálpartækja
· Læra að sýna örðum virðingu og umburðarlyndi · Virkni
· Ástundun
· Að skilja helstu öryggisreglur sundstaða · Fara eftir fyrirmælum
|
|
Geti framkvæmt bringusund með eða án hjálpartækja | |||
Geti framkvæmt skriðsund með eða án hjálpartækja | |||
Geti framkvæmt skólabaksundsfótartök með eða án hjálpartækja | |||
Hafi tekið þátt í æfingum og leikjum með ýmis áhöld | |||
Geti marglyttuflot með því að rétta úr sér | |||
Geti hoppa af bakka í grunna laug | |||
Félagslegir þættir
|
Hafi upplifað gleði og ánægju af því að hreyfa sig í vatni | ||
Læri að ganga frá tækjum eftir kennslustund | |||
Hafi fengið þjálfun í leikrænum verkefnum sem krefjast félagslegra samskipta, eins og að taka tilliti til annarra, hjálpa öðrum og veita öðrum hvatningu | |||
Hafi tileinkað sér helstu samskiptareglur sem í gildi eru | |||
Hafi tileinkað sér samskiptafærni eins og að hlusta, tjá skoðun sína, bíða og bregðast við | |||
Heilsa og efling þekkingar
|
Tileinki sér hreinlæti fyrir og eftir sund | ||
Hafi upplifað jákvæð atvik í sundkennslu og geti tjáð sig um slíkt | |||
Hafi tekið þátt í ýmsum leikjum sem efla líkamsþol og styrk | |||
Hafi fengið þjálfun í skapandi æfingu og frjálsum leik í vatni | |||
Öryggis og skipulagsreglur |
Hafi lært helstu hugtök sem notuð eru í byrjendakennslu í sundi | ||
Hafi lært að bregðast fljótt við flautuhljóði eða rödd kennara | |||
Hafi tileinkað sér skipulagsform eins og röð, lína, hringur og hópur | |||
Getur farið eftir bað og umgengnisreglum sundstaða | |||
Tileinki sér hreinlæti fyrir og eftir sundkennslu | |||
Hafi lært að fylgja öryggisreglum sundstaðar | |||
Dagskipulag | Efnisþáttur | Kennsluaðferðir | Námsgögn | Matsviðmið |
Í sundtíma í innilaug og útisvæði |
Byrjendakennsla og vatnsaðlögun | Vatnsaðlögun, grunnfærni í bringu-, skrið- og skólabaksundi. Flotæfingar, köfunaræfingar, hoppa, leikir og frjáls aðlögun. | Korkur, kútur, núðlur, köfunarhringir, leikföng | +++= Getur
++= Er í framför += þarf þjálfun |
Þrep 2 | |||
Þekking | Leikni | Hæfni | |
Að nemandi afli sér þekkingar á helstu sundaðferðum og björgun | Að nemandi öðlist leikni í að geta bjargað sér og synt ákveðna vegalengd | Að nemandi geti nýtt hæfni sína í að fara sjálfur í sund og tileinki sér reglur sundstað. Nýta færni til frekari þjálfunar | |
Efnisþáttur | Hæfniviðmið | Matsviðmið | |
Líkamsvitund, leikni og afkastageta
|
Geti tekið þátt í æfingum með og án áhalda sem tengja saman mismunandi sundhreyfingar | · 25 metra bringusund
· 15 metra skólabaksund · 25 metra skriðsund · 15 metra baksund · Stunga af bakka · Kafa eftir hlut á 1 -1,5 metra dýpi · Fatasund · Þolsund (200 m.) |
|
Hafi náð valdi á samspili grunnhreyfinga í bringusundi, skólabaksundi, skriðsundi og baksundi | |||
Geti spyrnt frá bakka og synt í kafi | |||
Geti stungið sér af bakka | |||
Hafi náð tökum á undirbúningsæfingum og leikjum í vatni | |||
Félagslegir þættir
|
Geti tekið þátt í verkefnum þar sem 2 eða fleiri nemendur vinna saman eða til skiptis | · Læri að sýna öðrum virðingu og umburðarlyndi
· Virkni í kennslustundum · Líðan í kennslustund
· Fara eftir öryggisreglum á sundstöðum · Umræða um björgun · Fara eftir fyrirmælum kennara og starfsmanna |
|
Hafi tileinkað sér markmið æfinga og leikja sundkennslunnar | |||
Geti unnið að sjálfstæðum verkefnum eins og æfingar í stöðvaþjálfun | |||
Geti tekið þátt í leikjum og æfingum í vatni sem auka vellíðan og styrkja samskipti | |||
Heilsa og efling þekkingar
|
Þekki helstu hugtök sem notuð eru í kennslu í sundi | ||
Taki þátt leikjum sem þjálfa færni í sundaðferðum | |||
Þjálfi þol fyrir sundaðferðir | |||
þjálfi þol fyrir björgunarsund | |||
Geti fengið upplýsingar um möguleika á frekari sundþjálfun hjá íþróttafélagi | |||
Geti tekið þátt í fjölbreyttum undirbúningsæfingum sem leggja grunn að sundaðferðum. | |||
Öryggis og skipulagsreglur |
Geti farið eftir skipulagsreglum sundstaða | ||
Geti farið eftir reglum sundstaða | |||
Geti brugðist við ef óhapp ber að höndum | |||
Geti tekið þátt í umræðum um björgunarþætti | |||
Geti tekið fram og gengið frá sundáhöldum á réttan og öruggan hátt | |||
Geti farið eftir öryggisreglum sundstaða | |||
Dagskipulag | Efnisþáttur | Kennsluaðferðir | Námsgögn | Matsviðmið |
Í sundtíma í innilaug og útisvæði |
Sundkennsla | Grunnfærni og kennsla í öllum sundaðferðum. Flotæfingar, köfunaræfingar, hoppa, leikir og björgun | Korkur, kútur, núðlur, froskalappir, köfunarhringir og leikföng | +++= Getur
++= Er í framför += þarf þjálfun Tímataka |
Íþróttir |
Forþjálfun | ||||||
Þekking | Leikni | Hæfni | ||||
Að nemandi afli sér þekkingar á grunnhreyfingum
|
Að nemandi öðlist leikni í að framkvæma einfaldar æfingar | Að nemandi geti nýtt hæfni sína og fært yfir í daglegt líf | ||||
Efnisþáttur | Hæfniviðmið | Matsviðmið | ||||
Líkamsvitund, leikni og afkastageta |
Framkvæmi grunnhreyfingar eins og að hlaupa, ganga, hoppa, stökkva og klifra án erfiðleika | · Getur hoppað jafnfætis og yfir línu
· Sprellikarlahopp · Skíðahopp · Getur hoppað á öðrum fæti · Getur valhoppað · Getur gengið eftir línu/slá · Gengur upp og niður tröppur · Getur kastað og gripið bolta · Gengur á tá og hælum · Gera flugvél · Klifra upp á kistu/rimla/bekk · Kollhnís
· Hegðun
· Virkni · Fara eftir fyrirmælum |
||||
Framkvæmi æfingar með ýmis áhöld eins og húllahring, sippuband, bolta og baunapoka | ||||||
Stundi æfingar og leiki sem reyna á samhæfingu. | ||||||
Taki þátt í leikjum og æfingum sem reyna á samspil skynfæra | ||||||
Leysi af hendi verkefni og æfingar sem hafa áhrif á jafnvægi, sjónskyn, heyrn, snertingu og vöðva- og liðamót | ||||||
Hafi fengið þjálfun í æfingum með ýmis áhöld | ||||||
Taki þátt í æfingum sem reyna á afkastagetu hjarta- og æðakerfis og styrk | ||||||
Félagslegir þættir og samvinna | Fari eftir leikreglum og fylgi fyrirmælum | |||||
Þjálfist í ýmsum leikjum eða æfingum sem krefjast samvinnu | ||||||
Heilsa og efling þekkingar | Hefur náð tökum á helstu gróf- og fínhreyfingum eins og að hlaupa, hoppa og velta á mismunandi hátt | |||||
Hefur náð tökum á helstu fínhreyfingum eins og að kasta og grípa og vinna með önnur létt áhöld | ||||||
Öryggis og skipulagsreglur | Læri að bregðast við fyrirmælum og merkjum kennara eins og flautuhljóði | |||||
Dagskipulag | Efnisþáttur | Kennsluaðferðir | Námsgögn | Matsviðmið | ||
Í íþróttasal eða í Setri |
Grunnhreyfifærni | Grunnfærni og kennsla í hreyfingu. Hoppa, hlaupa, ganga, stökkva og klifra. | Boltar, jafnvægisslá, baunapokar, sippubönd, kaðlar, dýna og trampólín | +++= Getur
++= Er í framför += þarf þjálfun |
||
Þrep 1 | ||||||
Þekking | Leikni | Hæfni | ||||
Að nemandi afli sér þekkingar á grunnhreyfingum og fjölbreyttum leikjum og æfingum
|
Að nemandi öðlist leikni í að framkvæma ákveðnar æfingar og taka þátt í leikjum | Að nemandi geti nýtt hæfni sína og fært yfir í daglegt líf | ||||
Efnisþáttur | Hæfniviðmið | Matsviðmið | ||||
Líkamsvitund, leikni og afkastageta |
Framkvæmi æfingar með ólíkum áhöldum eins og gjarðir, sippuband, bolta og baunapoka ofl. | · Hanga í rimlum og lyfta hnjám upp fyrir mjaðmahæð 5 sinnum
· Rekja bolta 10m og kasta í vegg og grípa. · Kollhnís niður halla
· Hegðun · Virkni
· Að sýna öðrum virðingu og umburðarlyndi
· Fara eftir fyrirmælum kennara og starfsmanna · Fara eftir öryggis- og skipulagsreglum í íþróttahúsum |
||||
Stundi æfingar og leiki sem reyna á samhæfingu. | ||||||
Taki þátt í leikjum og æfingum sem bæta líkamshreysti og þrek | ||||||
Taki þátt í æfingum sem reyna á afkastagetu hjarta- og æðakerfis og styrk | ||||||
Taki þátt í íþróttaiðkun utanhús | ||||||
Hafi lært heiti helstu líkamsæfinga og heiti yfir helstu hreyfingar | ||||||
Félagslegir þættir og samvinna | Fari eftir leikreglum og fylgi fyrirmælum | |||||
Þjálfist í ýmsum leikjum eða æfingum sem krefjast samvinnu | ||||||
Hafi leyst verkefni af hendi þar sem tekið hefur verið tilliti til annarra | ||||||
Hafi fengið tækifæri til að ræða um stríðni og einelti og brugðist við umræðu á æskilegan hátt | ||||||
Geti unnið með tilfinningar sem fylgja því að vinna og tapa í leikjum | ||||||
Hafi tekið þátt æfingum sem efla sjálfstraust og viljastyrk | ||||||
Heilsa og efling þekkingar | Taki þátt í umræðu um gildi hreyfingar fyrir sál og líkama | |||||
Geti rætt um jákvæða sjálfsmynd og fjölbreytta möguleika til að hreyfa sig | ||||||
Öðlist þekkingu á starfsemi líkamans í tengslum við hreyfingu og ástund íþrótta og geti þrifið sig að lokinni kennslustund í íþróttum | ||||||
Öryggis og skipulagsreglur | Læri að bregðast við fyrirmælum og merkjum kennara eins og flautuhljóði | |||||
Geti umgengist áhöld og tæki á öruggan hátt | ||||||
Læri og tileinki sér helstu umgengnisreglum í íþróttamannvirkjum s.s að ganga frá fatnaði. | ||||||
Dagskipulag | Efnisþáttur | Kennsluaðferðir | Námsgögn | Matsviðmið | ||
Í íþróttahúsi og á skólalóð |
Íþróttakennsla | Kennsla í hreyfingu, æfingum og leikjum | Þau gögn sem til þarft við kennslu í þeim æfingum sem við á | +++= Getur
++= Er í framför += þarf þjálfun
|
||
Þrep 2 | ||||||
Þekking | Leikni | Hæfni | ||||
Að nemandi afli sér þekkingar á hreyfingu og fjölbreyttum leikjum og æfingum
|
Að nemandi öðlist leikni í að framkvæma ákveðnar æfingar og taka þátt í leikjum | Að nemandi geti nýtt hæfni sína og fært yfir í daglegt líf | ||||
Efnisþáttur | Hæfniviðmið | Matsviðmið | ||||
Líkamsvitund, leikni og afkastageta |
Hafi tekið þátt í umræðu um mikilvægi hreyfingar, markvissa þjálfun, og tileinki sér rétta tækni við vöðvateygjur | · 5 armbeygjur
· Badmintonhæfni (halda á lofti 5 sinnum) · Rekja bolta, sparka í vegg og bolti stöðvaður · Rekja körfubolta með vinstri og hægri hendi
· Hegðun · Virkni · Að geta unnið með öðrum
· Að sýna öðrum virðingu og umburðalyndi · Fara eftir fyrirmælum kennara og starfsmanna · Fara eftir öryggis- og skipulagsreglum í íþróttahúsum |
||||
Þekki áhrif þolþjálfunar á hjarta og blóðrásarkerfi og mikilvægi hvíldar fyrir líkama og sál | ||||||
Þjálfist í samsettum hreyfingum eins og í leikjum sem efla hreyfiþörf og samspil skynjunar | ||||||
Fái aukna þjálfun í samhæfingu hreyfinga og tenginu þeirra í eina heild | ||||||
Læri helsta orðaforða íþrótta og sérkenni einstakra íþróttagreina | ||||||
Taki þátt í íþróttaiðkun utanhús | ||||||
Félagslegir þættir og samvinna | Hafi fengið reynslu af þátttöku í æfingum, útivist og leikjum sem efla sjálfsmynd, viljastyrk og áræði | |||||
Þekki hugtök sem tengjast samskiptum s.s tillitssemi, virðingu og umburðarlyndi | ||||||
Virði réttindi allra til að taka þátt á eigin forsendum | ||||||
Hafi tileinkað sér háttvísi í leik og starfi, læri að taka sigri og ósigri í keppni og fara eftir reglum | ||||||
Sé fær um að leysa úr ágreiningsmálum sem koma upp á jákvæðan hátt | ||||||
Hafi þjálfast í hæfni mismunandi íþróttagreina og leikja | ||||||
Hafi tekið þátt í æfingum og leikjum sem efla samvinnu og samskipti þar sem veita þarf félaga eða félögum stuðning | ||||||
Heilsa og efling þekkingar | Taki þátt í umræðu um gildi hreyfingar fyrir sál og líkama | |||||
Geti rætt um jákvæða sjálfsmynd og fjölbreytta möguleika til að hreyfa sig | ||||||
Öðlist þekkingu á starfsemi líkamans í tengslum við hreyfingu og ástund íþrótta og geti þrifið sig að lokinni kennslustund í íþróttum | ||||||
Öryggis og skipulagsreglur
|
Þekki viðeigandi klæðnað við íþróttaiðkun | |||||
Fari eftir reglum sem snúa að umgengni í íþróttamannvirkjum og íþróttahúsum | ||||||
Geti sagt frá þeim reglum sem gilda á kennslusvæði íþrótta og umgangist áhöld og tæki á öruggan hátt | ||||||
Dagskipulag | Efnisþáttur | Kennsluaðferðir | Námsgögn | Matsviðmið | ||
Í íþróttahúsi og á skólalóð |
Íþróttakennsla | Kennsla í hreyfingu, æfingum og leikjum | Þau gögn sem til þarft við kennslu í þeim æfingum sem við á | +++= Getur
++= Er í framför += þarf þjálfun
|