Símareglur í Sunnulækjarskóla

Sunnulækjarskóli er símalaus skóli. Það á við um kennslustundir og frímínútur, hvort sem er í skólahúsnæði eða skólalóð.

Nemendur eru hvattir til að skilja símtæki eftir heima. Þeir sem ekki fara heim eftir skóla og þurfa að hafa símtæki með í skólann eru beðnir um að hafa það í tösku á hljóðlausri stillingu.

Í einstaka þemaverkefnum eða undirbúningi árshátíðar o.s.frv. geta kennarar veitt leyfi fyrir símanotkun með sérstökum símapassa. Við þau tækifæri er mikilvægt að muna að við tökum hvorki myndir né myndskeið af starfsfólki og nemendum án leyfis.

 

Hvað gerist ef símareglur eru brotnar?

  1. stig. Nemandi notar síma í leyfisleysi

Viðbragð: Nemandi fær áminningu frá starfsmanni og tækifæri til að ganga frá símanum í tösku á hljóðlausa stillingu. Atvik skráð í Mentor.

  1. stig. Endurtekið brot á símareglum.

Viðbragð: Nemandi fær tækifæri til að afhenda símann starfsmanni sem fer með hann til umsjónarkennara eða á skrifstofu skólans eftir atvikum í geymslu þar til skóladegi lýkur. Nemandi nær í símann að skóladegi loknum. Atvik skráð í Mentor.

Neiti nemandi að afhenda starfsmanni síma er hring í foreldri og það beðið um að koma í skólann og ná í símann.

  1. stig. Nemandi brýtur skólaregluna ítrekað.

Viðbragð: Fundað með foreldri og nemanda. Lausn fundin, t.d. að sími sé skilinn eftir heima. Fundargerð skráð og undirrituð.

Má starfsmaður taka síma af nemanda?

Umboðsmaður barna svarar þessari spurningu á eftirfarandi hátt:

Það er lykilatriði að þær reglur sem gilda í skólanum séu skýrar og kynntar nemendum þannig að nemendur geri sér grein fyrir því hvaða afleiðingar það gæti haft í för með sér ef skólareglurnar eru brotnar.

Nemendum í grunnskólum ber að fylgja skólareglum og fyrirmælum kennara og annars starfsfólks, eins og meðal annars kemur fram í 14. gr. laga um grunnskóla og 4. gr. reglugerð um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins. Ef nemandi virðir ekki skólareglur eða fer ekki eftir fyrirmælum starfsmanns skólans þá er starfsmanninum heimilt bregðast við í samræmi við skólareglurnar.

Þegar um er að ræða hegðun sem getur valdið öðrum skaða eða eignatjóni getur kennari eða starfsfólk skólans brugðist við á grundvelli neyðarréttar með því að taka síma eða aðrar eignir af nemendum. Dæmi um slíkt væri ef nemandi væri að nota síma í kennslustund til þess að taka upp myndband eða myndir af einhverjum til að gera grín af eða niðurlægja á einhvern hátt eða sýna myndir eða annað efni í símanum sem getur talist meiðandi.