Náms- og starfsráðgjöf
Náms- og starfsráðgjafar Sunnulækjarskóla
Jóhanna Einarsdóttir
johannae@sunnulaek.is
8:00 - 16:00 virka daga
Laufey Guðný Kristinsdóttir
laufeygk@sunnulaekjarskoli.is
8:00 - 16:00 virka daga
Hlutverk náms- og starfsráðgjafa er að standa vörð um velferð allra nemenda. Hann er trúnaðarmaður og talsmaður nemenda og er bundinn þagnarskyldu um einkamál þeirra.
Náms- og starfsráðgjafar bjóða upp á fræðslu í stærri og smærri hópum sem vinna að einstökum verkefnum, til dæmis vegna náms- og starfsvals, námstækni, sjálfsstyrkingu og samskiptavanda. Nemendur geta leitað til náms- og starfsráðgjafa í frímínútum eða eftir skóla. Einnig geta þeir komið á kennslutíma en þurfa þá leyfi kennara. Foreldrar geta líka leitað til námsráðgjafa vegna barna sinna.
Meginmarkmið náms- og starfsráðgjafar er að:
- Efla vitund einstaklinga um eigin hæfileika, viðhorf og áhuga þannig að þeir getið notið sín í námi og starfi.
- Ráðgjöfinni er ætlað að auðvelda einstaklingum að átta sig á styrkleikum, færni og áhuga til að auðvelda þeim að ákveða stefnu í námi og starfi.
- Náms- og starfsráðgjöf á að vera allt í senn, fyrirbyggjandi, græðandi, fræðandi og þroskandi.
- Hlutverk náms- og starfsráðgjafar snýr að velferð nemenda, ekki einungis með framtíðarðarplön þeirra í huga heldur einnig, líðan, sjálfsþekkingu, uppbyggingu sjálfsmyndar og bættum samskiptum.
Helstu þættir sem snúa að verkefnum náms- og starfsráðgjafa
Náms- og starfsfræðsla
Skólaárið 2024-2025 verður nemendum í 8-10. bekk boðið upp á náms- og starfsfræðslu í lotum.
Áhersla er á að nemendur:
- Kynnist þeim möguleikum sem þeim standa til boða er varða nám og störf að loknum grunnskóla.
- Geri raunhæfar áætlanir um náms- og starfsval.
- Skoði námsaðferðir sínar/námstækni og hvernig þeir geta styrkt sig sem námsmenn.
- Þekki áhugasvið sitt, hæfileika, gildi og styrkleika.
- Þjálfist í að setja sér markmið og horfi til framtíðar.
- Efli færni sína við ákvarðanatöku sem byggir á sjálfsþekkingu og sjálfstæði.
Námstækni
Námstækni er bætt skipulag í námi sem allir geta nýtt sér ef áhugi er fyrir hendi.
Bætt námsaðferð/námstækni getur stuðlað að:
- skipulagðari vinnubrögðum
- tímasparnaði
- minni námskvíða
- auknum námsárangri
Persónuleg ráðgjöf
- Persónuleg ráðgjöf felst í að veita nemendum og forráðamönnum ýmiskonar aðstoð og stuðning svo nemendur nái settu marki í námi sínu og skólagangan nýtist sem best.
- Persónuleg vandamál geta haft þau áhrif á nemandann að þau hamli honum í námi. Þau geta verið af ýmsum toga, s.s. námsleg, félagsleg, tilfinningaleg og tengd samskiptum.
- Náms- og starfsráðgjafi aðstoðar nemendur að leita lausna og veitir þeim stuðning og eftirfylgni.
Námskeið sem náms- og starfsráðgjafar bjóða upp á í 5. -10. bekk eru fjölbreytt og aðlögðuð að þörfum nemenda hverju sinni. Hér að neðan má sjá dæmi um námskeið sem standa nemendum til boða:
Blómstrandi ungmenni - vellíðan í átt að bættum samskiptum
- Markmiðið með námskeiðinu snýr að velferð nemenda og er ætlað að:
- stuðla að jákvæðum samskiptum
- styrkja sjálfsmyndina
- auka vellíðan og sjálfsþekkingu
- Sterk sjálfsmynd og góð sjálfsþekking stuðlar að vellíðan og getur bætt félagsleg samskipti
- Námskeiðið Blómstrandi ungmenni byggir á:
- verkfærakistu KVAN - Höfundur: Vanda Sigurgeirsdóttir
- Hugarfrelsi - Höfundar: Hrafnhildur Sigurðardóttir og Unnur Arna Jónsdóttir
- jákvæðri sálfræði
- Á námskeiðinu er lögð áhersla á virðingu og traust og að vera góð manneskja
- Nemendur meta líðan sína í upphafi og lok námskeiðs á hamingjukvarða í vinnubók
- Námskeiðið er í 70 mínútur í senn í sex skipti
- á hverju námskeiði eru fimm til sex þátttakendur
- foreldrar/forráðamenn fá tölvupóst með upplýsingum eftir hverja kennslustund.
Sjálfstyrkingarnámskeið
- Markmiðið með sjálfstyrkingarnámskeiðinu er að efla einstaklinginn og auka vellíðan hans
- Sjálfstyrking er fólgin í því að þátttakendur læri betur á tilfinningar sínar og fái þjálfun í því að tengja þær andlegri og líkamlegri líðan í gegnum slökun
- Bestu forvarnir eru að læra á sjálfa/n sig, tilfinningar og líðan til að geta brugðist rétt við aðstæðum og umhverfi
- Námskeiðið byggir á aðferðum:
- Námskeiðið er einu sinni í viku í sex vikur, tvær kennslustundir í senn
- þátttakendur eru fjórir til fimm á hverju námskeiði
- foreldrar/forráðamenn fá tölvupóst sendan með upplýsingum eftir hverja kennslustund.