Furðufatadagurinn haldinn hátíðlegur í Sunnulækjarskóla

Fimmtudagurinn 23. febrúar var tekinn með trompi hér í Sunnulæk. Dagurinn hófst á söngstund í Fjallasal þar sem saman var komin alls kyns lýður. Bæði nemendur og  starfsfólk skólans tóku virkan þátt og klæddust ýmsu búningum. Að lokinni söngstund var verðlaunaafhending í Lífshlaupinu, þar sem bæði árgangar og bekkir fengu viðurkenningu.

Arnar Helgi Magnússon formaður Nemendafélagsins veitti viðurkenningarnar, en foreldrafélagið hafið veg og vanda að skráningunni líkt og í fyrra.

Eftirtaldir árgangar fengu viðurkenningu fyrir frábæran árangur í Lífshlaupinu:

1.  –  3. bekkur

2.  –  5. bekkur

3.  –  2. bekkur

Þessir bekkir fengu líka sérstaka viðurkenningu fyrir góða þátttöku í Lífshlaupinu.

1.  –  1. ÞE

2.  –  2. AÞ

3.  –  4. SJ