Mötuneyti

IMG_2343

Mötuneyti er rekið við skólann og býðst nemendum heitur matur í mötuneyti skólans, hádegismaturinn er gjaldfrjáls. Einnig býðst nemendum mjólkuráskrift fyrir 46 kr. og ávaxtaáskrift að morgni fyrir 102 kr. á dag.

Hádegisverður nemenda er sem hér segir: 1.,3. og 4. bekkur  kl.11:30 -12:00, 2., 5. og 6. bekkur kl. 11:50-12:20, 7. bekkur kl 12:30 – 13:00 og 8.-10.bekkur kl.12:10-12:40.  Stuðningsfulltrúar annast gæslu nemenda í matartímum.

Ávaxta og mjólkuráskrift eru seldar í áskriftarformi og þarf að greiða fyrir heilan mánuð í senn. Skráning fer fram í gegnum: Mín Árborg https://ibuagatt.arborg.is/.       ATH einnig þarf að skrá nemendur í hádegismat þrátt fyrir að máltíðir séu gjaldfrjálsar

Ath. að mataráskrift endurnýjast sjálfkrafa á milli ára og þarf því ekki að sækja um að hausti ef engar breytingar eru á áskriftinni.

Greiðslur eru innheimtar sem krafa í heimabanka.