Skólastarf hefst aftur 6. apríl
Í dag, 31. mars gaf heilbrigðisráðherra út nýja reglugerð um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar. Takmarkanir eru þær sömu og giltu frá byrjun janúar s.l. Skólastarf í Sunnulækjarskóla hefst því að nýju 6. apríl n.k. samkvæmt gildandi stundaskrá. Akstursáætlun skólabíls verður með óbreyttum hætti frá sama tíma.