Matseðill

Matseðill

Matseðill

Matseðill

Matseðill

Matseðill

Jólasögur í 2. bekk

By Hermann | 14. desember 2011

Í dag var jólasögudagur í 2. bekk.  Nemendur sömdu sínar eigin jólasögur um sín eigin jól og fluttu fyrir skólafélaga sína.

Jólasögurnar fjölluðu um jólamánuðinn, allt frá þrifum (gluggaþvottur með ediki og sápu), yfir í sjálft jólahaldið. Nemendur voru afar áhugasamir um að tala í pontu og stóðu sig allir vel.

Smákökumaraþon hjá 8.- 10. bekk.

By Hermann | 13. desember 2011



Nemendur í 8.- 10. bekk héldu árvisst smákökumaraþon í skólanum 8. desember sl. með dyggri aðstoð foreldra og kennara.  Nemendafélagið skipuleggur viðburðinn en María Maronsdóttir, heimilisfræðikennari, hefur yfirumsjón með bakstri og reglusemi í eldhúsinu.


Afraksturinn var svo gefinn til góðra málefna í Árborg og voru um 200 smákökupokar afhentir kirkjunni og um 100 pokar á Grænumörk.

Skemmtilegur skreytingadagur 2. desember

By Hermann | 9. desember 2011

Skreytingadagurinn hófst með jólasöngstund í Fjallasal og svo var farið inn á kennslusvæðin þar sem margvísleg og skemmtileg verkefni voru í boði.  Skólinn var skreyttur hátt og lágt svo nú er jólalegt um að litast hjá okkur.

Skreytingardagur í Sunnulækjarskóla

By Hermann | 1. desember 2011


Föstudaginn 2. desember verður skreytingadagur í Sunnulækjarskóla. Þá mun öll hefðbundin kennsla (þ.m.t. íþróttir og verkgreinar) verða lögð til hliðar. Nemendur vinna á stöðvum þar sem ýmislegt verður í boði föndur og fleira.

Af þessu tilefni bjóðum við þeim foreldrum sem hafa tök á, að koma og vera með okkur þennan dag og aðstoða við vinnuna. Þeir sem ekki hafa tök á að vera með okkur allan daginn eru velkomnir til að kíkja við og aðstoða í skemmri tíma yfir daginn.

Að venju hefjum við daginn með söngstund þar sem allir nemendur og starfsfólk skólans koma sér fyrir í Fjallasal og syngja saman nokkur jólalög. Gaman væri ef allir geta klætt sig í rautt og þeir sem vilja mega koma með jólasveinahúfu.

Vinsamlegast athugið að þennan dag lýkur kennslu hjá 1. – 5. bekk kl. 12:50, og hjá 6. – 10. bekk kl. 12:00

Aðalfundur FÁS, foreldrasamtaka á Suðurlandi

By Hermann | 28. nóvember 2011



  • Aðalfundur FÁS, foreldrasamtaka á Suðurlandi verður haldinn í Bókasafninu, Brautarholti á Skeiðum í kvöld 28. nóvember kl.20:30

    Dagskrá

    Venjuleg aðalfundarstörf.

  • Kjósa þarf 5 manna stjórn.

  • Formenn foreldrafélaga leggja fram ársskýrslur 2010.

  • Önnur mál.


Kaffiveitingar og allir foreldrar/forráðamenn velkomnir

Mætum vel

Stjórn FÁS