Námsbrautir í framhaldsskólum og innritunarferlið

Fimmtudaginn 15. febrúar kl. 9:50 koma náms- og starfsráðgjafar og fulltrúar nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurlands (FSu) í heimsókn í Sunnulækjarskóla. Þau ætla að kynna námsframboð og félagslíf skólans fyrir nemendum í 10. bekk.

Þriðjudaginn 6. mars kl 11:20 mun sendinefnd frá Menntaskólanum að Laugarvatni koma og kynna skólann fyrir nemendum í 10. bekk.

Foreldrar eru velkomnir á kynningarnar.

Kynningarglærur má nálgast hér: Framhaldsskólakynning 2017-2018