Síðustu ár hafa verið góðgerðardagar í byrjun desember í Sunnulækjarskóla. Í þetta sinn verða þeir síðar á skólaárinu og því langaði kennurunum að gera eitthvað annað góðverk með bekknum fyrir jólin.
Fyrir nokkru kynntu umsjónarkennarar fyrir 7. bekk verkefnið Jól í skókassa og var ákveðið að bekkirnir þrír myndu taka þátt.
Nemendur tóku vel í þetta og voru dugleg að koma með hluti að heiman. Náðist að setja saman efni í 42 skókassa og gengu nemendur 7. bekkja saman út í kirkju og afhentu Jóhönnu Ýr æskulýðsfulltrúa kirkjunnar, pakkana með bros á vör.
.