Samborg, í samvinnu við fræðslusvið Árborgar, er með fyrirlestur 5. apríl kl. 19:00 í Fjallasal Sunnulækjarskóla.
Haldið verður áfram að fjalla um tölvuvanda og tölvufíkn barna og unglinga en Friðþóra Arna Sigþórsdóttir hélt fjölsótt erindi í byrjun mars.
Núna mun Eyjólfur Örn Jónsson sálfræðingur flytja erindi um um ofnotkun internetsins sem einnig hefur verið kölluð netfíkn. Mun hann fjalla um hætturnar, hvernig hægt sé að fyrirbyggja vandann og hvað gera eigi ef vandinn gerir vart við sig. Boðið verður upp á súpu og vonumst við til að sjá sem flesta.
Nánari upplýsingar má nálgast hér!