Skólaslit Sunnulækjarskóla 2024
Skólaslit Sunnulækjarskóla 2024 Lesa Meira>>
Í vetur hafa nemendur við Fjölbrautaskóla Suðurlands og Sunnulækjarskóla unnið samstarfsverkefni sem kallast FSunnó. Hekla Þöll Stefánsdóttir kennari við Fsu hefur leitt verkefnið í samstarfi við kennara 10. bekkjar í Sunnulækjarskóla. Á heimasíðu Fsu er fjallað nánar um verkefnið sem hefur gengið mjög vel búið til spennandi brú á milli skólastiganna tveggja. https://www.fsu.is/is/frettir/samvinna-milli-skolastiga-i-raungreinum
Samstarfsverkefnið FSunnó Lesa Meira>>
Í dag keppir Sunnulækjarskóli í skólahreysti og við hvetjum alla til að fylgjast með í beinni útsendingu á RUV sem er í þann mund að hefjast. Keppnislið skólans skipa þau Sara Mist, Valdimar, Sesselja Þyrí, Mattías Jökull, Jakob og Vigdís. ÁRFAM SUNNÓ!
Vikuna 26. febrúar – 1. mars fer fram hinsegin vika í Árborg. Þema vikunnar er fræðsla og sýnileiki. Það verður ýmislegt á döfinni þessa vikuna þar sem stofnanir og fyrirtæki sveitarfélagsins eru hvött til að taka þátt með ýmsum hætti. Fyrstu bekkingum í öllum skólum Árborgar verður færð bókin „Vertu þú!“ að gjöf Bókin segir
Hinsegin vika í Árborg Lesa Meira>>
Að venju verður mikið líf og fjör hjá okkur á öskudaginn. Við hvetjum nemendur og starfsmenn til að mæta í búning og gera sér glaðan dag. Sund fellur niður og skóla lýkur kl. 13:00. Skólaakstur tekur mið af breyttum tíma. Kveðja, starfsfólk Sunnulækjarskóla
Öskudagur miðvikudaginn 14. febrúar Lesa Meira>>
Innritun barna sem eru fædd árið 2018 og eiga að hefja skólagöngu í Sveitarfélaginu Árborg haustið 2024 fer fram á Mín Árborg til 20. febrúar næstkomandi. Reglur um skólahverfi, innritun og umsóknir í grunnskóla Árborgar má finna hér á heimasíðu Árborgar
Innritun í grunnskóla skólaárið 2024 – 2025 Lesa Meira>>
Kæru foreldrar og forráðamenn. Á morgun, fimmtudaginn 1. febrúar er starfsdagur og undirbúningur kennara í skólanum. Nemendur mæta því ekki í skólann á morgun. Á föstudaginn 2. febrúar eru foreldraviðtöl hjá okkur og þá mæta nemendur með foreldrum í skólann. Hefðbundið skólastarf hefst svo að nýju mánudaginn 5. febrúar Kveðja, Starfsfólk Sunnulækjarskóla
Starfsdagur og foreldraviðtöl Lesa Meira>>
Í ljósi veðurspár hefur verið ákveðið samstarfi við aksturþjónustu GT að skólabílar keyri nemendur heim kl. 12:00 sem búa utan þéttbýlis. Skólastarf verður óbreytt en foreldrar yngstu barna skólans meta það sjálfir hvort ástæða sé til að sækja þau fyrr ef veður versnar skyndilega.
Veðurspá – Skólastarf og akstursþjónusta Lesa Meira>>
19. desember kl. 20:00-22:00 8.-10. bekkur verður með jólaball og fer í jólafrí að því loknu. Nemendur í þessum árgöngum mæta því ekki 20. desember. 20. desember Stofujól hjá 1.-7. bekk – kl. 9.30 Mæting nemenda (nemendur í 5. bekk mæta kl. 09:00) – kl. 9.35 Helgileikur sýndur nemendum og starfsfólki skólans – kl. 9.55