Skóli féll niður í dag hjá 5.-10. bekk vegna vatnsleka sem átti sér stað í skólanum í nótt. Hreinsunarstarf hefur gengið vel en vegna rafmagnsbilunar er óljóst hvort hægt verði að halda úti hefðbundnu skólastarfi á mánudaginn 2.desember hjá 5.-8. bekk. Skólastarf hjá öðrum árgöngum verður óbreytt. Póstur verður sendur til foreldra barna í 5.-8. bekk á mánudagsmorgun klukkan 7 með nánari upplýsingum um tilhögun skólastarfsins.
Við vekjum athygli á nýrri Facebook síðu skólans og hvetjum ykkur til að fylgja henni: Facebook
Kær kveðja frá starfsfólki Sunnulækjarskóla