Hermann

Ólympíuhlaupið

Miðvikudaginn næsta verður hlaupið Ólympíuhlaup í 1. – 10. bekk Tímasetningar: 1.-2. bekkur – kl. 8:30 3.-6. bekkur – kl. 10:00 7.-10. bekkur – kl. 11:45 Dagurinn er merktur uppbrotsdagur í skóladagatali og því má gera ráð fyrir óhefðbundnu skólastarfi sem lýkur kl. 13:00. Skólaakstur verður kl. 13:00

Skólasetning

Skólasetning fer fram miðvikudaginn 23. ágúst 2023 í Fjallasal. Eftir stutta samkomu á sal munu nemendur hitta umsjónarkennara. Kl. 09:00 Nemendur í 2. – 6. bekk, f. 2016 – 2012 Kl. 10:00 Nemendur í 7. – 10. bekk, f. 2011 – 2008 Nemendur og forráðamenn 1. bekkjar (f. 2017) verða boðaðir til viðtals með umsjónarkennara

Skólaakstur fellur niður í dag, 19. desember

Skólaakstur á vegum GT fellur niður í dag en skólastarf verður með hefðbundnu sniði og sund samkvæmt stundatöflu. Aðalinngangar skólans eru opnir og aðgengilegir en snjóþungt er við suðurenda skólans (þann sem snýr út að leiksvæðinu).

Kennaraþing Suðurlands 30. september

Kæru foreldrar og forráðamenn. Þing Kennarafélags Suðurlands fer fram á Flúðum á morgun fimmtudaginn 29. september frá kl. 14:00 og allan föstudaginn. Af þeim sökum lýkur skólastarfi kl. 13:00 á morgun og engin kennsla fer fram á föstudaginn. Nánari upplýsingar veita stjórnendur. https://sunnulaek.is/skolinn/skoladagatal/

Fræðsluerindi fyrir forráðamenn nemenda í 8. bekk

Fræðsluerindi fyrir forráðamenn nemenda í 8. bekk frá Skólaþjónustu Árborgar og Sunnulækjarskóla​ verður haldið Þriðjudaginn 27. september  kl: 17:00-18:30 Setning – áherslur skólans  – unglingadeildin ​ Hermann Örn Kristjánsson, skólastjóri​ Þjónusta fjölskyldusviðs – kynning á helstu áherslum er snúaað sviðinu; skóla– og félagsþjónusta. Hvernig fæ ég aðstoð? Verkferlar og ​ vinnulag kynnt.  ​ Gunnar Eysteinn Sigurbjörnsson,deildarstjóri frístundaþjónustu​ ​Unglingsárin – Félagsleg þátttaka unglinga í Árborg. Guðmunda Bergsdóttir, frístundaleiðbeinandi​ ​Umsjónarkennarar árgangsins fara yfir ýmis gagnleg mál og foreldrasamstarfið   ​

Fræðsluerindi fyrir forráðamenn nemenda í 5. bekk 

Fræðsluerindi fyrir forráðamenn nemenda í 5. bekk ​ frá Fjölskyldusviði Árborgar og Sunnulækjarskóla ​ Þriðjudaginn 13. september  kl:17:00-18:00 í Fjallasal Sunnulækjarskóla​ Dagskrá: Sunnulækjarskóli: Skólinn, teymi, opinn skóli, uppeldi til ábyrgðar og fleiri​ gagnlegar upplýsingar sem snúa að miðstigi. – Stjórnendateymi Sunnulækjarskóla. ​ Þjónusta fjölskyldusviðs Árborgar: Hvernig fæ ég aðstoð? Verkferlar og vinnulag.​ – Heiða Ösp Kristjánsdóttir, deildarstjóri fjölskyldusviðs kynnir vinnulag.​ Barnið og fjölskyldan: Líðan, áhrifaþættir og lausnir. – Sigþrúður Birta Jónsdóttir og Anna Rut Tryggvadóttir frá Félagsþjónustu Árborgar.​ Námsefniskynning: Farið yfir praktískt mál í tengslum við námið, skipulag og fleira. – Umsjónarkennarar. ​ Umræður og fyrirspurnir eins og tími leyfir.

Ólympíuhlaupið 7. september

Á morgun miðvikudaginn 7. september hefjum við átakið Göngum í skólann með hinu árlega Ólympíuhlaupi. Hvert stig hleypur/gengur á mismunandi tíma dagsins og er markmiðið að upplifa góða hreyfingu og útiveru. Hvetjum alla til að koma í þægilegum fatnaði fyrir þessa hressandi hreyfingu.  http://www.gongumiskolann.is/