Í vetur höfum við í 2. bekk verið að kynna okkur bíla og allt sem að þeim snýr.
Þess vegna fengum við til okkar góðan gest, hana Dýrfinnu (mömmu Benjamíns) sem auk þess er ökukennari. Hún sýndi okkur myndir og myndband, talaði um öryggi og nauðsynlega fylgihluti í bíl. Nemendur voru mjög áhugasamir og spurðu um ólíklegustu hluti.