Grunnskólamót í sundi

Sunnulækjarskóli tók þátt í grunnskólamóti í sundi sem fór fram í Ásvallalaug, Hafnafirði þriðjudaginn 13. mars. Farið var í rútu ásamt Vallaskóla.

34 skólar tóku þátt með um 550 keppendur en mótið fer stækkandi ár hvert. Keppt var í tveimur flokkum; miðstigi (5.-7. bekk) þar sem 37 lið tóku þátt og unglingastigi (8-10. bekk) þar sem 29 skólar tóku þátt. Ekki komust við áfram í milliriðla en allar sveitirnar áttu flotta spretti þar sem börnin voru algjörlega að gera sitt besta.

Synt var 8×25 metra boðsundi með frjálsri aðferð, blandaðar sveitir skipaðar fjórum strákum og fjórum stelpum. Mótið er útsláttarkeppni þar sem fyrst var keppt í undanrásum. Níu hröðustu sveitirnar úr hvorum flokki komust áfram í fyrri undanúrslit. Sex hröðustu af þeim komust svo áfram í seinni undanúrslit og þrjár hröðustu sveitirnar kepptu svo í úrslitum í lokin.

Í miðstigssveitinni (7.bekk) vorum við með tvö lið, a liðið lenti í 19. sæti og b liðið í 30.

7. bekkur a 7. bekkur b Unglingalið 8.-10. bekkur
Einar Breki Sverrisson

Aron Leví Hjartarson

Rúnar Freyr Gunnarsson

Arnór Elí Kjartansson

Kristjana Eir Egilsdóttir

Erla Karítas Davíðsdóttir

Lilja Heiðbjört Valdimarsdóttir

Elín Þórdís Pálsdóttir

Einar Bjarki Einarsson

Baldur Þór Ólafsson

Fannar Hrafn Sigurðarson

Styrmir Þorbjörnsson

Elsa Mary Magnúsdóttir

Vigdís Jóna Árnadóttir

Lísbet Ása Björnsdóttir

Anna Sigrún Ólafsdóttir

Elísabet Helga Halldórsdóttir 9. bekk

Thelma Ína Magnúsdóttir 9. bekk

Ólafía Ósk Svanbergsdóttir 9. bekk

Sif Grímsdóttir 9. bekk

Pálmar Arnarsson 10. bekk

Bjarki Birgisson 10. bekk

Hlynur Héðinsson 10. bekk

Elmar Örn Svanbergsson 9. bekk

 

Unglingaliðið stóð sig mjög vel, voru á frábærum tíma nálægt því að komast í undanúrslit en ellefta sætið var niðurstaðan.

Úrslitin má nálgast í heild sinni á heimasíðu Sundsambandsins:
http://www.sundsamband.is/frettir/frett/2018/03/13/Urslit-i-bodsundskeppni-grunnskola-2018/

Fyrir foreldra barnanna bendum við á myndasíðu Sundsambandsins á slóðunum:

https://www.facebook.com/pg/sundsamband/photos/?tab=album&album_id=2100990920133955

https://www.facebook.com/pg/sundsamband/photos/?tab=album&album_id=2101014373464943