Nemendum í 1. – 7. bekk Sunnulækjarskóla býðst að fara í aðventuheimsókn í Selfosskirkju í desember.
3. og 4. bekkur fara saman þriðjudaginn 3. desember, vinabekkirnir 2. og 7. bekkur fara saman fimmtudaginn 5. desember, vinabekkirnir 1. og 6. bekkur fara saman föstudaginn 6. desember og 5. bekkur fer miðvikudaginn 11. desember.
Nemendur fara gangandi í fylgd með kennurum og stuðningsfulltrúum og er því mikilvægt að nemendur klæði sig vel. Starfsfólk kirkjunnar mun taka á móti okkur og eiga með okkur friðsæla stund í kirkjunni. Þeir foreldrar sem ekki vilja þiggja þetta boð eru beðnir um að hafa samband við Guðfinnu, skólaritara og láta vita af því.