Hermann

Kennaraþing Suðurlands 30. september

Kæru foreldrar og forráðamenn. Þing Kennarafélags Suðurlands fer fram á Flúðum á morgun fimmtudaginn 29. september frá kl. 14:00 og allan föstudaginn. Af þeim sökum lýkur skólastarfi kl. 13:00 á morgun og engin kennsla fer fram á föstudaginn. Nánari upplýsingar veita stjórnendur. https://sunnulaek.is/skolinn/skoladagatal/

Fræðsluerindi fyrir forráðamenn nemenda í 8. bekk

Fræðsluerindi fyrir forráðamenn nemenda í 8. bekk frá Skólaþjónustu Árborgar og Sunnulækjarskóla​ verður haldið Þriðjudaginn 27. september  kl: 17:00-18:30 Setning – áherslur skólans  – unglingadeildin ​ Hermann Örn Kristjánsson, skólastjóri​ Þjónusta fjölskyldusviðs – kynning á helstu áherslum er snúaað sviðinu; skóla– og félagsþjónusta. Hvernig fæ ég aðstoð? Verkferlar og ​ vinnulag kynnt.  ​ Gunnar Eysteinn Sigurbjörnsson,deildarstjóri frístundaþjónustu​ ​Unglingsárin – Félagsleg þátttaka unglinga í Árborg. Guðmunda Bergsdóttir, frístundaleiðbeinandi​ ​Umsjónarkennarar árgangsins fara yfir ýmis gagnleg mál og foreldrasamstarfið   ​

Fræðsluerindi fyrir forráðamenn nemenda í 5. bekk 

Fræðsluerindi fyrir forráðamenn nemenda í 5. bekk ​ frá Fjölskyldusviði Árborgar og Sunnulækjarskóla ​ Þriðjudaginn 13. september  kl:17:00-18:00 í Fjallasal Sunnulækjarskóla​ Dagskrá: Sunnulækjarskóli: Skólinn, teymi, opinn skóli, uppeldi til ábyrgðar og fleiri​ gagnlegar upplýsingar sem snúa að miðstigi. – Stjórnendateymi Sunnulækjarskóla. ​ Þjónusta fjölskyldusviðs Árborgar: Hvernig fæ ég aðstoð? Verkferlar og vinnulag.​ – Heiða Ösp Kristjánsdóttir, deildarstjóri fjölskyldusviðs kynnir vinnulag.​ Barnið og fjölskyldan: Líðan, áhrifaþættir og lausnir. – Sigþrúður Birta Jónsdóttir og Anna Rut Tryggvadóttir frá Félagsþjónustu Árborgar.​ Námsefniskynning: Farið yfir praktískt mál í tengslum við námið, skipulag og fleira. – Umsjónarkennarar. ​ Umræður og fyrirspurnir eins og tími leyfir.

Ólympíuhlaupið 7. september

Á morgun miðvikudaginn 7. september hefjum við átakið Göngum í skólann með hinu árlega Ólympíuhlaupi. Hvert stig hleypur/gengur á mismunandi tíma dagsins og er markmiðið að upplifa góða hreyfingu og útiveru. Hvetjum alla til að koma í þægilegum fatnaði fyrir þessa hressandi hreyfingu.  http://www.gongumiskolann.is/  

Að hefja nám í grunnskóla

Fræðsluerindi frá Skólaþjónustu Árborgar og Sunnulækjarskóla Þriðjudaginn 30. ágúst  kl:17:00-18:30 í Fjallasal Sunnulækjarskóla. Sunnulækjarskóli: Kynning á skólanum, teymi, opinn skóli, uppeldi til ábyrgðar og fleiri gagnlegar upplýsingar. Stjórnendateymi Sunnulækjarskóla Þjónusta fjölskyldusviðs Árborgar: Hvernig fæ ég aðstoð? Verkferlar og vinnulag kynnt. Margrét Björk, deildarstjóri skólaþjónustu Upphaf grunnskólagöngu: Hvað geta foreldrar gert til að stuðla að farsælu upphafi? …

Að hefja nám í grunnskóla Lesa Meira>>

Sædís Ósk Harðardóttir og Halla Marinósdóttir

Foreldrafélag Sunnulækjarskóla veitir skólanum gjöf

Nú fyrir helgi afhentu þær Halla Marinósdóttir og Jódís Gísladóttir fyrir hönd foreldrafélagsins í Sunnulækjarskóla peningagjöf að upphæð 350.000 krónu, þar af 100.000 krónum til Sérdeildar Suðurlands. Skólinn mun nýta sína upphæð til að kaupa spil og afþreyingu fyrir nemendur í frímínútum til að efla félagsleg samskipti og draga úr símanotkun en Setrið mun fjárfesta …

Foreldrafélag Sunnulækjarskóla veitir skólanum gjöf Lesa Meira>>