„Hár og förðun“ í heimsókn á Riverside Spa

Stelpurnar í valfaginu Hár og förðun fóru í heimsókn á Riverside Spa á  Hótel Selfoss.
Þær fengu kynningu á starfseminni og áttu notalega stund í spainu þar sem þær fóru í pottinn, prufuðu gufurnar og nokkrar voru harðar af sér og prufuðu að fara í klakasturtu eftir gufuna.