Hermann

Hinsegin vika í Árborg

Vikuna 26. febrúar – 1. mars fer fram hinsegin vika í Árborg. Þema vikunnar er fræðsla og sýnileiki. Það verður ýmislegt á döfinni þessa vikuna þar sem stofnanir og fyrirtæki sveitarfélagsins eru hvött til að taka þátt með ýmsum hætti. Fyrstu bekkingum í öllum skólum Árborgar verður færð bókin „Vertu þú!“ að gjöf Bókin segir …

Hinsegin vika í Árborg Lesa Meira>>

Öskudagur miðvikudaginn 14. febrúar

Að venju verður mikið líf og fjör hjá okkur á öskudaginn. Við hvetjum nemendur og starfsmenn til að mæta í búning og gera sér glaðan dag. Sund fellur niður og skóla lýkur kl. 13:00. Skólaakstur tekur mið af breyttum tíma. Kveðja, starfsfólk Sunnulækjarskóla

Innritun í grunnskóla skólaárið 2024 – 2025

Innritun barna sem eru fædd árið 2018 og eiga að hefja skólagöngu í Sveitarfélaginu Árborg haustið 2024 fer fram á Mín Árborg til 20. febrúar næstkomandi. Reglur um skólahverfi, innritun og umsóknir í grunnskóla Árborgar má finna hér á heimasíðu Árborgar

Starfsdagur og foreldraviðtöl

Kæru foreldrar og forráðamenn. Á morgun, fimmtudaginn 1. febrúar er starfsdagur og undirbúningur kennara í skólanum. Nemendur mæta því ekki í skólann á morgun. Á föstudaginn 2. febrúar eru foreldraviðtöl hjá okkur og þá mæta nemendur með foreldrum í skólann. Hefðbundið skólastarf hefst svo að nýju mánudaginn 5. febrúar Kveðja, Starfsfólk Sunnulækjarskóla

Veðurspá – Skólastarf og akstursþjónusta

Í ljósi veðurspár hefur verið ákveðið samstarfi við aksturþjónustu GT að skólabílar keyri nemendur heim kl. 12:00 sem búa utan þéttbýlis. Skólastarf verður óbreytt en foreldrar yngstu barna skólans meta það sjálfir hvort ástæða sé til að sækja þau fyrr ef veður versnar skyndilega.

Litlu jólin

19. desember kl. 20:00-22:00 8.-10. bekkur verður með jólaball og fer í jólafrí að því loknu. Nemendur í þessum árgöngum mæta því ekki 20. desember. 20. desember Stofujól hjá 1.-7. bekk – kl. 9.30   Mæting nemenda (nemendur í 5. bekk mæta kl. 09:00) – kl. 9.35   Helgileikur sýndur nemendum og starfsfólki skólans – kl. 9.55  …

Litlu jólin Lesa Meira>>

Syndum saman

Í nóvember stóð Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, í samstarfi við Sundsamband Íslands, fyrir Landsátaki í sundi. Vikan 20.-24.nóvember var tileinkuð grunnskólum landsins þar sem íþróttakennarar voru hvattir til að skrá skólann til þátttöku og hvetja börnin til að synda, (táknrænt ) til Parísar í tilefni af Ólympíuleikunum sem fara þar fram 2024. Við í Sunnulækjarskóla …

Syndum saman Lesa Meira>>

Kvennaverkfall 24. október – skólastarf fellur niður

Kæru foreldrar og forráðamenn. Vegna kvennaverkfalls þriðjudaginn 24. október næstkomandi munum við ekki geta haldið úti skólastarfi samkvæmt skóladagatali. Allt skólastarf fellur niður. https://www.ki.is/um-ki/utgafa/frettir-og-pistlar/frettir/2023/bodad-til-kvennaverkfalls-24-oktober/ kveðja Starfsfólk Sunnulækjarskóla  

Aðalfundur foreldrafélagsins

Kæru foreldrar og forráðamenn Boðaður er aðalfundur foreldrafélags Sunnulækjarskóla fimmtudaginn 2. nóvember kl. 17:30 í Fjallasal Sunnulækjarskóla. Markmið félagsins eru að: – styðja skólastarfið og efla tengsl heimilis og skóla – að efla samstarf og samstöðu foreldra innbyrðis – koma á umræðu og fræðslufundum um uppeldis- og fræðslumál – vinna að heill og hamingju nemenda …

Aðalfundur foreldrafélagsins Lesa Meira>>