Tungumál opna dyr
Evrópuráðið hefur gert 26. september að árlegum Evrópskum tungumáladegi. Dagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur í Evrópu og víðar í því skyni að vekja athygli á mikilvægi tungumálakunnáttu og fagna fjölbreytileika tungumála. Fyrsti Evrópski tungumáladagurinn var haldinn 26. september 2001 á Evrópsku tungumálaári. Frá þeim tíma hefur dagurinn fest sig í sessi og í tilefni þess eru fjölmargir skemmtilegir viðburðir skipulagðir um gervalla Evrópu.
Við í Sunnulækjarskóla ætlum að fagna þessum degi með skemmtilegri verkefnavinnu sem unnin verður í dönsku- og enskutímum þessarar viku. Nemendur geta valið sér verkefni eftir áhugasviði en öll eiga þau það sameiginlegt að þemað er: Tungumál opna dyr.
Föstudaginn 30. september klukkan 12:40 verða svo flottustu verkefnin í hverjum flokki verðlaunuð.