Fimmtudaginn 15. ágúst næstkomandi er foreldrum og forráðamönnum nemenda Sunnulækjarskóla boðið til hádegis- og súpufundar í Fjallasal Sunnulækjarskóla.
Á fundinum mun Páll Ólafsson, félagsráðgjafi fjalla um reynslu sína af uppbyggingarstefnunni, sem einnig er kölluð „uppeldi til ábyrgðar“. Uppbyggingarstefnan er sú leið sem höfð er að leiðarljósi í samskiptum og við ákvarðanatöku í Sunnulækjarskóla.
Fundurinn hefst kl. 12:00 stundvíslega og verður honum lokið kl. 13:00. Á fundinum verður borin fram súpa úr eldhúsi Sunnulækjarskóla.
Skólastjóri