Breytingar á skólastarfi á dögum Covid-19

Breytingar á skólastarfinu síðustu daga hafa gengið mjög vel og eiga nemendur og starfsfólk hrós skilið fyrir góða aðlögunarhæfni í þessum óvenjulegu  aðstæðum. Jákvæðni, gleði og samheldni hefur blómstrað í skólanum okkar og lausnaleit er allsráðandi.

Fjölbreyttir kennsluhættir, þemavinna og sveigjanleiki hafa ráðið ríkjum í kennslunni. Nemendur hafa unnið fjölbreytt verkefni í skólanum sem eru þess eðlis að farið er dýpra í það námsefni sem þegar hefur verið kennt í skólanum.

Eldri nemendur hafa tileinkað sér vinnu í gegnum Teams sem hefur gengið mjög vel, nemendur hafa verið mjög fljótir að tileinka sér þessar nýju vinnuaðferðir sem mun vafalaust skila sér í sjálfstæði í vinnubrögðum og eflir um leið færni þeirra í upplýsingatækni.