Við í Sunnulækjarskóla erum svo heppin að hafa yfir mörgum frábærum fyrirlesurum að ráða. Þetta kemur að góðu gagni í jafningjafræðslunni. Undanfarið hafa þeir Daníel Máni Davíðsson og Guðjón Leó Tyrfingsson verið með fræðslu um neteinelti. Þeir fjalla um ýmsar hættur á netinu og hvernig best sé að forðast þær.
Fræðslan er á vegum Ungmennaráðs SAFT og er fræðslupakkinn sem notaður er búinn til í samráði við Ungmennaráðið. Í pakkanum eru myndbönd og myndasögur sem eru sérstaklega útbúin fyrir þessa fræðslu.
Daníel og Guðjón tala líka um hvað berst sé að gera ef maður lendir í neteinelti. Netorðin fimm eru kynnt og hjálparsími rauðakrossins er til umræðu.
Kynningar hafa verið haldnar fyrir 5., 6. og 9. bekk. Þær heppnuðust vel og var mörgum spurningum svarað.