Foreldrafélag Sunnulækjarskóla kom færandi hendi.

Á dögunum kom foreldrafélag Sunnulækjarskóla færandi hendi til okkar hér í skólanum.

Fulltrúar í stjórn félagsins þau Hákon Garðar Þorvaldsson og Dagný Hróbjartsdóttir færðu nemendum skólans að gjöf borðtennisspaða og kúlur, en áður hafði félagið gefið skólanum borðtennisborð. Þessu til viðbótar færði félagið öllum árgöngum, Setrinu og ÍSAT hópi skólans einnig ýmiskonar spil sem nýtast í leik og starfi nemenda.
Aldeilis frábært framtak og gott innlegg inní símalaust skólaumhverfi.

Ómetanlegt er að eiga slíkan bakhjarl að. Með fréttinni fylgja myndir þar sem ofangreindir fulltrúar foreldrafélagsins færa Sólrúnu Sigurðurardóttur, deildarstjóra á eldra stigi og Jensínu Kristínu Gísladóttur deildarstjóra á eldra stigi gjafirnar, á myndunum er einnig Heimir Örn sonur þeirra Dagnýjar og Hákonar, nemandi í 3.bekk í skólanum.
Einnig fylgja myndir þar sem nemendur á öllum aldri veita gjöfunum viðtöku.