Fræðsluerindi frá Skólaþjónustu Árborgar og Sunnulækjarskóla
Þriðjudaginn 30. ágúst kl:17:00-18:30 í Fjallasal Sunnulækjarskóla.
Sunnulækjarskóli: Kynning á skólanum, teymi, opinn skóli, uppeldi til ábyrgðar og fleiri gagnlegar upplýsingar.
Stjórnendateymi Sunnulækjarskóla
Þjónusta fjölskyldusviðs Árborgar: Hvernig fæ ég aðstoð? Verkferlar og vinnulag kynnt.
Margrét Björk, deildarstjóri skólaþjónustu
Upphaf grunnskólagöngu: Hvað geta foreldrar gert til að stuðla að farsælu upphafi?
Tinna Rut Torfadóttir, sálfræðingur hjá skólaþjónustu Árborgar
Námsefniskynning: Umsjónarkennarar fara yfir praktískt mál er varða skólagönguna, skipulag, heimalestur o.fl.
Læsi og lestrarnám: Erindi um upphaf lestrarnámsins og hvernig foreldrar geta stutt við barnið sitt.
Hrund Harðardóttir, kennsluráðgjafi hjá skólaþjónustu Árborgar
Umræður og fyrirspurnir eins og tími leyfir.
Kaffi og veitingar í boði.
Hlökkum til að sjá sem flesta foreldra barna í 1. bekk skólaárið 2022-2023