Starfsáætlun sérdeildar Sunnulækjarskóla

Hagnýtar upplýsingar

Skólaárið 2023-2024 stunda 30 nemendur nám við deildina. Auk þess veitir Setrið í samvinnu við skólaþjónustu Árborgar, ráðgjöf til grunnskóla

  • Árlegur starfstími sérdeildar fylgir skóladagatali Sunnulækjarskóla.
  • Áhersla er lögð á að nemendur fái tækifæri til að taka þátt í föstum hefðum í skólastarfinu í sínum heimaskóla með viðeigandi stuðningi s.s. þemadögum, vinaviku, söngstundum, jólaballi, árshátíð og bekkjaruppákomum.
  • Fulltrúi nemenda í Setrinu situr í nemendaráði Sunnulækjarskóla og tekur þátt í skipulagningu á félagslífi skólans.
  • Foreldraviðtöl á foreldradögum fara að jafnaði fram í heimaskóla nemenda og fulltrúi frá Setrinu tekur þátt í fundinum.
  • Foreldraviðtöl nemenda sem stunda alfarið nám í Setrinu fara fram í Setrinu.
  • Setrið fylgir skólareglum Sunnulækjarskóla.
  • Setrið tekur á móti nemendum frá kl. 7.50.
  • Ferðaþjónustubílar á Selfossi koma á bilinu 7.50 – 8.10.
  • Skóla lýkur kl. 13.30 á mánudögum til fimmtudags.
  • Skóla lýkur 13.00 á föstudögum.
  • Nemendur nýta mötuneyti Sunnulækjarskóla og skrá foreldrar börn sín í matar og eða ávaxta áskrift.
  • Frístundaheimili fyrir nemendur í 1. – 4. bekk starfar frá 13.00 - 16.30.
  • Frístundaklúbburinn Kotið er fyrir nemendur Árborg í 5. – 10. bekk starfar frá 13.00 - 16.30.
  • Frístundaheimilið og Kotið eru opin á starfs- og foreldradögum, jóla- og páskaleyfi frá 8.00 – 16.30. Lokað í vetrar- og haustleyfi.
  • Nemendur hafa aðgang að skólahjúkrunarfræðingi Sunnulækjarskóla.
  • Forföll skal tilkynna daglega til ritara eða hringja beint í Setrið.
  • Beiðni um leyfi tilkynnist deildarstjóra.

 

Eftirfarandi efnisatriði falla undir starfsáætlun Sunnulækjarskóla:

Innra mat
Símenntunaráætlun
Rýmingaráætlun

Starfsfólk
Skipurit
Umsóknarferli
Ráðgjöf
Fagráð