Grunnskólamót í sundi

Sunnulækjarskóli tók þátt í grunnskólamóti í sundi sem fór fram í Laugardalslauginni þriðjudaginn 8. mars og stóðu krakkarnir sig frábærlega, voru sér og sínum til sóma.

32 skólar tóku þátt en keppt var í tveimur flokkum; 5-7. bekk og 8-10. bekk og synt var 8×25 metra boðsundi með frjálsri aðferð.

Fyrst var keppt í undanrásum og komust 8 hröðustu úr hvorum flokki áfram í fyrri undanúrslit. 4 hröðustu af þeim komust svo áfram í seinni undanúrslit og tvær hröðustu sveitirnar kepptu svo í úrslitum í lokin.

Í miðstigssveitinni (5.-7.bekk) voru: Sara Ægisdóttir, Sif Grímsdóttir, Elísabet Helga Halldórsdóttir, Aþena Sól Ármannsdóttir, Viktor Máni Nóason, Elvar Elí Hallgrímsson, Jón Vignir Pétursson og Guðmundur Tyrfingsson. Þau komust áfram í undanúrslit með 4. besta tímann og enduðu síðan í 6. sæti af 35 liðum sem er frábær árangur.

Í unglingasveitinni(8.-10.bekk) voru: Eydís Lilja Guðlaugsdóttir, Ásrún Ýr Jóhannsdóttir, Katla María Magnúsdóttir, Yutong Tong,  Alexander Hrafnkelsson, Pálmar Arnarsson, Valur Guðjónsson og Martin Bjarni Guðmundsson. Þau lentu í 15. sæti af 28 liðum á flottum tíma.

 

CIMG1105 CIMG1107