Innritun í grunnskóla skólaárið 2019−2020

Innritun barna sem eru fædd árið 2013 og eiga að hefja skólagöngu í Sveitarfélaginu Árborg haustið 2019 fer fram 20. febrúar−4. mars næstkomandi. Hægt er að innrita rafrænt í viðkomandi grunnskóla og frístundaheimili inni á Mín Árborg á arborg.is eða á eyðublöðum sem eru aðgengileg á heimasíðum grunnskólanna og í Ráðhúsinu. Þeim umsóknum á að skila í viðkomandi skóla.

Upplýsingar um skólahverfi hvers skóla er að finna á arborg.is. Einnig er bent á auglýsingu í Dagskránni 13. febrúar sl. varðandi ný skólahverfi á Selfossi. Nemendur sem eiga skólahverfi í nýjum grunnskóla í Björkurstykki innritast í Vallaskóla.

Sjá: Reglur um innritun í grunnskóla Sveitarfélagsins Árborgar

Rétt er að minna á að frístundatilboð fyrir 6-9 ára börn verða í boði á vegum Umf. Selfoss fyrstu tvær vikurnar í ágúst. Þau verða kynnt nánar í vor.

Frístundaheimili grunnskólanna fyrir 1.-4. bekk verða opin frá og með miðvikudeginum 7. ágúst 2019. Upplýsingar um innritun er hægt að fá í grunnskólunum og hjá þjónustuveri Árborgar (480 1900).