Föstudaginn 27. maí var haldin heljarinnar lokahátíð í Kviku hjá 9. og 10. bekk með stuttmyndakeppninni Bíódögum. Vinnan við stuttmyndakeppnina stóð yfir í rúmar 5 vikur og þemað í ár var „samskipti og samfélagsmiðlar“ og nemendur höfðu svo til frjálsar hendur til að túlka það á sinn hátt. Mikil vinna er að baki hverrar stuttmyndar, þó svo að við sjáum einungis 3 – 10 mínútur á stóra tjaldinu, þá höfðu nemendur þessara árganga unnið hörðum höndum við að búa til handrit, finna búninga, æfa atriði, taka upp og klippa myndirnar til að geta sýnt þær í stóra salnum í Bíóhúsinu á Selfossi. Bíódagar hafa verið haldnir hátíðlegir í 5 ár og þetta er annað árið í röð sem Bíóhúsið hefur tekið á móti okkur og við sýnt stuttmyndirnar fyrir fullum sal nemenda og þar að auki hefur 8. bekkur fengið sérstakt boð á keppnina til að sjá hvað bíður þeirra í Kvikunni.
Í ár var keppnin hörð en 19 myndir kepptu að þessu sinni um titlana fimm sem í boði voru: Besta myndin, besta leikkonan, besti leikarinn, besta tæknin og best í að túlka þema ársins.
Vinningshafar voru leystir út með gjöfum frá nokkrum af okkar frábæru fyrirtækjum hér á Selfossi en þau voru: Lindex, Rakarastofa Björns og Kjartans, 1905 Blómahús, Kaffi Krús, Vefjan og Blómaval. Þökkum við þeim kærlega fyrir stuðninginn.
Sigurvegarar Bíódaga 2022 voru:
Besta myndin: Morðin í Sunnó – Arnbjörg Ýr, Ágúst Jón, Bjarni Dagur, Garðar Freyr, Guðjón Óli, Jóhannes Þór, Jóhannes Haukur og Þorgils Bjarki, öll í 9. bekk
Besta leikkonan: Þórey Kristín í 9. bekk
Besti leikarinn: Oliver Jan í 10. bekk
Besta tæknin: leikjaspil Lúlla og Manna – Axel Sturla, Einar, Gabríel Bergmann, Guðmundur Alexander, Hörður Anton, Konráð Ingi og Tómas Örn allir í 10. bekk
Best í að túlka þema ársins: Extra – Anný Elísabet, Jóhanna Mjöll og Rakel, allar í 9. bekk
Við óskum vinningshöfum Bíódaga 2022 innilega til hamingju og á sama tíma viljum við þakka fyrir frábært Kviku-samstarf með öllum þessum yndislegu unglingum okkar í vetur. Við færum Aroni Sigþórssyni sérstakar þakkir fyrir tæknilega aðstoð og Ari Gauti og Alexander fá þakkir fyrir að leita af stuðningsaðilum sem gáfu verðlaunin.