Gestir frá Kína

Í dag kom sendinefnd frá Kína í heimsókn í Sunnulækjarskóla.

Sendinefndin er frá Sichuan héraði í Kína og er hér á landi að kynna sér íslenskt samfélag.  Gestirnir fengu stutta kynningu á Sunnulækjarskóla en gengu svo um skólann og heilsuðu upp á nemendur.

Nemendur skólans voru sér og sínum til mikils sóma og sýndu gestunum hvað þeir voru að fást við.