Um skólann

Sunnulækjarskóli

IMG_2326

Skólastjóri: Hermann Örn Kristjánsson | hermann@sunnulaek.is
Aðstoðarskólastjóri: Ragnheiður Guðný Magnúsdóttir | ragnheidurgm@sunnulaek.is

Sunnulækjarskóli er við Norðurhóla 1 á Selfossi.  Hann tók til starfa í ágúst 2004  með 1.- 4. bekk en er nú heildstæður skóli með bekkjardeildir frá 1.- 10. bekk.  Sérdeild Suðurlands er deild innan Sunnulækjarskóla og í daglegu tali nefnd Setrið.

Sunnulækjarskóli er skóli sem lærir. Skólinn er samfélag þar sem allir vinna saman að því að læra, þroskast og taka framförum.  Við viljum byggja upp sterkt lærdómssamfélag nemenda og starfsmanna og leggjum áherslu á metnaðarfullt skólastarf þar sem virðing og traust ríkir.  Góð samvinna starfsfólks, nemenda, foreldra og annarra samstarfsaðila skólans er mjög mikilvæg.

Nemendur eru settir í öndvegi og við viljum rækta með þeim áræði, þrek og þor til að takast á við þau fjölmörgu og fjölbreyttu verkefni sem bíða þeirra á lífsleiðinni. Við viljum að nemendum og starfsfólki líði vel í skólanum og gangi glaðir til starfa.

Í Sunnulækjarskóla vinna allir í teymum. Þannig nýtum við styrkleika og margbreytileika hópsins betur og margar hendur vinna létt verk. Umsjónarkennarar innan árgangs mynda kennarateymi sem og faggreinakennarar, list- og verkgreinakennarar, íþróttakennarar og sérkennarar ásamt þroska- og iðjuþjálfum. Kennarateymin framkvæma og stjórna daglegu skólastarfi tiltekinna árganga eða námshópa. Góð teymisvinna er liður í að byggja upp sterkt lærdómssamfélag í skólanum.

Einkunnarorð skólans eru  GLEÐI - VINÁTTA - FRELSI.