112 dagurinn

Á 112 daginn fengum við góða heimsókn í 3. bekk frá Brunavörnum Árnessýslu. Nemendur í 3. bekk tóku þátt í eldvarnargetraun í desember og var einn nemandi úr Sunnulækjarskóla dreginn úr innsendum réttum miðum.  Var það Ásta Kristín Ólafsdóttir nemandi í 3. SE sem fékk afhent verðlaun.