Grunnskólamót HSK

Fimmtudaginn 27. september héldu 42 nemendur frá Sunnulækjarskóla af stað á Laugarvatn þar sem þau tóku þátt í Grunnskólamóti HSK í frjálsum íþróttum. Veðrið lék ekki við okkur þennan daginn en börnin létu það ekki á sig fá og stóðu sig eins og hetjur. Þau stóðu rennandi blaut og köld í röðunum og gátu ekki beðið eftir að röðin kæmi að sér og þá var tekið á því.

Við eignuðumst Grunnskólamótsmeistara bæði í 60 m hlaupi og langstökki hjá piltum í 5.-6. bekk en Stefán Þór Ágústsson í 6. VB vann báðar greinarnar. Þá varð Pétur Már Sigurðsson í 7. ÁT í öðru sæti í langstökki pilta í 7.-8. bekk.  Að lokum varð Sverrir Heiðar Davíðsson í 10. EAT í þriðja sæti í langstökki og spjótkasti pilta í 9.-10. bekk. 

Í heildarstigakeppni skólanna urðum við líka mjög ofarlega.

5.-6. bekkur stúlkna endaði í 3. sæti
5.-6. bekkur pilta endaði í 2. sæti
7.-8. bekkur stúlkna endaði í 2. sæti
7.-8. bekkur pilta endaði í 6. sæti
9.-10. bekkur pilta endaði í 3. sæti