BRÚIN

Brúin er sértækt stuðningsúrræði fyrir nemendur sem þurfa stuðning umfram það sem hefðbundin sérkennsla felur í sér. Þar býðst nemendum öruggt athvarf og tækifæri til að eflast félagslega, tilfinningalega og námslega í aðlöguðu umhverfi. Brúin getur verið úrræði til lengri eða skemmri tíma og fer alfarið eftir stöðu hvers nemanda. 

Þjónusta Brúarinnar er liður í farsæld barna þar sem hugtakið “farsæld barna” vísar í aðstæður þar sem barn getur náð þroska og heilsu á eigin forsendum
(https://island.is/s/bofs/farsaeld-barna)

Starfsmenn Brúarinnar eru sérkennarar, tómstunda- og félagsmálafulltrúi ásamt stuðningsfulltúum og tilfallandi fagaðilum.

Verkfærakistan

Í Brúnni gefst tækifæri til að finna út hvað hentar hverjum nemanda en markmiðið er að hver og einn nemandi tileinki sér leiðir og verkfæri sem styðja hann í skólastarfi.

  • TEACCH
  • Sjónrænn stuðningur
  • Cat kassinn
  • Pomodoro tækni
  • Skynjunar pásur
  • Tækni og gervigreind
  • Núvitundar æfingar
  • Listsköpun sem tjáningarform

Skipulagið

Tekið er mið af stöðu og dagsformi hvers og eins nemanda. Misjafnt er milli einstaklinga hvort þeir eru alfarið eða hluta til í Brúnni. Fastur tímarammi heldur utan um starfssemina með möguleika á
sveigjanleika.

Innan skipulagsramma er tími fyrir vinnustundir í kjarnafögum en misjafnt er hvort nemendur fylgja árgangi eða ekki.
Verkefni eru aðlöguð í samvinnu við árgangakennara.
Hópatímar eru í öðrum greinum þar sem mögulegt er að samtvinna námsgreinar með sköpun að leiðarljósi.

Þegar tækifæri gefst er boðið upp á ferðir í nágrenni og fræðslu frá fyrirtækjum, söfnum og listamönnum, sjálfsræktarstöðvum, félagsmiðstöðvum, tónlistarskólum o.fl.
Hreyfing og útivera er hluti af námi þar sem náttúran í nærumhverfinu er nýtt og fléttuð inn í daglegt nám.

Hvernig er sótt um þjónustu?

Brúin er hluti af þeim úrræðum sem lausnateymi skólans hefur yfir að ráða þegar málefni nemenda eru tekin fyrir þar. Umsókn og ákvörðun um nám í Brúnni er svo í samráði við deildarstjóra og foreldra.