Ævar vísindamaður í heimsókn

Ævar Þór kom í Sunnulækjarskóla 12. nóvember sl. og las fyrir nemendur í 4. – 7. bekk upp úr nýrri bók sinni sem var gefin út hjá Forlaginu og heitir ÞINN EIGIN TÖLVULEIKUR. Þetta er sjötta bókin í ,,Þín eigin“-bókaröðinni.


Þinn eigin tölvuleikur er æsispennandi ævintýrabók, en lesandinn ræður ferðinni sjálfur með því að fletta fram og til baka. Í bókinni eru yfir 120 mismunandi endar – sumir góðir, aðrir slæmir – allt eftir því hvað lesandinn ákveður að gera. Þetta er bók sem virkar eins og tölvuleikur. 

.