Nýjar gjaldskrár vegna skólamötuneytis og skólavistunar taka gildi um áramót.
Gjaldskrá fyrir skólamat í grunnskólum
Máltíð kostar eftir áramót 238 krónur, morgunhressing 56 krónur og mjólkurskammtur 23 krónur.
Gjaldskrá fyrir skólavistun
Lágmarksgjald m.v. 20 tíma vistun hækkar um 452 krónur á mánuði fer úr 4.520 krónum í 4.972 krónur. Hver klukkustund umfram lágmarkið kostar 207 krónur.
Náðarkorter kostar frá og með áramótum 51 krónu, máltíð 238 krónur og síðdegiskaffi 95 krónur. Sú breyting er gerð á gjaldskránni að greiða verður fyrir hverja klukkustund sem fer fram yfir 61 tíma vistun á mánuði.
Reglur um systkinaafslátt af kennsluhluta verða óbreyttar, 25% afsláttur af öðru barni, 100% afsláttur af þriðja barni.
Sjá nánar á vef sveitarfélagsins