Lokakeppni Stóru upplestrarkeppninar fór fram í Grunnskóla Hveragerðis í gær 10. mars. Lið Sunnulækjarskóla stóð sig frábærlega. Liðið skipuðu Emilía Torfadóttir, Ingveldur Jóna Þorbjörnsdóttir, Nadía Rós Axelsdóttir og til vara Arnar Daði Brynjarsson.
Að loknum upplestri sögutexta og tveggja ljóða fékk dómnefndin það erfiða hlutverk að velja keppendur til að hljóta viðurkenningar fyrir fyrstu þrjú sætin.
Niðurstaða þeirra var að í fyrsta sæti var valinn Jón Þórarinn Þorsteinsson, nemandi í Vallaskóla.
Annað sætið hlaut Ingveldur Jóna Þorbjörnsdóttir og það þriðja Emilía Torfadóttir sem báðar eru nemendur Sunnulækjarskóla.
Við óskum keppendum til hamingjum með frábæra frammistöðu.